Forsætisráðherra geirneglir verkföll.

Forsætisráðherra hefur gefið þá yfirlýsingu að ekki verði samið við þá opinberu starfsmenn sem nú eru í verkfalli eða á leiðinni í verkfall, nema búið sé að semja á almenna markaðnum fyrst. 

Auðvelt er að framkvæma þennan vilja SDG. Það gerist með því að samninganefnd ríkisins komi til samningafunda við opinbera starfsmenn hér eftir staðráðin í að semja ekki. 

Samningafundirnir snúist upp í andhverfu sína, - að samninganefnd ríkisins leitist við af fremsta mætti við að koma í veg fyrir samninga.

Ef hún reynir að leysa deiluna verður forsætisráðherranum sjálfum að mæta.  

Æðislegt? 

Þetta ástand mun geirnegla fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga og þau verkföll, sem nú eru, úr því að bannað verður að semja á þessum vettvangi fyrr en búið er að semja í vinnudeilum á almenna markaðnum.

Ef einhver heldur að Alþingi geti gert eitthvað í þessum málum, er líka búið að setja undir þann leka. Þar er ríkisvaldið búið að hafna því að ræða um neitt nema þá forsendu fyrir vinnufriði í landinu að taka fram fyrir hendurnar á verkefnisstjórn Rammaáætlunar og setja fjórar virkjanir á dagskrá af því að þær séu forsendurnar fyrir því að hægt sé að semja.

Um þetta verði rætt á maraþonfundum Alþingis, enda verði frumvarp um losun gjaldeyrishafta og fleiri brýn frumvörp ekki lögð fram nema kjarasamningar liggi fyrir og að þeir verði með það litlum kauphækkunum að ekki þurfi að grípa til hótunarinnar um að hækka skatta.

Þá er ónefnd hótunin um að banna verkföll með lögum þegar allt er komið í þann hnút sem ofangreint ástand getur sett málin í.

Þetta ætlaði Viðreisnarstjórnin sér reyna að gera fyrir jól 1963 ef ég man rétt. Á síðustu stundu tókst skynugum og lögnum mönnum að afstýra því og stýra málinu í farveg sem endaði með verkfallslausum kjarasamningum 1964 með þátttöku aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar.

Í undanfara þeirra samninga kunnu menn að ræða málin án þess að varpa mörgum sprengjum á dag í fjölmiðlum. Það virðist því miður skortur á því nú.  

 

 


mbl.is Það vill enginn fara í verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna tekur þú þátt í því sem ég vil kalla siðrof samfélagsins.

Enginn er ábyrgur, stjórnarandstaðan er öskuvond út í ríkisstjórn fyrir að gera sig öskuvonda. (Auðvitað bara leikaraskapur)

Hjúkurnarfræðingar eru mjög leiðir yfir að þurfa að yfirgefa skjúklingana, en það er ekki á þeirra ábyrgð heldur ríkisstjórnarinnar að semja ekki við þá.

Dýralæknar í vinnu hjá ríkinu eru að valda stórkostlegu tjóni en nei ábyrgðin er ekki þeirra heldur ríkisstjórnarinnar.

Styrmir áttaði sig á því strax í upphafi samninga hvílík mistök það voru af ríkisstarfsmönnum að fara í verkfall á undan almenna markaðnum:"Þá munu augu félagsmanna BHM opnast fyrir þeim grundvallar mistökum, sem forystumenn þeirra hafa gert að halda að ríkið gæti gengið til samninga við þá, áður en samið yrði á hinum almenna vinnumarkaði." http://styrmir.is/entry.html?entry_id=1720727

Samningar á almenna vinnumarkaðnum eru það sem kemst næst því að verða "sannvirði" launasamninga.  Ekki fyrr en sú viðmiðun er komin getur hið opinbera samið við sína starfsmenn. 

Þó að Sigmundur Davíð komi þessu líka í orð þá er hann ekki þar með ábyrgur fyrir þessum mistökum, þau eru ríkisstarfsmannanna og má raunar furðulegt heita að "reynsluboltinn" Páll Halldórsson skuli ekki hafa haft meira vit en  þetta.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 07:24

2 identicon

Úr því að forsætisráðherra gerir ekki annað en að skvetta olíu á eldinn í hvert skipti sem hann tjáir sig opinberlega, ættu fjölmiðlar að sleppa því að ræða við hann og tala frekar við aðra ráðherra og þingmenn.

Að neita því að semja við opinbera starfsmenn fyrr en aðrir hafa samið er þvílíkt ábyrgðarleysi í stöðunni að ég man varla eftir öðru eins.

Það er helst að það jafnist á við stöðuna á Alþingi þar sem stjórnin neitar að ræða málin fyrr en lög um rammaáætlun hafa vereið brotin og náttúruperlum fórnað.

Þannig stendur ríkisstjórnin fyrir siðrofi þjóðfélagsins og er í þann veginn að valda óbætanlegu tjóni. Það er því brýnt að koma henni frá.

Munið fundinn á Austurvelli kl 17:00 á morgun. Og munið að að mótmæla á thjodareign.is að fáeinum auðmönnum sé svo gott sem gefinn þjóðarauðurinn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 08:39

3 Smámynd: Snorri Hansson

VG samþykkti að sækja um aðild að ESB og svíkja um leið sitt dírasta kosningaloforð ef þeir fengju  rammaáætlun og nú á þessi ríkisstjórn að vera verndari þess samnings óumbreytanlegum ?

 Launakröfurnar eru skýjum ofar og þá á ríkisstjórnin að semja við sitt fólk á undan  frjálsa markaðnum, á sama tíma og sá frjálsi er að semja ?

Síðan er slett inn smá dassi af voða voða vondum  sjáfarútgerðum  sem  standa sig svo vel í rekstri  að þess vegna er allt þeim að kenna ?

Ja þetta eru skrautlegir tímar.

Snorri Hansson, 25.5.2015 kl. 09:42

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Their serm ekki skilja ad ríkid getur ekki samid vid sína starfsmenn á undan hinum almenna markadi, skilja ekki um hvad málin snúast. Skilja ekki einföldustu hagfraedi, en hrópa á torgum og fjargvidrast yfir mannvonsku ríkisstjórnarinnar, ad vilja ekki semja. Thad geta flestir ef ekki allir verid sammála um ad haekka thurfi laun margra, sem minnst hafa, en thetta verdur ad gerast í réttri röd! Ríkisstarfsmenn eru einfaldlega sídastir í rödinni, thegar kemur ad kjarasamningum. Svo einfalt er thad. Allt annad er einfaldlega rugl og gengur ekki upp.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.5.2015 kl. 11:57

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Of seint áttuðu menn sig á því regindjúpi sem er milli fyrirkomulagi kjaramála hér á landi og í nágrannalöndunum. Í þessumm pistlum var strax í upphafi bent á þá lærdóma sem draga mátti af kjarasamningunum frá 1964 til 1965 og Þjóðarsáttinni 1990. 

Sömuleiðis á þeirri reynslu sem fengin var í fyrirbærinu "samningarnir í gildi!" frá 1977 til 78 og í framhaldi af því allt til 1990. 

Mjög góð og upplýsandi umfjöllunum í Speglinum á RÚV um muninn á íslenska ástandinu og því sem hefur verið um árabil á Norðurlöndunum sýndi mjög vel hvað við getum lært af þeim. 

En þetta kom allt of seint, allir stóðu frammi fyrir gerðum hlut, sex vikna verkföllum BHM. 

Samningarnir 1964 og 65 og Þjóðarsáttin 1990 fengust ekki fram með því að forsætisráðherra kastaði handsprengjum inn í hið viðkvæma ástand, jafnvel mörgum á dag.

Athyglisvert er að bera saman hófstillt og yfirveguð ummæli heilbrigðisráðherra saman við bombur forsætisráðherra.  

Með því að svíkja loforð sem stjórnvöld gáfu í síðustu kjarasamningum varpaði ríkisstjórnin frá sér því trausti, sem nauðsynlegt er á milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins og það hefur gert þetta allt svo miklu erfiðara.

Bæði launþegar og atvinnurekendur hafa kvartað undan þessum brigðum á loforðum.  

Ómar Ragnarsson, 25.5.2015 kl. 14:09

6 identicon

Þjóðarsáttin 1990 náðist vegna þess að lykilaðilar, vinnuveitendur og launþegar náðu áttum og ríkisstjórnin kom síðan inn í dæmið.

Ekkert gengur ef ríkisstjórnin á að vera sá eini sem gerir eitthvað og sýnir ábyrgð.

Það sem flækir málin nú fyrir utan að enginn Einar Oddur er af hálfu atvinnurekenda, er hömluleysi bankakerfisins og ofsagróði skuldaafskrifaðra sjávarútvegsfyrirtækja ásamt mjög dýrum húsnæðismarkaði (verðbóla vegna lífeyrissjóða?)

Ekki er að sjá að pólitíkusar hvorki í stjórn né stjórnarandstöðu  séu að spá í neinni alvöru að laga þessi atriði.

Það sem er á hinn bóginn að steypa samfélaginu nú er siðrofið. "Nú er komið að mér", hugsa menn, "ég skal og má gera hvað sem er til að bæta kjör mín. Komi það niður á einhverjum öðrum þá er það ekki mér að kenna heldur þeim sem standa í vegi fyrir mínum réttmætu kröfum."

Þarna er verið að fara yfir línuna milli lífs og dauða, semsagt gengið of langt.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 17:35

7 identicon

Lýkilaðilar, fulltrúar launafólks og atvinnurekenda, eru annars vegar jarðsambandslausir verkalýðsforkólfar (undanskil Villa og Aðalstein)

sem eru samansúrraðir við lífeyriskerfið og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga og svo móralslaus samtök atvinnurekenda sem virðast halda að þau séu á málfundaæfingu í MR, þar sem útúrsnúningar og neðanbeltishögg eru meðulin sem skal beitt, fyrir utan hrokan og grímulausa græðgisvæðinguna.

Þegar ofan í kaupið bætist röng aðferðafræði í sjálfri kjarabaráttunni þar sem byrjað er á öfugum enda þá er voðinn vís!

Að ætla að kenna málglöðum forsætisráðherra einum um ástandið er svona eins og að stinga höfðinu í sandinn.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 17:43

8 identicon

Frábær pistill hjá Páli Vilhjálmssyni:

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1759898/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband