Köld vorfegurð.

Svalir dagar næstu vikuna setja kannski hroll að mörgum þeim sem eru orðnir þyrstir í heita sólardaga.Svínadalur, Mjósyndi 

En á vorin og haustin má oft líta fegurð sem ekki sést á öðrum árstímum. 

Einkum er það snjórinn, mynstur nýfallins snævar eða bráðnandi skafla, sem gleður augað á þessum árstímum. 

Að minnsta kosti blasti dæmi um það við í kvöld þegar við hjónin komum akandi frá Skjaldborgarkvikmyndahátíðinni á Patreksfirði og ókum upp í svonefnt Mjósyndi/Mjósund, þar sem Svínadalur í Dalasýslu verður þrengstur. 

Svona mynd verður ekki hægt að taka eftir nokkrar vikur og ekki aftur fyrr en næsta vetur eða vor. 


mbl.is Úrkoma í kortunum næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rúmur mánuður liðinn frá sumardeginum frysta og glópahlýnunarsinninn Ómar Ragnarsson finnur fegurðina í snjónum!

 

Maðurinn sem farið hefur hamförum í vandlætingu yfir þeim einstaklingum sem hafa vogað sér að andæfa gegn voodoo-vísindum um Mann-gerða hnatthlýnun lætur ekki svala daga setja að sér hroll.

 

Sigurður Þór Guðjónsson, veðursagnfræðingur mbl, lýsir hér kaldri vorfegurð:

 

"Það er synd að segja að vori vel. Meðalhitinn í Reykjavík er nú 3,8 stig eða 1,9 stig undir meðallaginu 1961-1990 en 2,6 stig undir meðallagi þessarar gósenaldar. Á Akureyri er meðalhitinn 2,0 stig eða 1,2 stig undir meðallaginu 1961-1990.

Ekki hefur verið kaldara fyrstu 22 tvo dagana í maí síðan 1979 sem á kuldametið fyrir þá daga síðan Veðurstofan var stofnuð 1920, 0,7 stig. Kaldara var líka í hafísamaímánuðinum mikla 1968, 3,6 stig og sama í maí 1949, en 1943 var hitinn þessa daga um 2,9 stig. Líklega var einnig kaldara 1920 þegar hitinn var eitthvað i kringum 3,3, stig þessa daga en svipað 1924 en dagshitinn fyrir þessi síðast töldu ár er ekki eins öruggur og hin árin.

Þetta eru sem sagt einhverjir köldustu maídagar það sem af er síðan 1920. Ástand gróðurs er að minnsta kosti hálfum mánuði á eftir meðallagi syðra, hvað þá annars staðar."

 

Er ekki örugglega miðstöð í bílnum hjá þér Ómar?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband