Þetta er að koma.

Íslenska fyrirbærið ungir foreldrar er á undanhaldi hér á landi en það tekur stundum tíma að róttækar breytingar á venjum breytist. 

Í mínu ungdæmi var ungt fólk komið með fjölskyldur í stórum mæli og maður minnist þess úr lífi fjölskyldunnar og ættmenna. 

Langamma mín var 16 ára þegar hún átti frumburð sinn, faðir minn var 18 ára þegar ég fæddist, foreldrar mínir voru innan við þrítugt komnir með sjö manna fjölskyldu og bræður mínir tveir orðnir fjölskyldumenn 17 ára gamlir.

Með hverri kynslóð síðan hefur aldurinn farið hækkandi og þrátt fyrir ríflega tvo tugi barnabarna minna, sem eru á öllum aldri fram yfir þrítugt, er ekkert barnabarnabarn komið enn.

Þetta virðist stefna í þessa átt auk þess sem "Hótel mamma" virðist sækja í sig veðrið. 

 

Varasamt er að alhæfa um það hvaða aldur sé heppilegastur fyrir upphaf barneigna.

Þrátt fyrir almenna kosti þess að hefja barneignir það seint að aðstaða foreldranna og þroski þeirra sé í hámarki, börnunum í hag, eru aðstæður misjafnar og stundum getur það verið gott að hafa lokið uppeldishlutverkinu sæmilega snemma til þess að nýta þann tíma ævinnar sem best, þar sem reynsla og starfsþrek fá að njóta sín.

Náttúran hefur séð til þess að maðurinn er í hámarki líkamlegrar og andlegrar getu á aldrinum 25-30 ára og því hæfastur að því leyti á þeim aldri til að eiga börn.

Á hinn bóginn heldur fólk áfram að bæta í sjóð reynslu og andlegs þroska lengi eftir það, og þar með að efla hæfni sína til hvers kyns verka, hvort sem það felst í foreldrahlutverkinu eða einhverju öðru.     


mbl.is „Hann öskrar bara svo hátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband