"Úrlausnin" á að vera í höndum verkefnastjórnarinnar.

Svonefnd "úrlausn" rammaáætlunar varðandi virkjanakosti í biðflokki sem nefnd er í fréttum í kvöld á að sjálfsögðu að vera í höndum verkefnisstjórnarinnar. 

Viðfangsefnið heyrir undir það meginatriði Ríósáttmálans, sem við Íslendingar gerðumst aðilar að 1992 að náttúran eigi að njóta vafans, ef hann er uppi. 

Það er nefnilega reginmunur á því að færa virkjunarkost úr virkjanaflokki (nýtingarflokki) í biðflokk eða að gera öfugt, að færa kost úr biðflokki í virkjanaflokk. 

Ástæðan er sú, að í langflestum tilfellum er ákvörðun um að færa úr biðflokki í virkjanaflokk og fylgja því eftir með virkjun, óafturkræf vegna neikvæðra umhverfisáhrifa. 

En eðli biðflokks er hins vegar það að allt er óbreytt meðan það ástand gildir og á þessu sami reginmunur og munurinn á því, annars vegar að fresta dauðadómi yfir manni og setja mál hans í bið, og hins vegar að taka hann af lífi, að það er ekki hægt að snúa dauðadómnum við. 

Þetta skilja virkjanafíklarnir ekki og hamast þess vegna við að valta yfir eðileg vinnubrögð verkefnisstjórnar með offorsi sínu á Alþingi til þess að koma sem flestum virkjanakostum á aftökulista sinn. 


mbl.is Rammaáætlunin enn án úrlausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband