Nær miðju höfuðborgarsvæðisins en aðrir "kjarnar."

Miðja íbúðabyggðar höfuðborgarsvæðisins er innst í Fossvogi og miðja atvinnustarfsem litlu vestar. Stærstu krossgötur landsins eru skammt þar austan við og samanlögð miðja þessara þriggja þátta því austast í Fossvogsdal. 

Nýr miðbæjarkjarni Kópavogs er í raun viðurkenning á ofangreindum staðreyndum, því að enginn "kjarni" á höfuðborgarsvæðinu verður nær miðjunni en þessi nýi. Því miður áttuðu menn sig ekki á því í tíma að Mjóddin var næst þessari miðju og hefði þurft meira rými til uppbyggingar sem nýr kjarni.  

Nýr miðbæjarkjarni við Smáralind er einfaldlega nær þungamiðju höfuðborgarsvæðisins en nokkur annar, og hinn gamli miðbæjarkjarni Kópavogs hefur færst út frá miðjunni, að ekki sé nú talað um hina gömlu "miðborg Reykjavíkur." 

Síðustu áratugi hafa menn rembst eins og rjúpan við staurinn við að afneita þeim staðreyndum, sem þarf að hafa í huga við allt skipulag og uppbyggingu höfuðborgarsvæðsins í heild, og er flugvallarmálið gott dæmi um það.

Því þarf að linna að byggt sé á hálfrar aldar gamalli samsetningu byggðar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar í stað þess að taka mið af nýjum aðstæðum á nýrri öld. 


mbl.is Nýr miðbæjarkjarni við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi mæling á miðpunkti Reykjavíkursvæðisins er ansi gömul. Miðpunkturinn er sennilega austar og sunnar.

Eggert Ásgeirsson (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband