...níu, tíu, ..., - hættu að telja, þetta er Hæstiréttur!

Ætli dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Erlu Hlynsdóttur sé ekki sá níundi þar sem Hæstiréttur Íslands er rassskelltur.

Rétturinn virðist eiga sérstaklega erfitt í mannréttinda- og stjórnarbótarmálum, allt frá því er Þorgeir Þorgeirsson vann mál sitt gegn honum fyrir um þremur áratugum og Jón Kristinsson hjólreiðamaður á Akureyri sá til þess að íslenska dóms- og réttarkerfið var stokkað upp. 

Úrskurður Hæstaréttar í stjórnlagaþingkosningamálinu var einsdæmi, því að hvergi annars staðar hafa svona kosningar verið úrskurðaðar ógildar, jafnvel þótt misfellurnar hafi verið mun meiri en þær voru hér. 

Hæstiréttur hefur nýlega afrekað það að úrskurða í Gálgahraunsmálinu, að í raun gildi lögfesting Alþingis á Árósarsáttmálanum ekki hér á landi.

Hæstiréttur svipti samtök hundraða og þúsunda manna þeirri lögaðild að framkvæmdum á borð við vegalagninguna í Gálgahrauni, sem Árósasáttmálinn átti að tryggja, en slík aðild er höfuðatriði sáttmálans og án hennar eru þessi nauðsynlegu mannréttindi ónýt hér á landi, eina landinu í Evrópu þar sem svo háttar til.

Í sumum atriðum virðst ekki hafa orðið mikil framför í réttarfari hér á landi síðan Hæstiréttur Danmerkur sýknaði Skúla Thoroddsen fyrir rúmri öld.    


mbl.is Erla hafði betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er ekki nauðsynlega meðmæli með þessum erlenda dómstóli Ómar. En ég veit að þetta gleður Niður-með-Ísland-klúbbinn ákaft.

Hafa ber í huga að það er lítið mál fyrir þennan vafasama erlenda dómstól að leggja í smáríki á borð við Ísland.

Þessi dómstóll er hart gagnrýndur fyrir sterka sambúð sína við hin nýju sovétríki Evrópu, Evrópusambandið, og hinn illa grundaða yfirríkislega dómstól hans, Evrópudómstólinn (ECJ), og að hann skuli ekki leggja í þann dómstól vegna innanbúðarbúskaps við það sem á bak við ECJ stendur.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2015 kl. 10:49

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og svo er ágætt að minna á það hér að það var réttarríkið sem ól af sér mannréttindin, en ekki öfugt. Passa þarf því að eyðileggja ekki réttarríkið með vafasömum tilvísunum til svo kallaðra mannréttinda sem svífa ákaflega í lausu lofti.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2015 kl. 11:02

3 identicon

Hæstiréttur á ekki að vera gegnsýrður af flokksgæðingum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 11:28

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú tróðstu í því Ómar, tilefnið var nefnilega að hann vildi láta kalla sig Þorgeir Þorgeirson, en ekki þorgeirsson ef ég man rétt.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2015 kl. 12:03

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við hverju er að búast þegar Hæstiréttur er skipaður sömu mönnum og sömdu þau lög sem þeir dæma svo sjálfir um hvort standist stjórnarskrá?

Enginn er hæfur til að leggja dóm á sín eigin verk !

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2015 kl. 13:51

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er náttúrlega ferlegt. Og svo þarf að banna það að kjósendur hafi nein áhrif á að kjósa þá á þing sem skipa í dómarastöður og sem svo kjósa sér fórnarlömbin til að dæma og sem höfðu kosið þá sem skipuðu dómarana.

Kannski er best að láta LOTTÓ eða geimverur um þetta. Þetta er auðvitað miklu miklu betra úti í heimi, til dæmis í alþjóðasamkundunni eins og venjulega. Já alþjóðasam 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2015 kl. 14:25

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri kannski ágætt ef byrjað yrði á því að virða þrískiptingu ríkisvaldsins sem bundin er í 2. gr. stjórnarskrárinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2015 kl. 14:31

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei. Nú veit ég þetta. Við setjum dómstólana í þjóðareign! Þjóðnýtum þá. 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2015 kl. 14:31

9 identicon

Guðmundur (nr.5) Hvaða lög hafa dómarar við Hæstarétt samið? Nefndu nokkur. Þrenn til dæmis. Og nú er ekki átt við hljóðfæraslátt og söng heldur lög sem samþykkt hafa verið af Alþingi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 3.6.2015 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband