"United States of America".

Það getur verið ýmislegt að sjá um miðnæturskeið sitjandi við tölvuna. Sólarlag 27.6.15

Út um gluggana blasti áðan við hins vegar fallegt sólarlag, sem tilvalið var að taka meðfylgjandi mynd af.

Á mbl.is á tölvuborðinu mátti hins vegar sjá Obama fremja óvenjulegan gerning af manni í hans stöðu.  

Það virðist ljóst að ræða Bandaríkjaforseta í kvöld við minningarathöfn um þá sem féllu í skotárás fyrir níu dögum hafi verið óvenjuleg og áhrifamikil. 

Að vísu sést aðeins lokakafli hennar með fjöldasöng sem forsetinn laðaði fram af hjá viðstöddum en svona lagað er óvenjulegt að sjá og heyra.

Órói og ósætti ógna bandarísku samfélagi og því er ekki sama hvernig talað er á tilfinningaþrungnum samkomum. Það er enn mikið verk óunnið í að ná sáttum og jafnstöðu á milli einstakra hópa í landinu. 

En það vakti athygli að í lokasetningunni lagði forsetinn sérstaka áherslu á orðið "United..." (sameinuð) í nafninu "United States of America" og bar það vitni um hyggindi og góða ræðumennsku. 

Það verður fróðlegt að sjá og heyra ræðuna í heild ef færi gefst á því. 


mbl.is Obama brast í söng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Kannski er þetta eitthvað sem við mættum taka til
eftirbreytni og hverfa þar með frá því skrílræði og
þjófafélagi sem við búum við.

Húsari. (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 01:13

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ameríkumenn eru vopnaglaðir. Merki Ameríku er skammbyssa í hendi. Hvort sem er í bíómyndum eða í fréttum. Eitthvað ógnvekjandi við alla byssueignina. Fór eitt sinn með amerískum hermanni og konu hans á skotæfingastöð inn í miðri borg. Þar voru allskonar þungavopn til sölu og til æfinga. Hægt var að spreyta í skotfimi á pappírsbúk í fimmtán metra fjarlægð. Hávaðinn var ærandi þrátt fyrir hljóðklefana, en allir höfðu meiriháttar heyrnaskjól.

Lengi vel var í áhorfandi af skotæfingunum, en þar kom að því að ég gat ekki lengur skorast undan að sína getu mína. Það vakti undrun mína að þrátt fyrir aldur og breytt sjónsvið hitti ég alltaf í mark, beint í miðju pappírshöfuðs.

Þegar ég fór af æfingasvæðinu var ég eins og eilítið sleginn. Hermönnum er kennt að drepa og hitta í mark. Þeir eru reglulega sendir á átakasvæði og lifa í einangruðum herbúða, sæta heraga.

Það er að mörgu leyti forréttindi að búa í landi þar sem hríðskotabyssur eru sendar úr landi. Í ætt við sjónarmið hins danska Glistrups. Lögreglumaðurinn sem lá á flötinni í Engihjalla tilbúin að skjóta á byssugaur, ef hann birtist var bíólegur tilbúningur, ættaður frá ofbeldisfullri Ameríku.

Sólarlagið við Akrafjall eða Snæfellsjökull er andstæða alls byssuofbeldis, töfraheimur og sjónarspil mikilla náttúruafla. Eldhaf náttúru í stað eyðileggandi sprengjuelds.  

Sigurður Antonsson, 27.6.2015 kl. 08:40

3 identicon

Amazing guy!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 10:51

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvað sem um Obama má segja, - þá er ekki hægt að mótmæla því, að þetta var gríðar áhrifamikið hjá Obama.  Og undirtektir viðstaddra ýttu undir áhrifastundina.

Maðurinn er bara svo sterkur fyrir framan fólk að mjög eftirtektarvert er.

Eg er viss um að þessi maður gæti átt hvaða sal sem er.  Hann er með svo sterkan performance að einstakt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2015 kl. 11:40

5 identicon

Ef hann hefði haldið þessa ræðu á Íslandi þá væri líklega mest um það talað að hann hefði ruglast í textanum og verið með eitthvað þjóðrembuhjal.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 11:53

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En Obama ruglaðist ekki í textanum, varð það? 

Ómar Ragnarsson, 27.6.2015 kl. 13:06

7 identicon

 Jú er það ekki?  I once was lost, but now am found.  Segir hann það?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 14:43

8 identicon

Á meðan hann klúðrar textanum þá er hann að senda þungavopn til Evrópu.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/06/23/senda_thungavopn_til_evropu/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 15:08

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Obama er ekki þekktur fyrir að vera uniter, heldur er hann mjög þekktur fyrir að vera diviter.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.6.2015 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband