Að stjórna atburðarásinni - eða ekki.

Að vera - eða vera ekki, það er spurningin. Að hafa ekki stjórn á atburðarásinni eða hafa ekkil stjórn á atburðarásinni, það er svipuð spurning. 

Sagan geymir ótal dæmi um það að þegar menn stóðu í þeirri trú að þeir hefðu stjórn á atburðarásinni, þá reyndist hið þveröfuga vera staðreyndin, - þeir voru leiksoppar atburðarásar, sem þeir réðu ekki við. 

Stundum líður langur tími frá því að atburðarásin fór í gang þangað til menn sjá það allt of seint að þeir hefðu þurft að grípa í taumana fyrir löngu. 

Við athugun eftir á kom í ljós að íslenska bankakerfið stefndi í þrot þegar í lok ársins 2006 en flestir héldu allt til októberbyrjunar tveimur árum síðar að hægt væri að afstýra því að stærsta bankahrun í sögu einnar þjóðar yrði að veruleika, og að það birtist í óhjákvæmilegu bankaáhlaupi. 

Stundum kemur í ljós að þeir, sem mesta þekkingu og yfirsýn áttu að hafa yfir ástandið, vissu minna en aðrir sem skynjuðu það sem í vændum væri, gagnrýndu ástandið, en áttu erfitt með að færa að því rök. 

Hve oft hefur ekki leikur að eldi, sem menn héldu að vald væri haft á, endað með því að allt hefur fuðrað upp? 

Leik stórvelda Evrópu að eldi vopnakapphlaups á árunum upp úr 1910 sem Lloyd George lýsti á nýársdag 1914 sem "skipulagðri vitfirringu" lauk með því að ráðamenn álfunnar misstu stjórn á atburðarásinni í kjölfar morðs á tveimur einstaklingum og í kjölfarið fylgdu stjórnlaus hernaðarátök uns um 20 milljónir manna lágu í valnum.

Ástandið í Grikklandi vekur minningar um svipaða daga hér á landi í októberbyrjun 2008.

Eftir á kom í ljós að svo örlitlu munaði að allt hefði farið á mun verri veg, og fór það þó verr en flesta grunaði aðeins nokkrum vikum fyrr.

Hvað gerist nú í Grikklandi og öðrum löndum Evrópu?  

 


mbl.is Bankaáhlaup í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur aldrei verið skortur á dómsdagsspám og svartsýni, ágiskunum og spádómum, krepputali og yfirvofandi hörmungum. Og þó eitthvað af því rætist þá er algengara að ekkert gerist. En það er lítið verið að auglýsa það sem ekki rætist, enda algengara en kvef. Bilaða klukkan sem hefur rétt fyrir sér 2 sekíndur á dag hefur rangt fyrir sér 86398 sekúndur. En hún er ein frægasta klukka í heimi fyrir að hafa 2x rétt fyrir sér.

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 00:09

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eitt af því umhugsunarverða við þennan síðasta framgang Tsiprisar er að svo er ekki að sjá að hann og Syrisa séu með plan b útfært.  Allavega ekki svo vitað sé.

Staðreyndin er að ef Grikkland ákveður að hafna samningum og lýsa sig í raun gjaldþrota eða í greiðslufalli,  þá er ósennilegt að það hafi mikil áhrif útfyrir Grikkland.  Sko núna.  Hefði verið allt annað fyrir nokkrum árum.  Það er ekkert þessi óvissa sem var í smátíma fyrir nkkrum árum.  Tímasetningin er því afleit hjá Tsiprasi og Syrisa til að fara í ofur-harkalegar aðgerðir til að þvinga eitthvað fram.

Hinsvegar er talsverð hætta á að það að hafna samningi og fara í greiðslufall og þrot geti haft verulega afleiðingar í Grikklandi og þær ekki til góðs.  Þar skiptir miklu máli að menn séu undirbúnir og hafi plan.  Svo er ekki að sjá og það vekur mörgum ugg fyrir Grikklands hönd.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2015 kl. 00:16

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Flott að lýðræðið fær að ráða, en einhverRa hluta vegna þá held ég að frú Markel er ekki ánægð með það fyrirkomulag. Enda er beint lýðræði litið fyrirlitningar augum á höfuðstöðvum ESB.

Það er ekki mikill munur á hvort Grikkir kjósa um að hætta í ESB og hætta með evruna, eða halda áfram í fjármála þrælabuðum ESB.

Grikkir horfa fram á tugi ára vandamál að leiðrétta fjármál landsins, en í það mínsta það verður gríska þjóðin sem velur hvor leiðin verður farin en ekki einhver þrýsti hópur í Brussel.

Guð blessi og hjálpi Grikklandi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.6.2015 kl. 02:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Grikkir hafa fengið lánaða peninga að þeirra eigin ósk og því ekki verið að kreista út úr þeim meiri fjármuni.

Og allir þurfa að uppfylla skilyrði fyrir lánveitingum.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:16

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla, fyrr en við sjáum hana.

Ef við sjáum þjóðaratkvæðagreiðslu, verður búið að gera Plan B.

Hvort það plan virkar, kemur í ljós.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2015 kl. 03:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.2.2015:

"Greece owes a lot of money. The debt is 176 percent of its gross domestic product, a high figure but not the worst in the world.

Debt service now takes costs a little over four percent of GDP per year, though some calculate the cost to be just 2.2 percent when various sweeteners are considered."

Will Greece Default On Its Debt? - Forbes

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Graphic showing how much Greece owes to whom

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem skrifar:

18/10/2009 at 16:25 (UTC 0)

„Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir mikilvægt að menn átti sig á því að jafnvel þótt Seðlabankinn beiti sér ekkert á gjaldeyrismarkaði til að hemja gengi krónunnar þurfi þjóðarbúið að verða sér úti um stór erlend lán til að geta staðið við skuldbindingar sínar á næstu árum.

Auk þess þurfi að endurfjármagna lánin. Hann segir lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum vera hagstæðustu fjármögnun sem íslenska ríkinu stendur til boða.

Of dýrar lántökur ríkisins myndu bitna hart á fyrirtækjum í landinu og þá einkum og sérílagi orkufyrirtækjunum.

Nú sé brýnast að menn átti sig á því hvaða lán séu hagstæðust í þessum tilgangi.

Litháen hafi til að mynda brugðið á það ráð að gefa út skuldabréf á alþjóðlegum markaði.

Litháar [sem þá voru ekki á evrusvæðinu] þurfi að greiða hátt verð fyrir þá lántöku eða um 8% í vexti.

Ef þessi leið yrði farin hér á landi þyrfti Ísland að greiða hærri vexti, eða um 10%.

Friðrik bendir á að vextir af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum séu mun lægri, eða um 3%.“

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:24

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á evrusvæðinu búa nú um 337 milljónir manna í nítján ríkjum, um 17 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum.

Í Grikklandi búa hins vegar einungis um 11 milljónir manna, 3% af íbúum evrusvæðisins, en í Evrópusambandsríkjunum 28 búa nú um 507 milljónir manna, þar af 66% í evruríkjunum.

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:26

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:31

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:35

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:37

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi var meira atvinnuleysi, 5,5%, í apríl síðastliðnum en í Þýskalandi, 4,7%, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, þar sem íbúar eru um 81 milljón.

Hins vegar búa einungis um 329 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:39

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:39

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:40

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:

"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:41

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart of average age of first pension payment in European countries

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:42

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart showing average weekly working hours in selected EU countries

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:43

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:44

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."

Purchasing Power Parity (PPP)

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:45

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:46

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:47

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árið 2014: Alls 760.

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.

Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:48

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:51

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%.

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:54

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:57

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:58

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 03:59

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002


Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:00

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:01

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:02

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:03

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:03

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

Reglugerð nr.
1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:05

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:06

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:13

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:14

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:20

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:20

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:21

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

konnunmmr_1262484.jpg

Þorsteinn Briem, 28.6.2015 kl. 04:33

48 identicon

Er einhver grundvallarmunur á fjárhags og skuldavanda lands, sveitarstjórnar eða einstaklings?

Á ekki alltaf að horfa á fjármagnsFLÆÐIÐ þegar staðan er metin

Grímur (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 08:24

49 Smámynd: Már Elíson

Miðað við viðbjóðinn hjá ritsóðanum hér að ofan, kallaður St.Breim, þá ættum við að halda Actavis í landi og láta moka enn fleiri töflum ofan í þennan fábjána sem enn ræðst í að eyðileggja alla stemmningu á þessu fína bloggi hans Ómars. - Það sjá allir, að eftir því sem viðbjóðurinn lengist í endann, þá eykst ringulreiðin í hausnum á honum og hann yfirleitt kominn út í skurð og í engum takt við málefnið. - Hann hefur í raun ekkert að segja, endurtekur sig og coperar sín eigin stolnu upplýsingar....Greyið....Þvílík vesælmennska og veikindi. 

Már Elíson, 30.6.2015 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband