Sumarið pakkfullt af viðburðum.

Sú var tíðin að lítið var um að vera á landsbyggðinni á sumrin, sem voru stutt, rétt eins og æ siðan. 

Þrjár hátíðir, hvítasunnuhelgin, Sjómannadagurinn og 17. júní buðu upp á skemmtidagskrár og tilbreytingu snemmsumars, en veðrið lék stórt hlutverk, einkum um hvítasunnuhelgina, þegar boðið var upp á útileguhátíðir, sem voru yfirleitt haldnar of snemma sumars.

Á sjötta áratugnum færðust héraðsmót flokkanna, einkum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, í aukana og voru haldnar innanhúss í æ fleiri nýjum félagsheimilum landsins með skemmtidagskrá milli klukkan 9 og 11 á kvöldin, en dansleik á eftir.

Um verslunamannahelgina héldu stórar útihátíðir uppi fjörinu.

Á árunum 1972 til 1986 tók Sumargleðin við af héraðsmótum flokkanna, byrjaði seint í júní og stóð fram í september með um það bil 30 samkomum með formúlunni tveggja tíma skemmtun og ball á eftir.

Síðustu ár Sumargleðinnar hélt hún skemmtanir í Reykjavík fram eftir hausti.

Hún  leið undir lok vegna breyttra þjóðfélagshátta þegar stórbætt vegakerfi, sólarlandaferðir og myndbandabylting sköpuðu ný skilyrði.

Tími sveitaballanna hélt áfram í nokkur ár, en síðan kom nokkurs konar frjálslegt millibilsástand fram yfir aldamót.

Sjómannadagurinn, 17. júní og verslunarmannahelgin héldu þó sínu.

En þörfin fyrir viðburði og tilbreytingu var áfram og á síðustu árum hefur orðið til alveg nýtt mynstur bæjarhátíða, sem er nú búið að stútfylla hið stutta íslenska sumar.

Lummudagarnir á Sauðárkróki eru ágætt dæmi um það þegar fundin er upp ákveðin ástæða eða "konsept" til þess að búa til fjölsótta viðburði um allt land hverja einustu helgi sumarsins, allt frá Suðurnesjum austur á Borgarfjörð eystri.

Þær sýna, að með hugkvæmni og útsjónarsemi má búa til fyrirtaks grunn fyrir það að fjölmenni komi í heimsókn til bæja og þorpa, jafnvel tugþúsundir eins og á Fiskidögunum á Dalvík.

Sumarið er sá árstími hér á landi þegar fjölmiðlarnir glíma við fyrirbærið fréttafæð, sem stundum er kallað gúrkutíð.

Ótal stórar og smáar hátíðir um allt land hafa létt áhyggjum af fjölmiðlafólki vegna gúrkutíðar á sumrin, þótt það sé í raun engin frétt að haldnar séu árlegar og árvissar samkomur um allt land.

Hátíðirnar gegna nú orðið ekki aðeins mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu heldur geta þær líka gert Íslandsdvalir sífjölgandi erlendra ferðamanna skemmtilegri og eftirminnilegri.    


mbl.is Fullur bær á Lummudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mjög líklegt er að erlend fyrirtæki fái stóraukinn áhuga á að taka hér þátt í verslun og iðnaði ef við verðum með evru í stað íslensku krónunnar, þar sem gengi hennar hefur sveiflast gríðarlega miðað við evruna.

Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tekur upp evru nú um áramótin.


Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur. Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.


Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík.


Fjarlægðin á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu er í flestum tilfellum ekkert vandamál varðandi sölu á evrópskum matvælum hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stöðugir og miklir flutningar eru á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu.


Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð við framleiðsluna.


Og Bónus er hér með sama vöruverð á öllu landinu.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 5.7.2015 kl. 22:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings.

Verð á vörum frá Evrópusambandsríkjunum gæti því lækkað um allt að 25%, segir Eva Heiða Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum, en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 5.7.2015 kl. 23:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem kenna sífellt öðrum um ófarir sínar læra ekkert af reynslunni.

Vestur-Þjóðverjar og Japanir lærðu af Seinni heimsstyrjöldinni, þar sem allt var í rúst hjá þeim eftir styrjöldina, og voru fljótir að byggja aftur upp sín lönd með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra, eins og Rússar gera nú við mikla hrifningu Ómars Ragnarssonar.

Þorsteinn Briem, 6.7.2015 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband