Ómetanleg kona og yndisleg kvöldstund.

Kvöldstundin á Arnarhóli núna áðan var einstök. Læt hér fylgja með tvær myndir sem ég tók í kvöldblíðunni. Vigdís, 28.6.15

Þarna var hægt að standa á skyrtunni ef svo bar undir og halda á vestinu í hendinni innan um fólk, sem komið var þangað þúsundum saman til að halda hátíð í tilefni af 35 ára afmæli þess að þjóðin varð sú fyrsta í heiminum til að kjósa sér á lýðræðislegan hátt konu sem forseta. 

Enn ekki var síður verið að hylla Vigdísi Finnbogadóttur, þessa einstöku konu sem vann þetta afrek með hjálp þjóðar sinnar og hefur verið ómetanleg fyrir okkur. Vigdís 28.6.15. b

Ef veðrið var einstakt var dagskráin ekki síðri og naut sín vel í veðurblíðunni.

Þetta fór allt saman.  

Kvöldinu var svo sannarlega vel varið og þeir, sem stóðu að þessum hátíðarhöldum eiga þakkir skildar. 

Ekki síst þótti mér vænt um hvernig Vigdís talaði sérstaklega um einstæða náttúru viðerna hálendis Íslands og íslenska tungu sem okkur bæri skylda til að standa vörð um.

Og viturleg voru ummæli hennar að líta ekki á það sem kvöð þegar á brattann þarf að sækja, heldur sem ljúft verkefni og viðfangsefni.

Þrek og elja Vígdísar allt fram á þennnan dag hefur verið með eindæmum og fáir á hennar aldri sem geta státað af slíku. Vonandi megum við njóta hennar lengi enn og vera stolt af því sem þjóð að eiga slíka konu.   


mbl.is Þakkaði þjóðinni traustið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki var þátturinn þinn síðri í kvöld kæri Ómar ,,yfir og undir jökli" takk kærlega fyrir hann :D

Eybjörg Sigurpálsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband