"Enginn undir hálfri milljón."

Úrvalið á reiðhjólamarkaðnum er mikið ekkert síður en á bílamarkaðnum.  Ég þekki lítið til venjulegra reiðhjóla en veit, að hægt er að kaupa "reiðhjól með rafhjálp" fyrir allt niður í 140 þúsund kall. Raunar væri alveg eins hægt að segja "rafhjól með fótahjálp", því að hjólreiðamaðurinn notar fæturna til að framkalla rafknúið átak á hjólið.

Ég kom í reiðhjólaverslun í Hafnarfirði í dag og þar var heldur betur mikið úrval hjóla eins og í öðrum helstu reiðhjólaverslununum.

Ég var eingöngu að spá í rafknúin hjól og hjólin þarna voru öflugri en hjólið sem ég á og var metið nýtt á 250 þúsund kall, en þessi kostuðu tæpa hálfa milljón.Rafhjól í Subaru

Þarna voru afgreiðslumenn og viðskiptavinir og þegar ég spurði hvort nokkur keypti svona hjól fyrir hálfa milljón sögðu þeir einum rómi: "Enginn okkar er á hjóli sem kostar minna en hálfa milljón."

Rétt einsRafhjól í bíl og á bílamarkaðnum er gríðarlegur munur á hönnun, getu og útbúnaði hjólanna.

Síðan bætist við ekki neitt smá úrval af alls kyns aukabúnaði og aukahlutum, sem getur spólað verðið upp um hundruð þúsunda fyrr en varir.

Þarna var á boðstólum öflugt, dýrt en handhægt rafhjól, sem nýtur þess að vera með aðeins 20 tommu hjól í stað 26 tommu.

Það getur munað um það ef fara á í blandað ferðalag þar sem hjólið er haft í bílnum eða utan á honum eða ofan á honum hluta leiðarinnar.

Það myndi koma sér vel fyrir mig að hafa hjólið mitt aðeins styttra, því að með það um borð, er aðeins hægt að sitja í ökumannssæti bílsins.

 Myndirnar eru tvær, því að eftir á sá ég eð neðri myndin mætti vera betri og setti því hina efri inn líka. 

Það hefur orðið bylting í hjólastígum síðan ég hjólaði smávegis fyrir 15 árum, en samt mættu þeir vera ögn sléttari víða. 

Þar sem þeir eru steinsteyptir eru þeir sums staðar ansi ósléttir. 


mbl.is Dýrari reiðhjól orðin að raunhæfara samgöngutæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir að fá þér dráttarkúlu á bílinn, en það er hægt að fá svona brakket sem er smellt á kúluna og þá getur þú hengt hjólið á það. Ég var að koma úr 50 km hjólatúr í Reykjavík og bara á vöðvaaflinu einu saman. Hjólaði með sjónum upp á mislæga hringtorgið við Tungumela og aftur heim í vesturbæinn.cool

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 21:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þessa ábendingu, Rafn. Ég myndi reyndar setja dráttarkúluna á gamlan fornbíl, Suzuki Fox, sem ég á, eða nota dráttarkúluna, sem er á öðrum gömlum Fox, sem ég á líka. 

Ómar Ragnarsson, 30.6.2015 kl. 00:22

3 identicon

Ómar hefur þú nokkurntíman átt nýjan  eða nýlegan bíl?

Jon (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband