Sundruð þjóð?

Allt frá lokum Seinni heimsstyrjaldar hafa blossað upp í átök í Grikklandi. Í kjölfar stríðsins hófst borgarastyrjöld þegar kommúnistar reyndu að ná þar völdum líkt og gerðist norðar í austurhluta Evrópu. 

En Stalín og Churchill höfðu samið um það að Grikkland lenti á áhrifasvæði Breta, Búlgaría, Ungverjaland, Tékkóslóvakía, Austur-Þýskaland og Pólland á áhrifasvæði Sovétmanna, en Júgóslavía og Austurríki yrðu á mörkunum og hlutlaus.

Stalín stóð við sitt og kommúnistar töpuðu í Grikklandi.

Klofningur var þó áfram og herforingjar tóku síðar einræðisvöld á árunum 1967-74.

Lýðræðisöflum tókst að varpa herforingjum af sér og síðan gekk Grikkland í ESB árið 1981.

Nú verður athyglisvert að sjá hvað gerist í ólgusjó viðburða þessara daga.

Þjóðin virðist klofin. Að minnsta kosti sýnast flokkadrættir í uppsiglingu. Það er ekki nýtt í þessu landi, þar sem er vagga lýðræðisins.  

Samt liggur fyrir að svipað óréttlæti er í gangi varðandi rukkun á skuldum og hefur verið í gangi um allan heim. Í stað þess að lánardrottnar taki áhættuna af lánum til jafns við skuldara er allt regluverk fjármálakerfis heimsins á þá lund að það verði að skuldararnir einir verði að taka á sig tjónið, sem forsendubrestur eða önnur atvik geta valdið þegar greiðslugeta bregst.

Víst fóru Grikkir ógætilega í fjármálum sínum þegar hið alþjóðlega fjármálakerfi blés upp falska dýrðarmynd af gulli og grænum skógum lánveitinga langt umfram greiðslugetu skuldaranna.

En fjármálastofnanirnar áttu sjálfar mestan þátt í bólunni, annars hefði hún aldrei orðið svona stór og þeir aldrei veitt þessi stóru lán.

Þess vegna verða báðir aðilar málsins að viðurkenna sameiginlega ábyrgð og leysa málið í samræmi við það.  


mbl.is Skuldahlutfallið 118% árið 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rétt hjá þér Ómar en ekki má gleymast að fjármálastofnanirnar búa til peninga úr engu og lána svo fólki

https://www.youtube.com/watch?v=R8f826BX6po

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.7.2015 kl. 09:15

2 identicon

hver skildi eiga Íslensku bankanna

https://www.youtube.com/watch?v=S4ZcUmM_yAk

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.7.2015 kl. 09:28

3 identicon

Það er búið að afskrifa 75% af skuldum Grikkja við fjármálastofnanir. Núverandi skuldir eru fyrst og fremst skuldir við ESB og AGS sem eru hluti af björgunarpakka. Skv lögum ESB er óheimilt að afskrifa slíkar skuldir. AGS hefur aldrei afskrifað slíkar skuldir hjá vestrænu ríki.

Þó að skuldir Grikkja séu háar sem hlutfall af landsframleiðslu endurspegla þær engan veginn greiðslubyrðina vegna þess að þær bera mjög lága vexti. Það hefur komið fram að vaxtabyrðin sé 2.6% af landsframleiðslu sem er miklu minna en hjá okkur.

Miðað við vaxtabyrðina ætti að nægja að lengja lánstímann. En til að tryggja lausn á vandanum til frambúðar er nauðsynlegt að minnka verulega spillinguna. Því er td haldið fram að meðalgrikkinn hafi í tekjur yfir 90% meira en hann telur fram. Það gengur ekki til lengdar að aðrar ESB-þjóðir fjármagni spillinguna í Grikklandi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.7.2015 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband