Miskunnarleysi auðræðisins, alþjóðlegur grískur harmleikur.

Sú lenska að skipta stjórnarfari i heiminum í stórum dráttum í lýðræði annars vegar og alræði/einræði hins vegar, gengur alveg fram hjá þriðja ræðinu, sem er kannski voldugast þegar öllu er á botninn hvolft.

En það er auðræðið, veldi alþjóðlegra stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og stofnana sem drottnar jafnt í lýðræðisríkjum sem alræðisríkjum, jafnt í Svíþjóð og í Kína, svo að dæmi sé tekið um tvö ólík þjóðfélög, þar sem auðræðið hefur í krafti fjármagns gert alræðisríkinu kleyft að seilast til valda í lýðræðisríkinu.

Almenn fjármál eru að vísu yfirleitt heiðarleg og nauðsynlegt form á samskiptum fólks. Og mörg dæmi eru um auðugt fólk og fyrirtæki sem vilja láta gott af sér leiða og verða að gagni.

En það verður ekki litið fram hjá því að siðblint auðræði er miskunnarlaust og leitar síns eigin, gagnstætt kærleikanum, sem ekki leitar síns eigin. Og stærð og umfang þess háttar auðræðis er ein helsta ógnin við mannkynið, því að það rígheldur í rányrkju á auðlindum jarðar og aðgerðarleysi gagnvart þeirri vá, sem af þeirri rányrkju leiðir.

Þessa dagana fjalla fréttirnar um það hvernig  auðræðið er á ferli í Skagabyggð og Grikklandi.

Auðræðið krefst þess að fá að reisa gagnaver nálægt Keflavíkurflugvelli, en hafnar því að reisa það við Blönduós.  Afleiðingin verður sú að veikgeðja stjórnmálamenn hjá ríki og sveitarfélögum þrýsta á að við Blönduós rísi kínverskt álver, sem er langversta nýting og bruðl með dýrmæta orku Íslands sem hugsanleg er.

Svipað gerðist 2008 þegar sagt var að 99,9% líkur væri á því að í Vesturbyggð yrði byggð risavaxin rússnesk olíuhreinsistöð.

Auðræðið í sinni verstu mynd á alltaf auðvelt með að finna samstarfsaðila með svipað hugarfar innan ríkja og sveitarfélaga. Og alltof auðvelt með að blekkja almenning til að dansa í kringum gullkálfinn. 

Auðræðið drottnar í gegnum ríkisstjórnir og þjóðabandalög og er slétt sama um það þótt siðlaust ofurveldi þess fái að eyðileggja einstæð náttúruverðmmæti Íslands og flá litla þjóð eins og Grikki í stað þess að rýja hana, svo að tekin sé samlíking úr sauðfjárbúskap.

 


mbl.is Sakar lánardrottna um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru ólíkar týpur, Yanis Varoufakis og landstjórinn Steingrímur J. Sigfússon.  Eins og svart og hvítt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.7.2015 kl. 14:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn á krossinum:

"Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í kaupfélaginu á Sauðárkróki."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 14:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Höfundur útlistar hér einmitt mikilvægustu ástæður þess að Íslandi sé mun betur borgið utan ESB, sem er sú staðreynd að þrátt fyrir allar tilraunir til að draga upp jákvæða ímynd þá er gríman nú fallin og við blasir grimmileg auðvaldsstofnun sem tekur hagsmuni kröfuhafa fram yfir almennings.

Takk fyrir þetta Ómar.

Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2015 kl. 14:45

4 identicon

Þetta hefur nú reyndar alltaf blasað við en vinstri menn haldið áfram að troðast inn í klúbbinn eftir sem áður.  Blindir fá sýn.  Ennþá gerast kraftaverkin.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.7.2015 kl. 14:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikill meirihluti Grikkja vill vera í Evrópusambandinu og með evru sem sinn gjaldmiðil.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 15:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki er Ísland í raun í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 15:31

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópskir skattgreiðendur ("Auðræðið"):

null

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 15:37

10 identicon

Af einhverjum ástæðum, þá þegir þessi "alþjóðlega fjármálamafía" hans Ómars.
Það gerir hinsvegar ekki þessi þýska ESB mafía. Hún ætlar að fá peningana sem hún lánaði, úr lánasafni sem ætlað er til að ná stjórn á ríkjum eins og Grikklandi. Sú lánastarfsemi hefur tekist bærilega. Sambland af mútum og lánum hafa gert suma Grikki þæga og undirgefna, aðra ekki.

Þjóðverjar hafa lært þá lexíu, að senda ekki skriðdreka, heldur asna klyfjaða gulli. Það dugar ekki í þetta skiptið, því það eru komnir nýjir herrar í Grikklandi, og þeir fengu ekkert af gullinu af asnanum. Þjóðverjar hafa því tvær leiðir, senda nýjan asna, sem er dýrt, eða hóta Grikkjum fjárhagslegum örkumlum ef þeir halda ekki áfram að vera þægir og undirgefnir. Grísk nýlenda hins þýskættaða ESB á ekki að komast upp með múður.

Svo er það þessi munur á "alþjóðlegri fjármálamafíu" og hinni þýskættuðu ESB mafíu, sú fyrri á það til að skapa störf. Sú seinni að eyða þeim í nýlendunum, og flytja þau til Þýskalands. Þau störf sem eftir eftir eru í nýlendunum eru unnin af þrælum Þjóðverja, sem eru í ósýnilegum hlekkjum. Ef þeir eru með múður, þá er nóg til af atvinnulausum þrælum, sem eru tilbúnir til að taka við störfunum.

Sú skemmtilega staða kann að koma upp, að Þjóðverjar sjái sig nauðbeygða til að senda landstjóra til Grikklands. Og hver er þá betri en okkar eigin Steingrímur J Sigfússon, sem vann gott starf í þágu ESB?
Sökum þess, að Íslendingar eru fjálsir og óháðir, missti Steingrímur ESB starfið á Íslandi, og hefur verið lækkaður í tign, niður í valdalausa loftblöðru sem ekki þagnar á Alþingi.

Við getum því óbeint grætt á óförum Grikkja, að losna við leiðindagarm. Það myndi þó auka á óhamingju Grikkja.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.7.2015 kl. 16:36

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert ríki er óháð öðrum ríkjum.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:41

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Total Government Gross Debt (% of GDP) in Year 2013:

Japan 245,4%,

Bandaríkin 108,1%.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:42

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.2.2015:

"Greece owes a lot of money. The debt is 176 percent of its gross domestic product, a high figure but not the worst in the world.

Debt service now takes costs a little over four percent of GDP per year, though some calculate the cost to be just 2.2 percent when various sweeteners are considered."

Will Greece Default On Its Debt? - Forbes

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:43

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:47

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:

"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:48

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.4.2015:

"Þrátt fyrir gildistöku fríverslunarsamnings Íslands við Kína um mitt síðasta ár dróst útflutningur þangað saman um tæpan þriðjung milli áranna 2013 og 2014."

Um þriðjungi minni útflutningur héðan frá Íslandi til Kína þrátt fyrir fríverslunarsamning

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:50

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.

Lífskjör hér á Íslandi myndu einfaldlega hrynja strax ef við Íslendingar gætum ekki lengur selt sjávarafurðir til Evrópusambandsríkjanna og þar að auki greiða þau hæsta verðið fyrir íslenskar sávarafurðir.

Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Og við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu.

Afli íslenskra skipa og Evrópusambandsríkjanna árið 2005

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:51

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:52

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einungis 3,9% af öllum vöruútflutningi okkar Íslendinga fór til Bandaríkjanna árið 2009, 2,3% til Kína en 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:53

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ál sem framleitt er hér á Íslandi er selt til Evrópusambandsríkjanna og til að mynda notað þar í bíla sem meðal annars eru seldir til Kína.

Ál og kísiljárn er selt héðan nær eingöngu til Evrópska efnahagssvæðisins og við Íslendingar ráðum engu um það, þar sem framleiðslan hér er í erlendum verksmiðjum.

Flestir erlendir ferðamenn sem dvelja hér á Íslandi koma frá Norður-Evrópu og langflestir Íslendingar í námi erlendis stunda þar nám, auk þess sem við Íslendingar ferðumst aðallega til Evrópu.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:54

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á evrusvæðinu búa nú um 337 milljónir manna í nítján ríkjum, um 17 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum.

Í Grikklandi búa hins vegar einungis um 11 milljónir manna, 3% af íbúum evrusvæðisins, en í Evrópusambandsríkjunum 28 búa nú um 507 milljónir manna, þar af 66% í evruríkjunum.

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 16:59

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem skrifar:

18/10/2009 at 16:25 (UTC 0)

„Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir mikilvægt að menn átti sig á því að jafnvel þótt Seðlabankinn beiti sér ekkert á gjaldeyrismarkaði til að hemja gengi krónunnar þurfi þjóðarbúið að verða sér úti um stór erlend lán til að geta staðið við skuldbindingar sínar á næstu árum.

Auk þess þurfi að endurfjármagna lánin. Hann segir lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum vera hagstæðustu fjármögnun sem íslenska ríkinu stendur til boða.

Of dýrar lántökur ríkisins myndu bitna hart á fyrirtækjum í landinu og þá einkum og sérílagi orkufyrirtækjunum.

Nú sé brýnast að menn átti sig á því hvaða lán séu hagstæðust í þessum tilgangi.

Litháen hafi til að mynda brugðið á það ráð að gefa út skuldabréf á alþjóðlegum markaði.

Litháar [sem þá voru ekki á evrusvæðinu] þurfi að greiða hátt verð fyrir þá lántöku eða um 8% í vexti.

Ef þessi leið yrði farin hér á landi þyrfti Ísland að greiða hærri vexti, eða um 10%.

Friðrik bendir á að vextir af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum séu mun lægri, eða um 3%.“

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:01

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:02

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:03

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:05

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi var meira atvinnuleysi, 5,5%, í apríl síðastliðnum en í Þýskalandi, 4,7%, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, þar sem íbúar eru um 81 milljón.

Hins vegar búa einungis um 329 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:06

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árið 2014: Alls 760.

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.

Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:07

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:08

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:09

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:09

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."

Purchasing Power Parity (PPP)

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:10

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart of average age of first pension payment in European countries

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:11

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart showing average weekly working hours in selected EU countries

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:12

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:

"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:13

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:14

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:15

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%.

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:15

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:17

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:17

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:18

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:19

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002


Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:20

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:20

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:22

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:22

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:23

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

Reglugerð nr.
1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:23

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 4.7.2015 kl. 17:24

55 identicon

Harmleikurinn felst einnig í því að ríki lifa um efni fram, vegna óvitra stjórnmálamanna og kjósenda sem láta spila með sig. En mesta tragedían felst í spillingunni, endalausri spillingu vegna græðgi og efnishyggju mannskepnunnar. Þetta þekkjum við mæta vel frá okkar litla skeri.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.7.2015 kl. 20:01

56 identicon

Gerald Celente - Trends In The News - "The Panic Is On!"

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1835843/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.7.2015 kl. 23:03

57 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér fyrir ofan skrifa sex manns athugasemdir við pistil minn. Ég hef alla tíð lagt mikið upp úr því að laða fram mismunandi skoðanir og upplýsingar sem tengjast pistlum mínum og fagna því að svo verði áfram. 

En af þessum sex pistlahöfundum skrifar einn þeirra 49 athugasemdir en hinir 7 samtals. Ég hef bent þeim, sem hafa kvartað yfir svona flóði á, að vilji menn ekki lesa þær, sé hægt að rúlla á nokkrum sekúndum yfir ahugasemdir Steina Briem, af því að þær eru auðþekktar vegna feita letursins. 

En það þýðir ekki að það sé til gagns að fjölga athugasemdunun sífellt uns komið er upp í svo mikinn fjölda, að annað eins þekkist hvergi.

Sumar af athugasemdunum hafa sést aftur og aftur óbreyttar svo tugum skipti og æ fleiri þeirra koma málinu ekkert við. 

Steini minn, þú hefur oft sent bráðskemmtilegar athugasemdir inn í skemmtilegu bundnu og óbundnu máli og ég vil ekki missa af því. 

En með svona yfirgengilegu magni ertu að gera sjálfum þér ógagn og fæla fólk frá að lesa ýmislegt frá þér sem er málefnalegt og gagnlegt, af því að það drukknar stundum í flóði af copypaste athugasemdum sem birtast aftur og aftur. 

Ég hef sýnt mikla þolinmæði og varið þig fyrir skítkasti en bið þig að reyna að draga úr þessu mikla magni, sem ég veit ekki til að neinn annar bloggsíðuhafi hafi leyft á síðu sinni. 

Þú hlýtur að geta vinsað úr hæfilega mikið, sem fyrir bragðið verður miklu frekar lesið. Með vinsemd og virðingu.  

Ómar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 01:26

58 identicon

Jæja. Svo má brýna deigt járn að bíti.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 08:59

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mjög líklegt er að erlend fyrirtæki fái stóraukinn áhuga á að taka þátt í verslun og iðnaði hér á Íslandi ef við verðum með evru í stað íslensku krónunnar, þar sem gengi hennar hefur sveiflast gríðarlega miðað við evruna.

Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tekur upp evru nú um áramótin.

Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur. Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.

Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík.

Fjarlægðin á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu er í flestum tilfellum ekkert vandamál varðandi sölu á evrópskum matvælum hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stöðugir og miklir flutningar eru á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu.

Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér á Íslandi og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð við framleiðsluna.

Og Bónus er hér með sama vöruverð á öllu landinu.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 5.7.2015 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband