Gríðarlegt tjón er staðreynd. Hver borgar?

Hið gríðarmikla tjón vegna efnahagsástandsins í Grikklandi verður einhver að borga. En allir færast undan því og aðildarþjóðir utan evrusambandsins eru eðlilega tregastar í taumi. 

Íbúar ESB utan Grikklands eru 98% af heildarmannfjölda sambandsins en íbúar Grikklands aðeins 2%.

Ef fjárhæðinni vegna vandans yrði skipt milli allra aðildarríkjanna í hlutfalli við mannfjölda væri von fyrir Grikki að komast út úr honum.

En þannig er það einfaldlega ekki, heldur er Grikkjum ætlað að taka á sig óheyrilegar kvaðir.

Nú má heyra á talsmönnum einstakra aðildarríkja að hver þeirra um sig vill ekki gera það sem til þarf til þess að Grikkir geti til frambúðar risið úr öskustónni.

Sú var tíð að Bretar voru bestu vinir Grikkja, sendu herlið til að hjálpa þeim þegar nasistar réðust á þá 1941 og studdu þá til þess að lenda undir járnhæl Stalíns í stríðslok.

En nú er öldin önnur þegar fjármálaráðherra Breta hafnar því að breskir skattborgarar láti fél í hjálp handa Grikkjum.

Hjálp Breta 1941 var aðeins vegna stórveldishagmuna þeirra og sama gilti í stríðslok.

Marshallaðstoð Bandaríkjamanna eftir Heimsstyrjöldina til handa þjóðunum í Evrópu sem báru ábyrgð á óheyrilegu tjóni styrjaldarnnar var óvenjulegt og sýnt var mikið örlæti en raunveruleg aðalástæða voru stórveldishagsmunir Bandaríkjamanna sem urðu að efla mótstöðu Vestur-Evrópuríkja gegn Sovétríkjunum.

Bretar standa utan evrusamstarfsins og sjá enga valdapólitíska ástæðu til að hjálpa Grikkjum.

Hver hugsar um sig og horfir skammt.     


mbl.is Vill ekki að breskt skattfé renni til Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"But even Yanis Varoufakis, Greece's firebrand finance minister who advocates standing up to the European Union's demands, said the idea that Greece could default and emulate Argentina was "profoundly wrong," as he put it in a recent blog post - a point he reiterated when we spoke a few weeks ago."

Þorsteinn Briem, 14.7.2015 kl. 13:17

2 identicon

Studdu Bretar Stalín eða Grikkland

Sú var tíð að Bretar voru bestu vinir Grikkja, sendu herlið til að hjálpa þeim þegar nasistar réðust á þá 1941 og studdu þá til þess að lenda undir járnhæl Stalíns í stríðslok.

hallo (IP-tala skráð) 15.7.2015 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband