Og allt í fína lagi?

Fréttin hér á mbl.is um ástandið á húsaleigumarkaðnum er þess eðlis, að það verður að lesa hverja setningu með athygli. 

Fram að þessu hafa margir yppt öxlum yfir þessu ástandi og bara sagt að markaðurinn sjálfur verði að ráða fram úr máli, sem sé ekkert til að fara á límingunum yfir. 

Leigutakar eru auk þess minnilhluti í þjóðfélaginu sem öðrum hópum virðist skítsama um. 

Þegar "forsendubresturinn" margumtalaði var leiðréttur sátu leigjendur og aðrir minnihlutahópar eftir þótt þessi sami forsendubrestur hefði skilað sér niður til þeirra í gegnum húsnæðiseigendur í formi snarhækkaðs leiguverðs. 

Við má bæta, að húsaleigubætur miðast við svo lágar tekjur, að þúsundir fólks, sem ekki hefur lengur ráð á að leigja húsnæði, situr á hakanum. 

Slæmt ástand fer síversnandi og það blasir við að það mun halda áfram að versna. 

Á að trúa því að það sé bara í fína lagi að þetta stefni í þessa átt? 

Að þeir sem þurfa að leigja húsnæði megi bara éta það sem úti frýs í bókstaflegri merkingu? 

 


mbl.is Slegist um íbúðir til leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

á markaðurin að ráða íbúðarlánasjóður átti nokkur þúsund íbúðr sem hefðihefði mátt leigja út. það mátti ekki vegna þess að þá kæmist óstöðugleiki á leigumarkaði. þetað var pólutísk aðgerð sem bæti ekki hag leigenda. ef markaður á að ráða á þð líka að ganga yfir íbúðarlánasjóð. hvað skildi sjóðurin hafa tapað miklu vegna þess að pólutíkin vildi hafa óbreit ástand. hvað menn grædu á því veit ég ekki  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 08:06

2 identicon

FFerdamennskubrjalaedid setuvtennann markad a hvolf eins og allt annad. Ibud sem leigd var a 80 tusund manudurinn er nu leigd 1100 kr nottin sinnum 3 hergpbergi .Tessi villimennska og gullaedi i ferdamennskunni verdur naesta hvolsteipa.

karl (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 08:09

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara eins og annað hjá framsóknarmönnum.  Barið á alþýðu manna en elítunni og auðmönnum hyglað á allan hátt.

Framsóknarmönnum í samstarfi við sjallabjálfana er að takast að eyðileggja þetta land endanlega.  Rústa því barasta.

Eigi er eg hissa á að menn reyni að forða sér undan þessari öfgastjórn hver sem betur getur.  Enda flýr fólk þetta í stórum stíl.  Flýr til ESB landa, aðallega eðatil landa með miklu mun sterkari grunn og sinnir miklu miklu mun betur almannahag ss. Noregur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.7.2015 kl. 08:23

4 identicon

Dagur og Samfylkingin lofaði að byggja 3-4000 leiguíbúðir.
Veit einhver hvar þessar íbúðir eru?

Kannski þeir hafi bara gleymt þessu?
Ekki getur verið, að Samfylkingarfólk svíki kosningaloforð?

Hilmar (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 08:33

5 identicon

Það verður aldeilis munur þegar rándýru íbúðirnar hans Dags líta dagsins ljós í Vatnsmýrinni.  Leigjendur geta náttúrulega bara étið sinn skít.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 10:41

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er til borðleggjandi lausn á þessu vandamáli.

Hún er sú að afnema verðtryggingu neytendasamninga.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2015 kl. 11:38

7 identicon

Smá klippa úr 30 ára gömlum Þjóðvilja.

Vagn (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 12:41

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur alltaf verið slegist um íbúðir til leigu í Reykjavík vegna áherslu á að fólk eigi sjálft þær íbúðir sem það býr í hér á Íslandi.

Í boði Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 13:21

9 identicon

Spurningin hér á landi er: Hvenær ætlar ríkið að setja skattfé almennings í að niðurgreiða leigumarkaðinn í stórum stíl eins og gert er á hinum norðurlöndunum? Hvenær hækka húsaleigubætur og hvenær verður leigusala skattfrjáls og gjaldalaus? Og er það það sem við viljum?

Davíð12 (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 14:14

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hélt að ríkið greiddi bætur til þeirra sem eiga íbúðarhúsnæði hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 14:26

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dæmi frá árinu 1998:

Eigandi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík auglýsti húsnæðið til leigu en eftir að um eitt hundrað manns höfðu hringt á nokkrum klukkutímum til að spyrjast fyrir um húsnæðið tók eigandinn símann úr sambandi.

Sjálfstæðisflokkurinn er gullfiskur með Alzheimer.

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 14:34

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

Á fyrri hluta árs­ins fluttu 1.140 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins en frá land­inu. Með þeirri viðbót hafa alls 5.264 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar flutt til lands­ins en frá land­inu frá árs­byrj­un 2012.

Þró­un­in er þver­öfug hjá ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um. Á fyrri hluta árs­ins voru brott­flutt­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar um­fram aðflutta alls 490 og sam­tals 2.222 frá árs­byrj­un 2012.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta
árið 2014: Alls 760.

Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.

Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 14:54

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.4.2012:

"Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað.

Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi.

Húsnæðiskostnaður var rúmlega 18% ráðstöfunartekna hjá Íslendingum árið 2011.

Leigjendur húsnæðis greiddu hærra hlutfall ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað en eigendur.


Hlutfall fólks sem glímdi við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað árið 2010 var lægra í 18 Evrópuríkjum en á Íslandi."

Ráðstöfunartekjur
og húsnæðiskostnaður árið 2011 - Hagstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 15:15

14 identicon

En Dagur Bjé ætlaði að redda þessu!

Við vitum náttúrulega, að Dagur er svolítið upptekinn af druslugöngum, Gaypride göngum, Keflavíkurgöngum, pönnukökubakstri á menningarfylleríshátíðinni og öðrum bráðnauðsynlegum menningarviðburðum vinstrimanna, milli þess að ásaka ríkisstjórnina fyrir svik á kosningaloforðum, en það væri kannski hægt að skjóta inn svona einum og einum vinnudegi til að byggja þessar íbúðir?

En íbúðaskortur, okurleigur og hótelbyggingabrask er víst það eina sem eftir stendur af síðustu 20 árum í Reykjavík, undir stjórn krata.

Með öðrum orðum, Reykvíkingar geta bara sjálfum sér um kennt. Þeir kusuð þessa bjána.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 16:03

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bygging nýrra hótela og íbúða í Reykjavík er ástæðan fyrir því að þar er nú ekki atvinnuleysi í byggingariðnaðinum.

Íslenskir iðnaðarmenn fluttu héðan frá Íslandi til útlanda í stórum stíl eftir Hrunið hér haustið 2008, sem var í boði Sjálfstæðisflokksins.

Og meira en nokkra mánuði tekur að byggja hér nýjar íbúðir.

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 16:34

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 29.1.2015:

"Mikil uppbygging framundan á Kirkjusandsreit:"

"Um helmingur byggingarmagns verður atvinnuhúsnæði, skrifstofur og þjónusta en við gerum ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu og Reykjavíkurborg mun ráðstafa um 180 af þeim, meðal annars til eflingar leigumarkaðar."

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 16:40

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 29.1.2015:

"Um miðjan október á síðasta ári skrifaði ég ykkur um það að hugmyndasamkeppni um RÚV-lóðina í Efstaleiti væri í undirbúningi.

Nú eru samningar um það í höfn ásamt tveimur öðrum sem við samþykktum í borgarráði áðan.

Í fyrsta lagi gerðum við samkomulag um að 20% af byggingarrétti á svæðinu renni til Reykjavíkurborgar til uppbyggingar á leiguhúsnæði, stúdentaíbúðum eða búseturéttaríbúðum."

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 16:42

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.

Árið 2013 voru opnaðir stúdentagarðar, Sæmundargarðar, við Háskóla Íslands fyrir um 300 stúdenta og reistir verða stúdentagarðar á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar í nágrenni Háskólans í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 16:43

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn fimmtudag:

"Það er stefna Reykjavíkurborgar að auka framboð húsnæðis fyrir alla samfélagshópa í öllum hverfum borgarinnar.

Það er meðal markmiða að taka þátt í byggingu 400 nemendaíbúða, svo bygging stúdentagarða í Brautarholti er stórt skref að því marki."

Um 100 nýjar stúdentaíbúðir byggðar í Brautarholti í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 16:57

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýjar íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt:

Yfirlitsmynd

"Varðandi "fréttina" um bílakjallarann, þá verður hann á sínum fyrirhugaða stað með 213-218 stæðum. Íbúðir u.þ.b. 203."

"Kveðja, fulltrúar Einholts/Þverholts verkefnis."

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 17:07

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 17:11

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 17:13

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 17:19

25 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta ástand hefur verið við lýði síðan 2009. Það versnaði hratt þegar ferðamannastraumurinn ókst ár frá ári. Að sjálfsögðu áttu stjórnvöld að grípa strax inn í. En það var bara hugsað um að koma landinu inn í ESB og vandamál innanlands áttu bara að leysast sjálfkrafa þegar þeim áfanga var náð.Það ríkti algjört stjórnleysi á þessum árum og það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta ástand ef þessir vitleysingar í VG og Samfylkingu hefðu ekki verið við stjórn. 

Jósef Smári Ásmundsson, 29.7.2015 kl. 20:39

26 identicon

Undanfarin ár hafa vinstri/hægri stjórnir stýrt landsmálum og sveitarfélugunum á höfurðborgarsvæðinu og hverju sem um er að kenna vantar greinilega íbúðir á markaðinn.  Það er erfitt að sjá hverning á að leysa það meö öðrum hætti en að byggja einfaldlega meira.

Það myndi laga aðeins ástandið til skammst tíma að stoppa túristaleigu á íbúðarhúsnæði, en það er erfitt í framkvæmd og líklega ekki vilji til þess.

ls (IP-tala skráð) 30.7.2015 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband