"...hann faldi sig...."

Í tengslum við ferðamanninn í tegndri frétt á mbl.is, sem er "fundinn", má nefna þetta:

Fyrir 25 árum fór Sigurveig Jónsdóttir fréttamaður í kvikmyndatökuferð með hópi hestamanna norður Kjöl og var kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson ( Besti) með í ferðinni og tók myndir í gríð og ergi. 

Hópurinn lenti í niðaþoku eitt kvöldið á áningarstað og kom þá í ljós að einn hesturinn var ekki í gerðinu heldur hafði sloppið út. 

Var niðurstaðan sú að einhver þyrfti að fara og leita hans og varð Besti fyrir valinu, enda sá besti í það verkefni. 

Fór hann út í gerðið, lagði beisli á einn hestinn þar, og reið út í sortann til leitarinnar. 

Fljótlega fóru menn að verða áhyggjufullir út af því að nú væri hætta á því að Besti væri líka týndur og þar með ekki aðeins einn hestur, heldfur maður og tveir hestar. 

En um síðir kom Besti ríðandi til baka og urðu menn hissa, því að hann var á hestinum, sem saknað hafði verið og var þar af leiðandi "fundinn". 

En hvað hafði þá orðið um hinn hestinn, sem upphaflega var týndur? 

Jú, í ljós kom að hann hafði aldrei verið týndur, heldur var um misskilning að ræða og að Besti hafði fyrir tilviljun beislað "týnda" hestinn í gerðinu án þess að vita það að með því var hann ómeðvitaður að "finna" hestinn, sem hafði "horfið".

Besti er góður hagyrðingur, og þar sem hann sat nú á "týnda" hestinum kom umsvifalaust þessi staka:

 

Klárinn, sem ég er kominn á hér,

er sá klárasti sem ég þekki, - 

hann faldi sig milli fótanna´á mér

svo ég fann hann barasta ekki.  


mbl.is Ferðamaðurinn „fundinn“ og kominn á Mýrarboltann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband