Hvernig getur verið heiður að spila með mann?

Í fyrirsögn fréttar um Innipúkann í dag er sagt að hljómsveitarmennirnir í Amabadama hafi talið það heiður "að spila með Jakob Frímann." 

Ekki er hægt að sjá í fréttinni hvernig Jakob Frímann var plataður og hvernig var spilað með hann enda held ég að ólíklegt sé að Jakob láti spila með sig því hann er með klárari mönnum.

Í bláenda fréttarinnar kom síðan í ljós að það hefði verið gaman að spila með Jakobi Frímanni en það er allt önnur saga. 

Þetta minnir mig á íþróttafrétt hér um árið sem var með þessa fyrirsögn: "Boltinn sprakk og Fram vann." 

Þótt fréttin væri lesin vandlega og hún fræddi mann um öll helstu atriði leiksins, kom hvergi neitt fram um boltann, sem spilað var með, og þaðan af síður hvað boltinn kom því við að Fram vann.  

 


mbl.is Heiður að spila með Jakob Frímanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband