Úkraína með ólíka stöðu miðað við Eystrasaltslöndin.

Úkraína er næst stærsta land Evrópu, 600 þúsund ferkílómetrar, með 45 milljónir íbúa. Eystrasaltslöndin eru samanlagt næstum fjórum sinnum minni og íbúafjöldinn aðeins tíundi hluti af íbúafjölda Úkraínu.

Þetta sýnir hvað Úkraína og Krímskagi eru mikilvægari fyrir öryggishagsmuni Rússa en nokkurt annað land. 

Með því að taka fram þessar staðreyndir er ekkert verið að mæla stjórnarfari Putins bót, síður en svo.

En mat þjóða á öryggishagsmunum sínum fer ekkert eftir stjórnarfarinu, heldur köldu og sjálfhverfu mati ráðamanna þjóðanna.  

Ekki þarf annað en að líta á landakort til að sjá að lega Úkraínu er alveg sérstök gagnvart Rússlandi og þá sérstaklega Krímskagi, sem Rússar fórnuðu tugum þúsunda hermanna til að berjast um í Krímstríðinu og skaginn er álíka mikilvægur hernaðarlega fyrir Rússland og Florida fyrir Bandaríkin, enda var Krímskaginn rússneskt land fram yfir miðja síðustu öld.    


mbl.is Eigum ekki í prívat útistöðum við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Ómar.

Eina frímerkið sem Rússar eiga að Eystrasaltinu er í kringum Pétursborg. Ekki láta þér detta annað í hug en að þeir vilji breyta því.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.8.2015 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband