Besta verslunarmannahelgi allra tíma?

Spennandi verður að vita hvort þessi verslunarmannahelgi verður sú besta í manna minnum að öllu leyti.  

Ekki aðeins veðrið, sem hefur verið einstaklega gott ef undan er skilinn strekkingshvellurinn sem gekk yfir Vestfirði svo að fresta varð Mýrarboltanum um einn dag. 

Þessi helgi hefur þá sérstöðu að fréttafólk spyr og spyr ævinlega um vandræði og lögreglumál, eins og aðrar helgar sumarsins séu ekki líka með eitthvað slíkt. 

En minna virðist vera um slíkt nú en áður. 

Veðurspár bentu til að lægðin sem hefur sótt að landinu úr suðri og suðaustri myndi senda aukinn vind og úrkomu upp að suðausturströndinni. 

Hér á Hvolsvelli hefur ekkert slíkt verið að sjá til suðausturs. Blankalogn um allt undirlendið og Eyjarnar hreinar og fagrar. 

Í fyrramálið stendur til að fara í myndatökuflug yfir suðurhálendið og þó einkum Lakagígasvæðið og kannski verður bara þetta fínasta veður. 


mbl.is Fjallið, Ingó, Unnsteinn og Margeir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Morgunstund gefur gull í mund. Lognið og kyrrðin á morgnanna er eitt ævintýri sumarsins, þegar sólin er lágt á lofti og skuggar langir. Sumarfuglarnir nýta sér þessa dýrð og fara snemma morguns að leita fæðu í móa eða á vatni. Margir sofa af af sér þetta undur og vakna þegar vinds er tekið að gæta.

Allt sumarið hefur verið óvenju sólríkt á Suð-Vesturlandi og hver dýrðardagurinn á fætur öðrum. Að vakna í tjaldi við fuglasöng er ein upplifunin og góður kostur þegar allir gististaðir eru uppbókaðir. 

Sigurður Antonsson, 3.8.2015 kl. 07:37

2 identicon

Yfir 90 skýrslur ritaðar í Eyjum einum saman fyrir kvöldmat í gær. Mun vera sambærilegt við rúmlega viku skammt hjá lögreglunni í Sódóma Reykjavík,  Svo vantar uppá það sem ekki má víst tala um, kynferðisbrotin.  Þar ríkir alger þögn hjá bláum í eyjum.

Helgi Geirdal (IP-tala skráð) 3.8.2015 kl. 08:17

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kannski hefði fyrirsögnin á pistlinum átt að vera: Skásta verslunarmannahelgin?

Ómar Ragnarsson, 3.8.2015 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband