Drangaskörð eru ekki á Hornströndum.

Mér skilst að nú orðið geti börn farið í gegnum grunnskólanna án þess að læra neitt um sitt eigið land.

Stundum er svo að sjá sem þekkingarleysi um Ísland haldi áfram í gegnum langskólanám og að ekki sé einu sinni haft fyrir því að skoða kort eða gúggla til að sannreyna hlutina.  

Með tengdri frétt á mbl.is um Hornstrandir er birt mynd af Drangaskörðum í Strandasýslu og undir myndinni stendur "Hornstrandir". 

Það er einfaldlega rangt. Frá Drangaskörðum að mörkum Hornstranda og Strandasýslu eru 25 kílómetrar í beinni loftlínu. 

Að birta mynd af Drangaskörðum og segja að það séu Hornstrandir eru svona álíka og að birta mynd af Akranesi og segja að það sé Reykjavík. 


mbl.is Týndur ferðamaður á Hornströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha? Ég hef alltaf litið svo á, að Akranes væri á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Líkt og Keflavík. Enda er orðið "stór" anzi afstætt og teygjanlegt. laughing

Annars er grunnskólamenntun hér á landi í algjörum molum og það er ekki bara vanþekking á Íslandi heldur vanþekking á landafræði yfirleitt sem stendur upp úr. Breytt fyrirkomulag grunnskólanna um að leggja niður heimaverkefni á sinn þátt í þessu. Þannig læra börnin ekki neitt, því að grunnskólakennarar kunna ekki neitt og vita ekki neitt.

Áður gátu börnin fengið stuðing við heimaverkefnin, fræðslu og tilsögn frá foreldrunum eftir að heim var komið, nú er það bannað. Viðhorf kennaranna er að foreldrarnir eigi bara að vera sammála þeim í öllu og vera ekki að skipta sér af.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.8.2015 kl. 23:27

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvar byrja þá Hornstrandir, Ómar? Þú segir að 25km loftlína sé að mörkum þeirra. Þá eru kominn norður fyrir Þaralátursfjörð, Furufjörð og ert við mynni Bolungarvíkur.

Hræddur er ég um að þeir sem bjuggu á þessum stöðum, eða eru ættaðir þaðan, telji sig samt vera af Hornströndum. Þekkti einn sem var alinn upp í Furufirði og hann var aldrei í vafa um að hann teldist hornstrendingur.

Í skóla var mér kennt að Hornstrandir næðu frá Geirólfsgnúp vestur að Kögri. Fljótavík og Aðalvíkin er þó í dag taldar til Hornstranda og því ekkert óeðlilegt að tala um svæðið austur að Drangaskörðum á svipaðan hátt. Það eru jú ekki nema rúmir 13km þar á milli, nokkuð styttra en loftlínan milli Kögurs og Ritur.

Annars skiptir í sjálfu sér ekki hvar þessi mörk liggja nákvæmlega. Í hugum fólks markast kannski Hornstrandirnar af byggð.

Það er hins vegar fjarri því að Hornstrandir byrji fyrir mynni Bolungarvíkur.

Gunnar Heiðarsson, 4.8.2015 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband