"Skortur á heimavinnu og samráði"?

Það er að verða nokkuð reglubundið að upp komi mál hjá utanríkisráðherra, sem eru þess eðlis, að á honum standi spjót bæði fylgjenda ríkisstjórnarinnar og andstæðinga hennar. 

Hann hóf feril sinn með látum að þessu leyti og er enn að. 

Í morgun orðaði viðmælandi úr hópi fiskseljenda þetta þannig að um væri að ræða gagnrýnisverðan "skort á heimavinnu og samráði" hjá ráðherranum. 

Athyglisvert er að einmitt á þeim tíma sem fyrirsjáanleg óveðursský hrönnuðust upp innflutningsbannsmálinu fór ríkisstjórnin í eitthvert lengsta fundarhlé síðari ára, alls 35 daga. 

Í stjórnarskrá stendur að halda skuli ríkisstjórnarfundi um mikilsverð málefni og í dómi Landsdóms yfir Geir Haarde var vanræksla á því efni talið það eina, sem hann hefði brotið af sér. 

Ef tap á 37 milljarða markaði er ekki mikilsvert mál, hvað er það þá? 

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er dregið úr möguleikunum á einleik og samráðsleysi einstakra ráðherra með því að setja ákvæði um samábyrgð annarra ráðherra, nema þeir segi sig opinberlega frá ábyrgð með bókun um andstöðu sína. 

Ein af mörgum umbótum sem í þessu frumvarpi er að finna. 


mbl.is Sakar ráðherra um heimsku og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.

Og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ætti að sjálfsögðu ekki að þurfa að segja lögfræðingnum Bjarna Benediktssyni að breyta þurfi stjórnarskránni til að hægt sé að leggja niður Landsdóm.

"Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur rétt að "setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.""

"14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."

Stjórnarskrá Íslands


Lög um Landsdóm nr. 3/1963


Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963

Steini Briem, 30.6.2013

Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 15:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðherrar fara með æðstu miðstjórn innan stjórnsýslunnar og fara í reynd með það framkvæmdavald sem forseta Íslands er formlega veitt í stjórnarskránni.

Þeir bera ábyrgð á öllum stjórnsýsluathöfnum í þeirra eigin ráðuneytum samkvæmt stjórnarskránni og lögum um ráðherraábyrgð nr. 4/1963.

Ríkisstjórnin tekur hins vegar sameiginlegar ákvarðanir á ráðherrafundum.

Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963:

"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."

Forseti Íslands sækir vald sitt beint til þjóðarinnar en samkvæmt stjórnarskránni er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Samkvæmt þingræðisreglunni getur meirihluti þingmanna hvenær sem er lýst vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra.

Hafi slík vantrauststillaga verið samþykkt er viðkomandi ráðherra, eða ráðherrum, skylt að biðjast lausnar og þá veitir forseti Íslands þeim lausn frá embætti.

Alþingi getur með þingsályktun kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og Landsdómur dæmir um þau mál.

Steini Briem, 10.12.2008

Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband