Það verður að arka að auðnu.

Ofangreind orð mælti Kristján heitinn Eldjárn eitt sinn um það, að allir verði að sætta sig við það að heppni geti ráðið um það hvernig okkur tekst til um ýmislegt, sem við tökum okkur fyrir hendur. 

Þetta er fallega orðað. Nafnorðið auðna þýðir heppni eða lán, og sögnin að arka er hér notuð um sem líking í lífshlaupinu.

Aníta Hinriksdóttir getur borið höfuðið hátt. Hún hefur gert sitt besta alla tíð og sýnt fallega framkomu. Það var spurning um heppni hvort það dugði til þess í þetta sinn til að hlaupa í undanúrslitunum og heppnin var ekki með henni í þetta sinn eins og kemur vel fram í fréttinni.

Fyrirsögn tengdrar fréttar getur valdið misskilningi því að þegar ég sá hana í sjónhendingu hrökk ég svolítið við og hélt fyrst að hún hefði komið of seint til keppninnar og "misst af" undanúrslitunum á þann hátt. Skondinn misskilningur hjá mér. 

Nákvæmara hefði verið að segja: "Antía var nálægt því að komast í undanúrslit" - eða - "Aníta var óheppin að komast ekki í undanúrslit."  


mbl.is Aníta rétt missti af undanúrslitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

En hvaða svarti maður er að hlaupa með þeim ? (sjá myndir með grein) - Stingur svolítið í stúf.

Már Elíson, 26.8.2015 kl. 18:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Falskur héri.

Þorsteinn Briem, 27.8.2015 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband