Fulltrúar nýrra tíma með ný viðhorf.

"Lengi tekur sjórinn við" er gamalt viðkvæði sem lýsir vel þeim gróna hugsunarhætti að það sé nokkurn veginn sama hvernig við umgöngumst móður jörð og að auðlindir jarðarinnar séu óþrjótandi og því engin takmörk fyrir neyslu okkar og hagvexti í efnahagslífinu. 

Hér á landi hefur þessi hugsunarháttur verið sérstaklega lífseigur af því að við erum fá og búum í stóru landi. 

Því er viðtekið viðhorf hér, að það skipti engu máli þótt við mengum loftið meira á hvern mann en aðrar þjóðir, af því landið, loftrýmið og hafið í kringum okkur sé svo ógnarstórt.

En hver íbúi jarðar er hins vegar jafnábyrgur í þessu efni, því að eins og Kennedy Bandaríkjaforseti sagði, "við öndum öll að okkur sama loftinu."  

Með hverju árinu nálgast mannkynið endimörk olíualdarinnar og þeirrar rányrkju og sóunar sem hefur verið einkenni hennar með mestu . 

Að sama skapi er það ástand sem er að skella á í ástandi lofthjúpsins og afleiðingar þess æ nær hverri nýrri kynslóð.

Ungir umhverfissinnar eru fulltrúar þess unga fólks sem unir ekki því tómlæti og skammsýni sem ræður ríkjum og því er það vel að þetta fólk nýrra tíma og nýs viðhorfs láti til sín taka, þótt einhverjum finnist að 2000 helíumfylltar plastblöðrur lítilfjörlegt mál.

"Dropinn holar steininn" segir íslenskt máltæki, og enda þótt okkur þyki hver plastpoki eða hver hlutur úr plasti sé ekki tiltökumál, eru þegar farnar að myndast víðfeðmar fljótandi plasteyjar í úthöfunum.

Myndband af deyjandi fuglum á Midway í Kyrrahafi, eins langt frá öllum meginlöndum og mögulegt er, ætti að vera skylduáhorf hvers nútímamanns.   

 


mbl.is Gagnrýna helíumblöðrur á Ljósanótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er enn plastpoka menning í hverri matvöruverslun. Viltu poka, viltu poka? Allaveganna er það þannig hjá Kasko á Húavík. Viltu poka? Og fólkið kaupir plastpoka, oft marga. Fyrir meir en 20 árum var þetta stöðvað í matvöruverslunum í Sviss og Þýskalandi. Líklega einnig í Frakklandi. Margt hér tekur svo langan tíma, einhver tregða, einhver sljóleiki og kæruleysi. Bara banna þetta plastrusl, period!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2015 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband