Kostar samt 80 þúsund krónur á mánuði eða milljón á ári.

Enda þótt hægt sé að leigja sér smábíl fyrir örlítið minna en 50 þúsund krónur á mánuði, vantar upp á að kaupa eldsneyti. 

Meðalakstur bíls er meira en þúsund kílómetrar á mánuði og talsvert meiri en það hjá fólki sem býr í úthverfum. 

Þótt auglýst sé að sparneytnustu bílarnir eyði minna en fimm lítrum á hundrað kílómetra, er það byggt á mælingum, sem miðast við svo hagstæðar aðstæður og aksturslag, að uppgefnar eyðslutölur eru umtalsvert lægri en raunverulegar tölur, einkum að vetrarlagi. Náttfari við Engimýri

Eldsneytiskostnaðurinn er að meðaltali varla undir 13 þúsund krónur á mánuði og fleira smálegt leggst til. 

Að undanförnu hef ég smám saman verið að taka upp nýjan samgöngumáta, rafhjólið Náttfara. 

Á myndunum er hann við Engimýri í Öxnadal, í Subarubíl, við skrifborðið mitt heima hjá mér og á Hvolsvelli. 

Hægt er fyrir um 15 þúsund kall að kaupa sér statíf til að segja aftan á bíl og hengja hjól á það. Náttfari í Subaru

Síðan ég fór með hjólið Sörla í bíl norður á Akureyri hef ég aðeins tvisvar ekið í bíl, í bæði skiptin þegar við hjónin fórum tvö saman á viðburði.

Þegar ég hef verið einn á ferð, sem er langalgengasti ferðamátinn, hef ég getað haft meðferðis allt það dót, sem ég annars hef meðferðis í bíl, tölvu, myndavélar, hleðslutæki, regngalla og snarl. 

Ég hef hjólað allt upp í 50 kílómetra á dag og meðalhraðinn hefur verið um 20 kílómetrar á klukkustund.  

Algengasta vegalengdin í ferð hefur verið um 6-9 kílómetrar og hefur tekið 5-10 mínútum lengri tíma en ef ég hefði farið á bíl. Náttfai í skrifstofu

Á hjóli slepp ég við að leita að bílastæði og þurfa að ganga frá því að áfangastað. 

Ég slepp líka við að bíða lengi þegar vikið er fyrir annarri umferð, svo sem þegar þarf að bíða í löngum biðröðum bíla við umferðarljós á álagstímum. 

Þessar viðbótarmínútur hafa fært mér holla hreyfingu og útiveru og sparað það að þurfa að fara sérstaklega í göngur eða aðra hreyfingu til að halda líkamlegu þreki.

Þær hafa lokið upp fyrir mér svæðum í minni eigin fæðingarborg, sem ég hafði ekki kynnst áður, svo sem á hjólastígum um Elliðaársvæðið.Náttfari á Hvolsvelli 

Hjólið, sem ég nota, er þannig útbúið, að ég nota fæturna eins mikið eða lítið og mér hentar og þarf ekki að hafa áhyggjur af að ofgera veikum bakhluta eða hnjám. 

Það er hressandi að spyrna vel í af og til í brekkum en láta annars hjólið sjálft um hituna að mestu. 

Ef verið er á leið á fund eða vinnustað er fyrri hluti ferðarinnar notaður til að styrkja sig á þennan hátt, en síðari hlutinn til þess að kæla sig svo að maður komi ekki kófsveittur á áfangastað. 

Í ljós hefur komið að veðrið er engin hindrun og að það var rétt munað hjá mér, að á æskuárum var veðrið heldur engin hindrun. 

Það er hægt að nota hjólið í tveimur þriðju hlutum ferða á hverju ári og auðvitað er því gefið frí í illviðrum skammdegisins. 

Notkun hjólsins þýðir sparnað í eldsneytiskostnaði upp á vel á annað hundrað þúsund krónur á ári, og vitað er að eldsneytiskostnaður er aðeins um helmingur af hlaupandi kostnaði við að reka bíl og aðeins fjórðungur af heildarkostnaði við að reka bíl. 

Ég stefni að því að setja hagfelldan aukarafgeymi á Náttfara sem þrefaldar hleðsluna og styttir ferðatímann, af því að ekki þarf að spara aflið á lengri leiðum eða yfir daginn, - drægið er 60 kílómetrar á hleðslunni.

Rafmagnið til að skila manni milli Akureyrar og Reykjavíkur kostaði 115 krónur og það tekur því varla að tala um þá tíkalla sem hleðsla innanbæjar kostar. 

 

Ódýrustu bílar falla í verði um 3-400 þúsund krónur á ári. Fyrir þá fjárhæð væri hægt að kaupa nýtt og gott rafhjól með aukageymum árlega, en eðli málsins samkvæmt, er viðhald reiðhjóla og rafmótors aðeins brot af viðhaldi bíls.   


mbl.is Bítast um besta bílaverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

einn stærsti kosturinn finnst mer er að það eru engar okur skildu tryggingar og skráningar gjöld alla vega ekki her i Astraliu

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.8.2015 kl. 11:39

2 identicon

Bravo Ómar að vekja athygli og áhuga fólks á reiðhjólinu. Hef ekki átt bíl í 7 ár, nota reiðhjól á Íslandi, en einnig í Sviss og Grikklandi. Er enn með eitt mannafl, en það fer að koma að því að maður fái sér hjól með rafmagnsmótor.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.8.2015 kl. 12:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Öflugustu hjólreiðamenn geta skilað 250 vatta afli í pedalana og þegar það bætist við rafmótorinn, sem líka er 250 vött, er bara skrambi góð spyrna upp brattar brekkur! 

Ómar Ragnarsson, 27.8.2015 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband