Samsvarar meters djúpum snjó í frosti.

Það er þumalfingursregla, að hver millimetri sem fellur af úrkomu í vatnsformi, samsvari að meðaltali einum sentimetra af snjó, ef hún fellur í frosti.

Samkvæmt því samsvaraði dagsúrkoman á Siglufirði því að fallið hefði jafnfallinn snjór, einn metri á dýpt, en veghæð undir fólksbíla er um 15 sentimetrar og 30 sentimetrar á jeppum á stórum dekkjum, svo að engu farartæki hefði verið fært nema þeim, sem fljóta ofan á snjónum.

Þetta er álíka mikil úrkoma á einum degi og nemur allri meðalúrkomu á Akureyri þrjá sumarmánuði samtals.  

 


mbl.is Íbúar reyna að bjarga eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reiknaðu betur!

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 20:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í veðurfréttum Sjónvarpsins var sýnd 100 millimetra dagsúrkoma á Siglufirði. Það eru 10 millimetrar í sentimetranum og hæð snævar frá jörðu er tífalt meiri að jafnaði en hæð jafnmikillar úrkomu af vatni. 

Þú verður að útskýra fyrir mér hvað ég á að reikna betur. 

Ómar Ragnarsson, 29.8.2015 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband