Spaugstofan, - eitt ţriggja megintímabila síđustu 100 árin.

Fyrir um öld eđa tćpri öld hófst tímabil í í skemmtanamenningu ţjóđarinnar sem stundum hefur veriđ kennt viđ revíurnar, sem voru fluttar allt fram undir 1960. 

Fyrirmyndin var dönsk og lögin ađ mestu komin hingađ beint frá Danmörku eđa í gegnum Kaupmannahöfn. 

Haraldur Á. Sigurđsson leikari var eitt af helstu nöfnum revíutímabilsins, bćđi sem höfundur ásamt mönnum eins og Bjarna Guđmundssyni, Tómasi Guđmundssyni, Emil Thoroddsenn og Indriđa Waage, og sem flytjandi ásamt Alfređ Andréssyni, Brynjólfi Jóhannessyni, Árna Tryggvasyni og Nínu Sveinsdóttur frá miđju tímabilsins til enda og Árna Tryggvasyni, Soffíu Karlsdóttur og Baldri og Konna á síđasta áratug revíutímabilsins, auk Karls Guđmundssonar eftirhermu og Gests Ţorgrímssonar og Hjálmars Gíslasonar gamanvísnasöngvara. 

Inn í ţetta tímabil stigu tvö stór nöfn í skemmtanalífinu á miđjum fjórđa áratugnum, Bjarni Björnsson međ gamanvísur og eftirhermur, sem kom frá Ameríku, og MA-kvartettinn, sem hafđi erlenda kvartetta á borđ viđ Comedian Harmonitz sem fyrirmynd. 

Veturinn 1958 til 1959 urđu snögg umskipti ţegar skemmtiatriđi spaugs undir alţjóđlegum og ţó ađallega bandarískum áhrifum í gegnum rokkbyltinguna ruddu sér braut inn í tómarúmiđ sem hvarf revíanna skildi eftir. Ţetta nýja tímabil stóđ í megindráttum til ársins 1986.  

Ţennan vetur komu ţeir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason fram međ alveg nýja tegund tveggja manna spjallţáttaspaugs sem Gunnar hafđi kynnst sem flugţjónn vestanhafs. Rokkbyltingin skolađi mér inn í ţetta međ spaugi undir alveg nýjum lögum af erlendum vinsćldalistum, djörfum háđsádeilum, uppistandi og eftirhermum.

Til urđu tvíeyki eins og Árni (Tryggvason) og Klemenz (Jónsson) og Róbert (Arnfinnsson) og Rúrik (Halldórsson). 

Á nćstu árum komu síđan fram söngtríó undir áhrifum bandarískrar ţjóđlagatónlistar á borđ viđ Savanna-tríóiđ og Ríó tríóiđ, íslensku bítlahljómsveitinni Hljómum og nokkrum nýjum eftirhermum á borđ viđ Karl Einarsson og Jón B. Gunnlaugsson. Fleiri sönghópa má nefna eins og Ţrjú á palli, og 1975 stukku Halli og Laddi inn í myndina af miklum krafti međ sínu mikla spaugi, sem Laddi hefur haldiđ áfram fram á ţennan dag.  

Í bland viđ ţessi umskipti ţróuđust hérađsmót stjórnmálaflokkanna hratt á sjötta áratugnum og fengu framlengingu í Sumargleđinni 1972-86.

1986 urđu enn tímamót ţegar stórbćtt vegakerfi og tilkoma sólarlandaferđa og myndbandaleiga breyttu skemmtanamynstrinu á sumrin og viđ tók tímabil sem má kenna viđ Spaugstofuna sem helsta merkisbera grínţáttagerđar á landinu.

Spaugstofan byrjađi ađ vísu 1985 en eftir gerđ tveggja stórkostlegra Áramótaskaupa 1985 og 86 var brautin bein, - og 30 ára ferill, sem í hönd fór, varđ einstakur í menningarsögu landsins.

Ásamt Spaugstofunni komu margir góđir skemmtikraftar svo sem Fóstbrćđur og Radíusbrćđur og síđustu árin hafa uppistandarar á borđ viđ Jón Gnarr og Ara Eldjárn auk rappara fariđ mikinn, ađ ekki sé nú minnst á Baggalút og Hund í óskilum.

Spaugstofan hefur ţađ einkenni margs hins besta, ađ ađ ţegar lagđir eru saman fimm menn í fremstu röđ, - ţessu tilfelli fimm af bestu gamanleikurum og ţáttagerđamönnum ţjóđarinnar, - verđur útkoman enn stćrri en summan af einstaklingunum.

Árum saman var skrifstofa mín í Útvarpshúsinu í nćsta herbergi viđ herbergi Spaugstofunnar, og ég held ég geti fullyrt eftir ađ hafa fylgst međ ţeim í nábýli ţessi ár, ađ ţeir unnu kraftaverk vikulega ţegar ţćttir ţeirra voru á dagskrá.

Tel ađ ţeir hafi lagt mun meiri og merkilegri skerf til menningarsögu ţjóđarinnar en menn gera sér enn grein fyrir.    


mbl.is 30 ára grínafmćli: Spaugstofan krufin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

4 identicon

Ţađ er sorglegt, Ómar ađ ţú minnist hvergi á Baggalút, sem hafa veriđ fyndnustu skemmtikraftar á Íslandi sl. 15 ár. 

Pétur D. (IP-tala skráđ) 29.8.2015 kl. 16:29

5 identicon

... ásamt Spaugstofunni ađ sjálfsögđu. tongue-out

Pétur D. (IP-tala skráđ) 29.8.2015 kl. 16:33

6 identicon

Já Ómar,Minnisem var í gćr tegar upptřkurnar á smurstřdinni á Laugavegi 180 tar sem Siggi fór á kostum, ad ég tali ekki um upphituna fyrir tćttina, erfitt fyrir mig ad einbeita mér ad vinnu eftir teirra uppákomu, svo mikid hló ég.

Margan bílinn hef ég tjónustad fyrir tig gegnum árinn Ómar en nú er sonurinn Tórdur tekin vid keflinu og árin ordin 16 sídan ég sídast skifti olíu á tínum bíl.

kvedja til tín og tinna

Arnfinnur

Arnfinnur Gudmundsson (IP-tala skráđ) 29.8.2015 kl. 17:03

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Spaugstofan hafđi skelfilegan vinstri halla og halda mátti ađ hún hefđi veriđ gerđ út af Samfylkingunni. 

Synd og skömm hvađ ţetta var orđiđ skelfilega ţreytt undir lokin ţví ţeir áttu ágćta spretti međ sitt ţjóđfélagsádeilugrín og ţađ vantar ţannig grín í dag.

En svoleiđis grín á ekki ađ vera flokkspótitískt í felubúningi í skjóli ríkisútvarps og kostađ af skattgreiđendum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.8.2015 kl. 22:20

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţetta međ Baggalút var svakaleg skyssa hjá mér, - takk fyrir ábendinguna, - set ţá strax inn í hópinn. 

Ómar Ragnarsson, 29.8.2015 kl. 22:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband