Kristin gildi hafa skilað mannréttindabaráttunni lengst.

Helstu trúarbrögð heims hafa friðsamleg gildi og mannrækt framarlega í boðskap sínum.

Hæstiréttur Bandaríkjanna tók gild rök múslimans Muhammads Ali fyrir því að neita að vera settur í herþjónustu á þeim forsendum að hann hefði í heiðri grunngildi friðarboðskapar Kóransins, - af því að rétturinn hafði áður sýknað Mormóna af svipaðri ákæru vegna þess að hann hafði í heiðri sams konar friðarboðskap Biblíunnar.

Rétturinn taldi, að í báðum tilfellum væri um að ræða megingildi viðkomandi trúarrita, sem vægju þyngra en einstaka atriði annars staðar í þeim sem sumir túlkuðu afar þröngt.

Þetta breytir því ekki að kristin gildi hafa skilað mestu fyrir mannréttindabaráttu heimsins og að nauðsynlegt er að þekkja vel þessi gildi til að skilja hugsjónir hennar og menningu og þjóðfélagsskipan kristinna þjóða.    


mbl.is Verða ekki skilin til hlítar án þekkingar á kristnum fræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðun en ekki staðreynd, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 17:54

2 Smámynd: Már Elíson

Það er þín skoðun, St.Br - Sannaðu það að þetta sé einungis skoðun Ómars en ekki staðreynd.

Már Elíson, 30.8.2015 kl. 18:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sannið það sjálfir.

Þið haldið þessu fram en ekki undirritaður.

Látið ekki aðra um að sanna eða afsanna það sem þið sjálfir haldið fram.

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 18:12

4 identicon

"kristin gildi hafa skilað mestu fyrir mannréttindabaráttu heimsins", nei Ómar þetta er bara vitleysa. Þvert á móti.

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 18:18

5 identicon

Almennt viðurkennd staðreynd, en hentar ekki öllum að halda því á lofti. Þess vegna hefst sandkassaleikurinn "nei-nei" "jú-víst" "ekki-satt" "jú-samt"!! Það hefur verið sýnt fram á að stjórnarskrá BNA, sem ruddi brautina, var að verulegu leyti byggð á boðskap Gamla testamentisins um miskunnsemi í garð bágstaddra. Bara svo eitt dæmi sé nefnt um friðar stefnu kristninnar

Guðni (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 18:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðun en ekki staðreynd, "Guðni".

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 18:54

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"195,000-430,000 South Vietnamese civilians died in the Vietnam war."

"50,000-65,000 North Vietnamese civilians died in the war."

"The Army of the Republic of Vietnam lost between 171,331 and 220,357 men during the war."

"The official US Department of Defense figure was 950,765 communist forces killed in Vietnam from 1965 to 1974."

"The most detailed demographic study calculated 791,000-1,141,000 war-related deaths for all of Vietnam."

"Between 200,000 and 300,000 Cambodians died in the war along with about 60,000 Laotians and 58,220 U.S. service members."

The Vietnam War

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 18:58

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Within the first two to four months of the bombings, the acute effects killed 90,000-166,000 people in Hiroshima and 60,000-80,000 in Nagasaki, with roughly half of the deaths in each city occurring on the first day.

The Hiroshima prefecture health department estimated that, of the people who died on the day of the explosion, 60% died from flash or flame burns, 30% from falling debris and 10% from other causes.

During the following months, large numbers died from the effect of burns, radiation sickness, and other injuries, compounded by illness.

In a US estimate of the total immediate and short term cause of death, 15-20% died from radiation sickness, 20-30% from burns, and 50-60% from other injuries, compounded by illness.

In both cities, most of the dead were civilians
, although Hiroshima had a sizeable garrison."

The atomic bombings of Hiroshima and Nagasaki

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 18:59

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aerial bombing against civilian cities was not a new phenomenon; the British had already experienced such raids in WWI conducted by German Zeppelins.

However, the advance in aircraft technology brought bombing to a new level."

"As the war progressed heavy bombers such as the British Avro Lancaster bombers made their entrances in the war and carpet bombing entire industrial cities with their great payloads."

"The lack of accuracy for these bombing missions often inflicted damage to non-military areas; the Allies knew it, but felt it was an inevitable part of war.

Some precisely used this tactic against Germany, such as Royal Air Force Bomber Command's Air Marshal Arthur Harris.

His area bombing campaigns were meant to demoralize the German population, but it became a matter of controversy immediately following the war as his campaigns were accused of being terror bombing."

The aerial bombings of Hamburg, Dresden, and other cities 1942-1945

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:00

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Loftárásir á borgir eru aldrei réttlætanlegar.

Enginn var, er eða verður "hetja" af því að gera loftárásir á borgir.


Harla einkennilegt að réttlæta fjöldamorð á óvopnuðu fólki með því að þannig hafi einhverjum öðrum verið bjargað.

Bandaríkin voru að hugsa um eigin hagsmuni með því að taka þátt í styrjöldinni í Evrópu, rétt eins og til að mynda í Víetnam og Írak.

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:02

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:03

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Public opinion in Britain and the Commonwealth was disappointed that the U.S. was not entering the war.

Churchill admitted that he had hoped the U.S. would decide to commit itself.

The United States did not enter the War until after the Japanese Attack on Pearl Harbor on 7 December 1941."

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:05

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver var svo staðan í Evrópu eftir Seinni heimsstyrjöldina?!

Öll ríki í austurhluta Evrópu kommúnistaríki
, vestur að Vestur-Þýskalandi og Austurríki, þar með talin öll ríkin á Balkanskaga fyrir utan Grikkland, en Spánn og Portúgal fasistaríki.

Sem sagt, langstærsti hluti Evrópu einræðisríki eftir Seinni heimsstyrjöldina.

Og þýskar borgir í rústum eftir loftárásir Bandamanna.

"After liberation, Greece experienced a bitter civil war between communist and anticommunist forces, which led to economic devastation and severe social tensions between rightists and largely communist leftists for the next thirty years."

"After World War II Spain was politically and economically isolated, and was kept out of the United Nations.

This changed in 1955, during the Cold War period, when it became strategically important for the U.S. to establish a military presence on the Iberian peninsula."

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:07

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Víetnam:

"Air force captain, Brian Wilson, who carried out bomb-damage assessments in free-fire zones throughout the delta, saw the results firsthand.

"It was the epitome of immorality...One of the times I counted bodies after an air strike—which always ended with two napalm bombs which would just fry everything that was left - I counted sixty-two bodies.

In my report I described them as so many women between fifteen and twenty-five and so many children - usually in the arms of their mothers or very close to them - and so many old people."

When he later read the official tally of dead, he found that it listed them as 130 VC killed."

Turse, Nick (2013). Kill Anything That Moves: The Real American War in Vietnam. New York: Metropolitan Books.

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:12

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Írak:

"12. mars 2006 hélt Green að heimili al-Janabi fjölskyldunnar ásamt fleiri hermönnum.

Þar nauðguðu tveir hermenn [14 ára] stúlkunni, Abeer, á meðan Green skaut fjölskyldu hennar til dauða.

Green nauðgaði síðan stúlkunni og skaut hana síðan í höfuðið.

Hermennirnir kveiktu síðan í líki stúlkunnar."

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:13

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Krossferðirnar voru herfarir kaþólskra Evrópumanna á hendur þeim sem þeir töldu heiðingja á seinni hluta miðalda.

Aðallega
voru það múslímar sem urðu fyrir barðinu á krossförunum en einnig heiðnir Slavar, gyðingar, rússneskir og grískir rétttrúnaðarsinnar, Mongólar, Katarar, Hússítar, Valdensar, Prússar og pólitískir andstæðingar páfans.

Krossfarar sóru eið og fengu syndaaflausn fyrir vikið."

Krossferðir

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:14

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Seinni heimsstyrjöldin hófst í Evrópu en breiddist út til annarra heimsálfa og stóð í tæp sex ár."

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:15

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the English-speaking world, Bosniaks are also frequently referred to as Bosnian Muslims."

"The Srebrenica massacre, also known as the Srebrenica genocide, was the July 1995 killing of more than 8,000 Bosniaks, mainly men and boys, in and around the town of Srebrenica during the Bosnian War."

"The Secretary-General of the United Nations described the mass murder as the worst crime on European soil since the Second World War.

A paramilitary unit from Serbia known as the Scorpions, officially part of the Serbian Interior Ministry until 1991, participated in the massacre, along with several hundred Russian volunteers."

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:16

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert sannar eða afsannar "að kristin gildi hafi skilað mestu fyrir mannréttindabaráttu heimsins."

Þorsteinn Briem, 30.8.2015 kl. 19:21

24 identicon

Að kristin gildi séu synonymous við öll mannleg og góð gildi er fullyrðing sem útilokar alla skynsamlega umræði, rökræðu um efnið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 20:31

25 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"kristin gildi" eru ekki til. Kristnir hafa aldrei geta komið sér saman um gildi.

Matthías Ásgeirsson, 30.8.2015 kl. 20:35

26 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er aðeins að blogga um beina baráttu fyrir jafnrétti sem felst í mannréttindaáttmála Sameinuðu þjóðanna og afleiddum samhljóða mannréttindaköflum í löggjöf þjóða.

Hitt er annað mál hve herfilega kristnum mönnum hefur tekist að fara eftir sínum sáttmálum og trúakenningum Krists.

Það voru kristnar þjóðir sem hófu Fyrri heimsstyrjöldina og stóðu fyrir þeim hluta þeirrar síðari sem leiddi af sér Helförina og tugmiljóna mannfall í henni.

Og langsvakalegasta heljar-kenning allra tíma, MAD (Mutual Assured Destruction) eða GAGA ( Gagnkvæm altryggð gereyðing allra) er smíðuð af þjóðum, sem kalla sig kristnar.  

Ómar Ragnarsson, 30.8.2015 kl. 20:49

27 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ameríka er ekki Guð, og þau stríð sem Ameríka hefur farið  í eru ekki fyrirskipuð af Guði kristninnar.  Styrjaldir sem hafa verið háðar á vesturlöndum eru ekki háðar Guði til dýrðar heldur eingöngu fyrir eigin hagsmuni hverrar þjóðar fyrir sig.  Við íslendingar fórum í þorskastríð til að verja okkar landhelgi en ekki Guði til dýrðar. 5 boðorðið hljóðar svo: Þú skalt ekki morð fremja 
Það er gott að hér var lögleidd kristni fyrir rúmum 1000 árum annars stæðum við í því að þurfa að uppfylla endalausa hefndarskyldur heiðninnar. Það væri þokkalegt að þurfa að hefna fyrir einhverja frændur eða frænkur og síðan mega eiga von á árásum frá því fólki sem maður hefndi skyldmenna á því það þarf náttúrulega að hefna fyrir hefndirnar.frown

Boðskapur Krists er fyrirgefning og náungakærleikur ásamt meðaumkun með sjúkum og öldruðum, þetta eru þau gildi sem norræn velferðarhugsjón byggir.  

Hið íslenska Biblíkufélag er orðið 200 ára gamalt og starfsemi þess er mikil blessun fyrir íslenska þjóð og eins og Ólafur bendir réttilega á hefur Biblían haft mikil áhrif á íslenska þjóðmenningu.

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2015 kl. 21:05

28 identicon

Gildi eins og kærleikur, umburðarlyndi og miskunsemi eru ekki sama og trú, hafa að mínu mati lítið með trúarbrögð að gera. Jafnrétti er hornsteinn mannréttinda og á að vera sterkasta bindiefni samfélagsins, ásamt sögu, tungu og landinu sjálfu. Athugið, kirkja er félag um trú, ekki gildi. Vandinn kemur um leið og við skilgreinum trúna sem bindiefni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 21:07

29 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Trú á Jesú Krist er viðurkenning á þeim gildum sem hann lagði áherslu á framar öðrum, gildi eins og Kristur boðaði eru ólík þeim gildum sem voru hér á landi fyrir kristnitöku og þessi gildi eru ólík hugmyndafræði margra annarra trúarbragða. Ef litið er til Indlands þá er bág staða þeirra sem eru fátækir og sjúkir talin vera vegna karmaskulda sem þeir koma með sér inní þetta líf og þeir eigi því að tilheyra stéttleysingjunum sem er lægsta stétt samfélagsins og þeim sé fyrir bestu að vera látnir afskiptalausir og eiga ekki neina samúð skilið frá þeim betur settu, þetta er hindúisminn í hnotskurn.

Islam er ólík kristni því þar er hefndin viðurkennd og " heilög" stríð eru háð Allah til dýrðar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2015 kl. 21:47

30 identicon

Guðrún, hungursneyðin í Indlandi er bein afleiðing af hernámi hins kristna ríkis Bretlands á sínum tíma, þegar herstjórnin mútaði maharajum með því að gefa þeim jarðir sem þeir áttu ekki, þannig að fólk til sveita sem hafði lifað af jörðunum varð að flytja til borganna og svelta í hel eða lifa á betli kynslóðum saman. Lestu bók Sigurðar Á. Magnússonar "Við elda Indlands".

Kaþólska kirkjan lét pynta og myrða fleiri milljónir frumbyggja á eyjum Karíbahafs eftir að Los conquistadores komu þangað og lét myrða fleiri hundruð þúsund Cathars í S-Frakklandi á sínum tíma. Karla, konur og börn á öllum aldri. Þetta var allt saman gert í nafni Jesú og hins kaþólska Guðs, sem þolir ekki þá sem annað hvort eru ekki kristnir eða þá vilja ekki fylgja páfagarði að málum. Ekki gleyma því að kaþólska kirkjan er byggð á skáldskap guðspjallana alveg eins og islam byggist á blöndu af þvælunni í Gamla testamentinu og ruglinu í Mohammad.

Eiginlega væri heimurinn mikið betri í dag ef ekki fyrirfyndust nein skipulögð trúarbrögð af neinu tagi.

Pétur D. (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 22:16

31 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hindúismi og gildismat hans er ein elstu trúarbrögð heims og kenningar hindúisma um Karmalögmálið og hlutskipti stéttleysingja hafa ekkert að gera með heimsvaldsstefnu Breta. 

Þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig ásamt 5 boðorðinu sem segir þú skalt ekki morð fremja kenna okkur að hver sá sem myrðir annað fólk getur ekki talist vera kristinn, reyndar varaði Jesú við því að ekki væru allir kristnir sem kæmu fram sem slíkir. 

Kaþólska kirkjan aumkvaði sig yfir íslendinga og byggði hér Landakotsspítala, St. Jósefsspítala og sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Þessar sjúkrahúsbyggingar hafa verið stórvirki á sínum tíma og kaþólikkar toppa frammistöðu okkar í dag sem getum ekki reist þennan blessaða Landsspítala. 

Trúleysi var stefna kommúismans með Stalín í fararbroddi og trúleysið er ríkjandi í alþýðulýðveldinu  Kína ásamt norður Kóreu, ekki hafa ávextirnir verið geðslegir af þeirri stefnu. Trúleysi er trúarbrögð í sjálfu sér. 

Okkar þjóðfélag hefði þróast út frá heiðni ef ekki hefði verið tekin upp kristni fyrir 1000 árum. Hefndarskylda heiðninnar hefði mótað okkar þjóðfélag með allt öðrum hætti en fyrirgefningarboðskapur kristninnar náði að gera.   

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.8.2015 kl. 22:48

32 Smámynd: Ingólfur

Hvað áttu við Ómar? Hvaða kristnu gildi eru þetta og hvernig skýrirðu þá að kristnar kirkjur hafa alltaf um allan heim staðið á bremsunni þegar kemur að auknum mannréttindum og jafnræði?

Ingólfur, 31.8.2015 kl. 00:20

33 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þakka þér fyrir Ómar, þetta er vel sagt og reyndar hárrétt, kristin trú er undirstaða velmegunarinnar, upplýsingarinnar, vísindanna og þeirrar framþróunar og mannhyggju sem við sjáum á Vesturlöndum. Þetta sést ef grannt er skoðað og réttir menn lesnir; menn sem elska heiminn. En vissulega er þessi skoðun eitur í beinum margra og ungu fólki sérstaklega hefur verið innrætt að trúin sé dragbítur og andstæðingur lýðræðis, skynsemi og vísinda. Þetta er tilbúingur og fyrra, þeirra sem hafa allt á hornum sér.
Menn átta sig oft ekki á hvað Kristni er, og nenna reyndar ekki að athuga það. Og það orðið vandamál því menn segja að kristin gildi séu það sem þeim sjálfum dettur í hug, einhver tilfinningavella á skýi, blandin ímyndun um heiminn. Svo er alls ekki.
Kristnin opnar sérstak sýn sem bendir á veruleikann eins og hann er, bæði hinn andlega og efnislega veruleika. Þetta var í hjarta hvers einasta manns hér áður, en nú liggur þessi þekking ekki lengur á lausu. Vegna þröngsýni hinna "alvitru", getum við sagt. Við upplifum sama munstrið og var í Sovét hér áður, þegar menn sáu kristninni allt til foráttu. En kirkja Krists hefur í gegnum tíðina mótað mennina, við getum sagt eins og flugvélaverksmiðja sem býr til farkosti, sem eru síðan reyndir. Standast þeir veruleikann og geta flogið eða falla þeir til jarðar? Blómstrar veruleikinn í kring um þá eða valda þeir eyðingu? Þetta sést með berum augum.

Guðmundur Pálsson, 31.8.2015 kl. 09:10

34 identicon

Ég nenni ekki að svara öllum þeim sturluðu staðreyundavillum og hálfsannleik sem sumir eru með hér í athugasemdahalanum. Ég læt nægja að biðja ykkur, og Ómar sérstaklega, að skilgreina "kristin gildi" - þá fyrst getum við kannski rætt þetta af einhverju viti.

Sveinn Þórhallsson (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 09:57

35 Smámynd: Mofi

Ef mannréttindi eins og samviskufrelsi og tjáningarfrelsi eiga ekki sér rætur í kristnum gildum, hvar þá?  Frönsku stjórnarbyltingunni þar sem fólk var drepið í massavís?  Á það bara að hafa verið tilviljun að nokkurn veginn allir risar vísindanna voru kristnir sem lifðu í kristnum löndum þar sem þeir fengu frið til að vinna.  Ég sé aðeins blinda hatur á kristni sem lætur fólk loka augunum fyrir þeirri staðreynd að það var kristni sem var vagga lýðræðis, trúfrelsis og tjáningarfrelsisins. 

Mofi, 31.8.2015 kl. 13:19

36 identicon

Það sem hefur gefið mest mannréttindi eru ekki trúarbrögð/kristni, heldur það að þegar mannkynið losaði sig undan hæl trúar/kirkjunnar.

Mofi er ekki svaraverður með þruglið um kristna vísindamenn :)

DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 14:35

37 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kristni er kennd við Jesú Krist og "kristin gildi" eru þær kenningar sem hann boðaði í fagnaðarerindi sínu um gildi kærleika, sannleika, frelsis, jafnréttis, mannúðar og bræðralags.   

Ómar Ragnarsson, 31.8.2015 kl. 20:12

38 identicon

Moral ist nie gottgegeben und in Stein gemeisselt! Moral ist nie gottgegeben und in Stein gemeisselt! Nein! Was richtig und was falsch ist im Zusammenleben von uns Menschen, geht uns von klein auf in Fleisch und Blut über.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 20:59

39 identicon

Þeir sem standa utan trúarbragða virðast eiga langt í land að standa jafnfætis þeim sem eru innvígðir í trúarbrögð, samviska þeirra virðist vera einskis metin, nema samviskan sé innvinkluð í viðurkennd trúarbrögð ...

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 1.9.2015 kl. 01:08

40 identicon

Rosalega mannúðlegt Ómar að boða helvíti og eilífar pyntingar til þeirra sem eru ekki kristnir.. .finnst þér það ekki :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.9.2015 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband