Stuðhelgi í íslenskum íþróttum?

Það virðist óvenjuleg stuðhelgi í uppsiglingu á íþróttasviðinu hér á landi.

Fyrst kom annar sigurinn í röð yfir Hollendingum í undankeppni EM í fyrradag, eitthvað sem aldrei hefur gerst áður hjá þeim, síðan magnaður körfuboltaleikur við firnasterka þjóðverja í lokakeppni EM í dag, þar sem íslensku strákarnir sáu til þess að Þjóðverjar voru ekki vissir um sigur fyrr en á lokasekúndunum, og svo þetta, mikill sigur U21 knattspyrnulandsliðsins yfir sjálfum Frökkum í dag. 

Og á morgun er möguleiki á að íslenska knattspyrnulandsliðið verði komið inn í EM jafnvel áður en leikurinn við Kazaka hefst. 


mbl.is „Þetta er bara stórkostlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eftir margra ára puð,
urðu loksins góðir,
í rassinn fengu rokna stuð,
rosalega móðir.

Þorsteinn Briem, 5.9.2015 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband