Það stendur ekki til að kjósa um valdsvið forseta 2017, því miður.

Svo var að heyra í viðtali við forsætisráðherra að alls óvíst væri hvort nokkuð yrði kosið um einstök stjórnarskrárákvæði samhliða forsetakostningum á næsta ári. 

Og auk þess liggur það fyrir að ekkert þeirra atriða, sem kosið yrði um, myndi snerta valdsvið forseta Íslands. 

Aðeins yrði kosið um lítinn hluta stjórnarskrárinnar. 

Þess vegna virðist andstaðan við að breyta nokkru vera furðu einbeitt við fyrstu sýn.

En, það ætti sant ekki að koma á óvart, enda er mikið í húfi fyrir valdaöfl landsins að breyta engu.

Það voru upphaflega Framsóknarmenn sem settu það sem skilyrði fyrir að verja minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vantrausti að sett yrði ný stjórnarskrá og efnt til sérstaks stjórnlagaþings.

Hugmyndin um Þjóðfund kom úr röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Báðir flokkarnir virtust í svipuðu ástandi eftir Hrunið og alkóhólistinn sem er búinn að klúðra öllu og lofar að hætta að drekka.

En fljótlega gripu þau öfl í taumana innan þessara flokka, sem mynda ráðandi valdöfl í þjóðfélaginu og geta með engu móti sætt sig við nokkrar breytingar.

Og viðsnúningurinn varð fljótlega alger.

Þau ráða ferðinni og njóta stuðnings út fyrir flokksböndin.   


mbl.is Fræðimenn ósammála forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir tugi, eða hundruði, blogga um þörf á nýrri stjórnarskrá, hefur þér algerlega yfirsést að greina okkur frá því, hvað sé að þeirri gömlu.
If it ain't broke, don't fix it.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 09:55

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gamla stjórnarskráin er að miklu leyti til sú sama og var samþykkt 1944. Fimm árum síðar, í nýjársávarpi sínu 1949, sagði Sveinn Björnsson:
"Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér því ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld. Er lýðveldið var stofnað var þess gætt að breyta engu öðru í stjórnarskránni en því sem óumflýjanlegt þótti vegna breytingarinnar úr konungsríki í lýðveldi. Mikil þróun hefir orðið á síðustu öldinni með mjög breyttum viðhorfum um margt. Vonandi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnarskrá."

Sigurður Hrellir, 13.9.2015 kl. 11:13

3 identicon

Það er engin þörf á því að vera að hringla með stjórnarskrána á fárra ára fresti. Það er ekki þörf nema mjög róttækar og jákvæðar breytingar séu algjörlega nauðsynlegar. Og þótt ég sé hlynntur auknum þjóðaratkvæðagreiðslum og vildi gjarnan gera þær breytingar að 62. grein verði tekin út og sú atlaga að persónufrelsinu sem Alþingi gerði 1995 verði afnumin (útþynning af umræddu frelsi með því að bæta við 2. málsgrein sem í raun ógildir 1. málsgrein), þá vil ég frekar hafa stjórnarskrána eins og hún er frekar en að gera hana að vopni í höndum ESB-sinna, sem óska eftir auknu fullveldisframsali til Bruxelles samhliða skertum valdaheimildum forsetans.

Þá er betra heima setið en af stað farið. Í stuttu máli, þá skiptir ekki máli hvort það dragist að breyta stjórnarskránni. Það sem er mikilvægara er að stjórnarskrárbreytingarnar séu gerðar í fullri sátt við þjóðina. Og ekki á þann hátt sem vinstristjórnin ætlaði sér það.

Og þeir sem benda á að bandarísku stjórnarskránni hafi verið breytt ótal sinnum verða að átta sig á því að stjórnarskráin (Bill of Rights) sem innihélt 10 viðbætur var ekki fullgerð þegar það var endanlega viðtekið af þinginu 1792. Hins vegar er núverandi stjórnarskrá Íslands (frá 1944) fullmótuð. Eins og fyrr er greint, þá á ekki að vera þörf á því að uppfæra stjórnarskrána eins og eitthvað tölvuforrit, því hún er grunnurinn sem lýðveldið (stjórnsýslan og réttindi/skyldur þegnanna) hvílir á. Til viðbótar henni eru síðan ýtarleg lög um hvernig framkvæma eigi einstaka ákvæði hennar og það eru þessi stjórnsýslulög sem eru uppfærð eða breytt, þó þannig að þau stinga ekki í stúf við ákvæði stjórnarskrárinnar.

Tiltök vinstristjórnarinnar um stjórnarskrárbreytingar voru svo viðvaningslega framkvæmd af hennar hálfu að það var allt dæmt til að misheppnast. Enda einskær blekkingaleikur þeirrar ógæfustjórnar. Þegar þjóðin er fengin til að vinna með tillögur að breytingum, þá á að gera það á réttan hátt fyrir opnum tjöldum en ekki með lygum og baktjaldamakki eins og vinstristjórnin varð uppvís að. Hennar einasta markmið var að sölsa landið undir stjórn ESB, ekkert annað skipti máli. Fyrsta skrefið var að breyta stjórnarskránni undir alls konar yfirskini.

Pétur D. (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 12:28

4 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Þetta er þó amk rök fyrir því að við þurfum aðra stjórnarskrá: Sveinn Björnsson sagði það (fyrir 66 árum síðan).

Nú ríður á að rannsaka gaumgæfilega hvað fleira Sveinn lét frá sér í ræðu og riti svo unnt verði að framfylgja því.

Hólmgeir Guðmundsson, 13.9.2015 kl. 12:28

5 identicon

Meir en lítið messar byrst,
mest á netheimstorgum,
skarti hlaðin  Elín Hirst,
hljóp "veggmegin" framúr í morgun...sealed

http://www.visir.is/elin-osatt-med-olaf-og-david--thad-eru-nyjir-timar-sem-their-skynja-ekki-nogu-vel-/article/2015150919539

Þjóðólfur í Netheimum (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 14:12

6 identicon

Fjandinn hefur mikið misst

mest á Bessastöðum

En úr því böli bætir Hirst

og Belsebúb á helgidögum

Húsari. (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 15:21

7 identicon

...bezt hjá valdagröðum! undecided

Leirmundur (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 15:32

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hennar einasta markmið var að sölsa landið undir stjórn ESB, ekkert annað skipti máli."

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:34

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:35

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:35

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:36

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

Reglugerð nr.
1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:37

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002


Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:38

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:39

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:44

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:44

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:45

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:48

19 identicon

Hver er stefna ESB í málefnum flóttamanna? undecided

X? (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 15:49

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver er stefna Íslands í málefnum flóttamanna?

Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:55

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 15:57

        24 identicon

        Flýjum þá....

        X? (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 16:02

        25 Smámynd: Þorsteinn Briem

        29.7.2015:

        "Á fyrri hluta árs­ins fluttu 1.140 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins en frá land­inu. Með þeirri viðbót hafa alls 5.264 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar flutt til lands­ins en frá land­inu frá árs­byrj­un 2012.

        Þró­un­in er þver­öfug hjá ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um. Á fyrri hluta árs­ins voru brott­flutt­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar um­fram aðflutta alls 490 og sam­tals 2.222 frá árs­byrj­un 2012."

        19.8.2010:

        Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

        Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta
        árið 2014: Alls 760.

        Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.

        Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 16:13

        26 identicon

        " upphaflega Framsóknarmenn sem ....að sett yrði ný stjórnarskrá og efnt til sérstaks stjórnlagaþings...  Hugmyndin um Þjóðfund kom úr röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins."

        Það er gott þegar menn sjá fyrri mistök og halda ekki í vitleysuna. Og slæmt þegar menn blindast svo af ímynduðu ágæti sköpunar sinnar að þeir geta ekki skipt um skoðun og sturtað lortinum niður.

        Vagn (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 16:36

        27 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

        Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 16:38

        28 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

        1.
        Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

        Já sögðu 67,5%.


        2.
        Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

        Já sögðu 82,9%.


        3.
        Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

        Já sögðu 57,1%.


        4.
        Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

        Já sögðu 78,4%.


        5.
        Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

        Já sögðu 66,5%.


        6.
        Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

        Já sögðu 73,3%.

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 16:39

        29 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

        Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

        Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


        Já sögðu 48 og enginn sagði nei

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 16:40

        30 identicon

        1. gr. Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lögum þessum. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu er ráðgefandi.

        Vagn (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 17:09

        31 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi eru einungis ráðgefandi nema á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar:

        "26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

        Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."

        Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 17:51

        32 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

        Stjórnarskrá Íslands

        Steini Briem
        , 8.9.2015 kl. 10:05

        Rétt, Steini. Þess vegna þarf ný og skýr ákvæði í stjórnarskrá um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur.

        Ómar Ragnarsson, 8.9.2015 kl. 10:05

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 17:57

        33 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Hér á Íslandi er þingræði og enga þjóðaratkvæðagreiðslu þarf til að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, enda sótti íslenska ríkið um aðild að sambandinu 16. júlí 2009.

        Og í 48. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni.

        Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu 16. júlí 2009

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 18:02

        34 Smámynd: Jón Valur Jensson

        Ég sé, að Stein hefur gengið hér "amok" að gömlum sið eða verið lostinn eins konar víðáttubrjálæði, af því að honum sýndist svo mikið pláss undir hans óendanlegu athugasmdir.

        Samt sýndi tölva mín mér, að "0 athugasemdir" hefðu borizt við færsluna! Af hverju geta tæknimenn Moggabloggs ekki lagað þessa vitlausu skráningu?

        En Ómar skrifar: "Hugmyndin um Þjóðfund kom úr röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins." -- Hér er hann sennilega að gera því skóna, að sá eins dags atburður, allnokkru fyrir setutíma "stjórnlagaráðsins" ólögmæta, og stuðningur nefnds flokks við þann eins dags fund hafi verið e.k. óbeinn stuðningur við "stjórnlagaráðið", en því fer víðs fjarri.

        "Stjórnlagaráð" þóttist í hræsni sinni byggja á starfi þjóðfundarins, en beitti sér þvert gegn ítrekaðri áherzlu hans á, að stjórnarskrá landsins átti fyrst og fremst að verja fullveldi þess.

        Jón Valur Jensson, 13.9.2015 kl. 19:25

        35 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að sviðakjammar, döndlar og súrsaðir hrútspungar og lundabaggar Kristilega flokksins og Framsóknarflokksins dreifast yfir heimsbyggðina.

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 20:01

        36 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

        Jón Valur Jensson
        , 9.8.2014

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 20:04

        37 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi og ekkert ólögmætt við atkvæðagreiðsluna, enda hefur hún ekki verið lýst ógild.

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 20:11

        38 identicon

        Sé að Steini er kominn með niðurgang, einu sinni enn.
        Pólitísk salmónella sem fylgir því að narta í kommúnistaávarpið.

        En hvernig væri nú, helst bloggarin sjálfur, myndi útskýra hvað sé að blessaðri stjórnarskránni okkar.
        Ok, við vitum að kjarni hennar er gamall, en við hendum ekki góðum vel handsmíðuðum hlutum, bara af því að nokkrir sósíalistar vilja nýtísku kínverkst plastdrasl.

        Hilmar (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 20:25

        39 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

        Það vilja hins vegar "Kristin" stjórnmálasamtök Jóns Vals Jenssonar.

        Og það er nú allt "fullveldi" þessara gríðarstóru stjórnmálasamtaka.

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 20:32

        40 Smámynd: Þorsteinn Briem

        23.11.2011:

        "The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

        Blái liturinn
        táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 20:44

        41 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Þar sem Pétur D. er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu ætti hann að sjálfsögðu einnig að vera á móti aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og ganga í "stjórnmálasamtök" Jóns Vals Jenssonar.

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 20:54

        42 Smámynd: Ómar Ragnarsson

        Gallarnir í núverandi stjórnarskrá blasa við þegar hún er borin saman við bestu stjórnarskrár nágrannalanda okkar þar sem fjallað er um stórmál okkar tíma, umhverfismál, sem alveg vantar í okkar stjórnarskrá. 

        Fyrstu tæplega 30 greinarnar í okkar stjórnarskrá fjalla um það að forseti Íslands geri þetta og geri hitt en síðar í stjórnarskránni kemur síðan ein setning um það að hann láti ráðherra framkvæma vald sitt. 

        Með lögskýringum út og suður er á grundvelli þess hægt að rífast um hve margt hann geti gert upp á eigin spýtur og hvað ekki. 

        Ef ákvæðið um að forsetinn láti ráðherra framkvæma vald sitt er talið algilt og án undanþágu, getur hann ekki notað málskotsréttinn nema ráðherra skrifi undir það með honum.

        Þegar deilur risu um það 1996 hvort forsetinn gæti notað málskotsréttinn, skiptust lögspekingar í tvö horn og margir þeirra héldu því fram að greinin væri dauður bókstafur vegna þeirra hefðar, að enginn forseti hefði beitt henni.

        Ástæða þess að stjórnarskráin hefst á öllum þessum greinum um forsetann, að í stjórnarskránni, sem er grundvöllur hennar, stjórnarskrá Danmerkur frá 1849, er verið að reyna að friðþægja þáverandi Danakonungi.

        Til þess að meðal Íslendingar geti skilið núverandi stjórnarskrá rétt, þarf hann að fara á minnsta kosti tveggja daga námskeið hjá lögspekingi.

        Íslendingar hafa jafnt og þétt síðan 1944 verið að afsala sér valdi til tuga alþjóðastofnana og í aðild að tugum alþjóðasáttmála, án þess að stafur væri um það í stjórnarskránni, heldur hafa stjórnvöld hverju sinni verið einráð um þetta af því að ekki er stafur um þetta í stjórnarsrskránni.

        Alveg vantar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur i stjórnarskrána, og þegar forseti Íslands vísaði fjölmiðlalögum í þjóðaratkvæðagreiðslu 2004 var hún aldrei haldin.

        Samkvæmt almennum lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur eru þær aðeins ráðgefandi, ekki bindandi og stjórnvöldum því ekki skylt að fara eftir þeim.

        Svona mætti lengi telja.

        Þegar menn gera lítið úr orðum Sveins Björnssonar 1949 um gerð nýrrar stjórnarskrár gera menn enn minna úr loforðum talsmanna allra þingflokka á Alþingi um það mál, og halda því fram að allir þessir landsfeður hafi verið með bull og fleipur.

        Á fyrstu árum sjötta áratugarins var þingskipuð stjórnarskrárnefnd að störfum, sú fyrsta af mörgum, en hver höndin var upp á móti annarri.

        Hins vegar tókst Dönum, sem voru með mjög samhljóða stjórnarskrá, að semja aðra nýja 1955.

        Þeir voru sem sagt að gera tíma vitleysu, eða hvað?  

        Ómar Ragnarsson, 13.9.2015 kl. 21:30

        43 identicon

        Ég get ekki gengið í Kristin stjórnmálasamtök af þeirri einföldu ástæðu að ég er hvorki kristinnar trúar né hlynntur því að ríkið styrki nein trúfélög (þmt. lúthersk-evangelísku kirkjuna).

        Þótt ég sé hlynntur þátttöku í tollabandalögum, þá er ég ekki ánægður með EES að því leyti að mér finnst ekki réttlátt að Íslendingar þurfi að gleypa við svo mörgum tilskipunum frá Bruxelles sem ekkert hafa með milliríkjaviðskipti að gera. Og ég tel einnig að Norðmenn séu líka fúlir yfir þessu, því að fyrir ca. tveimur-þremur árum æsti ESA sig yfir því að Noregur hafði trassað að innleiða 400 tilskipanir. En þetta var ekki trassaskapur, heldur voru þessar tilskipanir einfaldlega Norðmönnum óviðkomandi eða þá íhlutanir í þeirra eigin mál.

        Á sama hátt og David Cameron vill betrumbæta ESB innan frá þá er það ósk mína að Ísland, Noregur, Liechtenstein annars vegar og ESB hins vegar geti samið um að minnka tilskipanirnar niður í ca. 2-3 á 5 ára fresti, enda eru flestar þessar tilskipanir frá öskuhaug embættismannaklíkanna í Bruxelles ýmist bein íhlutun í íslenzk innanríkismál eða okkur óviðkomandi eða bara tóm vitleysa. Kannski er þetta bara óskhyggja, en þegar maður hugsar út í það, þá eru Færeyingar ekki með í EEA og þeir spjara sig bara ágætlega.

        En segðu mér, Steini Briem: Hver borgar þér fyrir að vera með þennan gengdarlausa ESB-áróður? Það er alveg gríðarleg mengun að þessari copy-paste steypu þinni sem yfirleitt hefur ekkert með færsluna að gera. Hvernig væri að þú héldir þér við efnið og sparaðir þannig gífurlegt pláss?

        Sem dæmi má nefna að athugasemdir nr. 25 og 40 hafa ekki baun með umræðuefnið að gera. Og hvað varðar athugasemd þína nr. 18 um að "skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir", þá má benda þér eina ferðina enn á það að fullgerður og samþykktur samningur um ESB-aðild liggur fyrir. Samningurinn, sem tók gildi í desember 2009 heitir á íslenzku Lissabon-sáttmálinn (e. Treaty of Lisbon). Ég skal stafa það fyrir þig fyrst þú ert jafn tregur og flestir aðrir ESB-sinnar hvað þetta varðar:

        L-I-S-S-A-B-O-N S-Á-T-T-M-Á-L-I-N-N.

        Pétur D. (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 21:53

        44 identicon

        Ómar, þjóðaratkvæðagreiðslan um fjölmiðlalögin var aldrei haldin af þeirri einföldu ástæðu að ríkisstjórnin dró lagafrumvarpið tilbaka eftir synjun forsetans. Annars hefðu úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu ráðið hvort lögin gætu verið gild eða fallið úr gildi. Þjóðaratkvæðagreiðsla sem efnt er til vegna málskotsréttar forsetans er alltaf bindandi.

        Pétur D. (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 22:01

        45 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Ekki veitir nú af að leiðrétta alla þvæluna sem kemur frá ykkur nafnleysingjunum og ekki tekst ykkur að vera málefnalegir, Pétur D.

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:17

        46 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Ísland á ekki aðild að Lissabon-samningnum.

        "The Treaty entered into force on 1 December 2009."

        Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon

        Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:21

        47 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon):

          • "Withdrawal from the Union: the Treaty of Lisbon explicitly recognises for the first time the possibility for a Member State to withdraw from the Union."

          "Does the Treaty of Lisbon create a European army?

          No.
          Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

          However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.

          A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

          "Does the Treaty of Lisbon create a European "Super-State"?

          No.
          The Treaty of Lisbon is an international treaty agreed and ratified by sovereign Member States that agree to share some of their sovereignty in supranational cooperation.

          The Treaty of Lisbon acknowledges that the Union reflects the will of the Member States and their citizens, and that its powers stem from these States."

          "Do national parliaments have a greater say in European affairs?

          Yes. National parliaments are for the first time fully recognised as part of the democratic fabric of the European Union. Special arrangements are made to help national parliaments to become more closely involved in the work of the Union."

          "Does the Treaty of Lisbon increase the number of decisions taken in "Brussels"?

          No.
          The Treaty creates a basis for a more decentralized and transparent approach to implementing EU policies to help ensure that decisions are taken as close as possible to the citizen."

          "The Treaty entered into force on 1 December 2009."

          Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon

          Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:24

          48 Smámynd: Þorsteinn Briem

          Lissabon-sáttmálinn:

          "50. gr.

          1.
          Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að segja sig úr Sambandinu í samræmi við stjórnskipunarreglur sínar. ..."

          Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:27

          49 Smámynd: Þorsteinn Briem

          Öll aðildarríki Evrópusambandsins þurftu að samþykkja Lissabon-sáttmálann til að sáttmálinn gæti tekið gildi.

          "The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

          It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

          The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

          Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

          Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:28

          50 Smámynd: Þorsteinn Briem

          "111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

          Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

          Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

          Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

          Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

          Frumvarp Stjórnlagaráðs

          Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:31

          51 Smámynd: Jón Valur Jensson

          Tek undir orð þín, Pétur D. um hina gífurlegu cop-paste steypuvinnu Steina greysins Briem, sem eins og þú segir hefur iðulega ekkert með færsluna að gera -- sem og að hann haldi sér við efnið og spari þannig gífurlegt pláss!

          Jón Valur Jensson, 13.9.2015 kl. 22:44

          52 Smámynd: Þorsteinn Briem

          Sem sagt, ekkert málefnalegt frá "Kristnum" stjórnmálasamtökum, Sjálfstæðisfllokknum og Framsóknarflokknum frekar en fyrri daginn.

          Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 22:55

          53 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

          Það er rétt, að Kristin stjórnmálasamtök hafa lengi verið á því, að við þurfum að losna við Schengen-samninginn fyrir fullt og allt. Ekki hafa atburðir liðinna vikna dregið úr þeirri afstöðu okkar! Vörnin í Schengen-kerfinu virðist engin! Ytri landamærin standa nú opin og nánast eftirlitslaus! ESB-ráðamenn bera ábyrgðina. 

          Og við erum hvorki með EES-samningnum -- sjá hér t.d.: http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1190779/ -- né innlimun í Evrópuambandið.

          Um allt þetta erum við, þrátt fyrir fámennið í bili (enda ekki á opinberri framfærslu eins og Sexflokkurinn) sennilega langtum nær afstöðu íslenzku þjóðarinnar heldur en hr. Þorsteinn alias Steini Briem.

          JVJ.

          Kristin stjórnmálasamtök, 13.9.2015 kl. 22:56

          54 Smámynd: Þorsteinn Briem

          Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

          Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

          Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

          Þorsteinn Briem, 13.9.2015 kl. 23:02

          55 Smámynd: Jón Valur Jensson

          Þú lofar upp í ermina eins og fyrri daginn, Einföldunar-Steini.

          Verðtrygging er ekki bönnuð í ESB, þekkist t.d. í Danmörku.

          Verðtryggingarupphæðir hér eru margfalt lægri en vaxtagreiðslu-upphæðir.

          Verðlag erlendra vara mótast meðfram af fjarlægðinni og smáum markaði. Lestu upplýsandi grein um þetta líka í nýjasta Bændablaði, 10. september, bls. 39, eftir Ernu Bjarnadóttur: Evrópuverðið er ekki til.

          Svo er ekki sanngjarnt að miða við meðalverð í ESB, með gömlu járntjalds-löndin (með sitt miklu lægra kauplag og verðlag) og Suður-Evrópu. Rétta viðmiðið er við NV-Evrópu. Þá komum við t.d. mun betur út en Norðmenn og bara mjög bærilega um margt, miðað við ESB-löndin í NV-Evrópu.

          Krafan um lækkun vaxta hér er orðin svo almenn, að segja má, að hún ein sé efni í hallarbyltingu: að mönnum eins og Má og flokkum sem þora ekki að lækka vexti verði steypt af stóli í næstu kosningum.

          Jón Valur Jensson, 14.9.2015 kl. 01:20

          56 Smámynd: Þorsteinn Briem

          Ekki minnist undirritaður þess að hafa lofað mörgu um dagana, enda hef ég engu lofað hér.

          Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 02:07

          57 Smámynd: Þorsteinn Briem

          Flutningskostnaður hingað til Íslands frá öðrum Evrópuríkjum er einungis lítill hluti af verði á vörum hér á Íslandi og vörur eru fluttar þvers og kruss um alla Evrópu.

          Þar að auki eru vörur fluttar hér um allt land og sama verð er í öllum Bónusverslunum á landinu, enda þótt vörurnar séu fluttar hér um langan veg.

          Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 02:18

          58 Smámynd: Þorsteinn Briem

          Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í sjö ár.

          Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.

          Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.

          Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.

          Á meðan
          hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

          Falli
          hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.

          Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

          Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 02:20

          59 Smámynd: Þorsteinn Briem

          Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.

          Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að reyna að fá Íslendinga til að leggja fyrir og minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

          Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

          Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 02:21

          60 Smámynd: Þorsteinn Briem

          25.8.2015:


          Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 02:34

          61 Smámynd: Þorsteinn Briem

          Einfaldlega búið spil fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

          Og um það þarf engu að lofa.

          Þorsteinn Briem, 14.9.2015 kl. 02:38

          62 Smámynd: Jón Valur Jensson

          Nenni ekki núna að svara fjasi Steina að ráði um flutningskostnað, nema hvað flstar þjóðir eru með innanlandsneyzlu á eigin framleiðsluvörum að mjög miklu leyti. Mörg matvæli hér eru hins veegar flutt um langan veg.

          En STÓRLYGI Steina hér er þetta um húsnæðiskostnaðinn. Þar lýgur hann meira en tvöfalt, en er kannski bara svona fáfróður blessaður karlinn.

          Jón Valur Jensson, 15.9.2015 kl. 01:21

          63 identicon

          Flón er Jón að halda það

          að mark sé tekið á honum.

          Hommahatur hans ær og kýr,

          til ama okkar sonum.

          Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 08:25

          64 Smámynd: Kristinn Geir Briem

          nokkuð góð skýríng hjá ómari í athugasemdum um forsetan og þíngið. er ég samála hans túlkun á því enn hefur ómar lesið hina stjórnaskrána ef lesið hana nokkrum sinum en ekki skil ég tilgangin en. ekki er ég lögfróður lígt og ómar. því hanna  skil ég ekki að það þurfi að koma ný óskiljanleg í stað annarar óskiljanlegrar. sem ég sil þó nokkurn veign þó ekki les ég hana oft nema þegar þessi skoðanakönnun fór fram. það eru eingin rök að breita stjórnarskrá bara afþví að sé undir áhrifum frá annari skilst að grunnur af þeiri gömlu dönsku sé hollensk

          Kristinn Geir Briem, 15.9.2015 kl. 11:06

          65 identicon

          Sæll Ómar.

          Nú vitum við það báðir jafn vel að
          Ísland mun taka við 50 flóttamönnum eða
          fleirum og við vitum líka að fyrr eða síðar
          verður sett nefnd á laggirnar um 
          stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

          Væri ekki ráð fram að þeim tíma að huga að
          forsetaúrskurði nr. 35, 17. júní 1944
          um skjaldarmerki Íslands sem tók gildi
          1. desember það ár og að það skjaldamerki
          erlends valds sem nú 'prýðir' Alþingishúsið
          verði tekið niður í eitt skipti fyrir öll
          og að skjaldarmerki hins fullvalda og sjálfstæða
          ríkis, Íslands, fái loks þann sess sem því ber.

          Mér væri þökk í því ef þú vildir tjá þig um þetta mál.

          Húsari. (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 14:31

          66 Smámynd: Jóhann Kristinsson

          Það á að auka vald forsetans af því að þingmenn eru ekki færir um að stjórna landinu samber IceSave ásamt öðrum stormistökum.

          Í það minnsta Forsetinn er kjörinn af þjoðini, en ekki þingmenn.

          Kveðja frá Houston

          Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 00:25

          67 Smámynd: Jón Valur Jensson

          Tekur því að anza svona lélegri ambögu frá Helga Jónssyni?

          Nei, ég held ekki.

          Jón Valur Jensson, 20.9.2015 kl. 13:08

          Bæta við athugasemd

          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband