Margföld tíðni byssuglæpa bara eðlilegur "gangur lífsins."

Sú staðreynd blasir við að í Bandaríkjunum er margfalt meiri tíðni byssuglæpa og margfalt fleiri í fangelsum miðað við fólksfjölda en í sambærilegum löndum.

Kanar, sem verja þetta, telja að þetta sé "eðlilegur gangur lífsins" og benda á að landið sé landnemaríki, "frontier coyntry."

En það eru Ástralía og Kanada líka, og glæpatíðnin miklu minni en í Guðs eigin landi.

Annar munur er á þessum ríkjum og Bandaríkjunum,  en það er byssueignin, sem er langmest í Bandaríkjunum.

Auk þess sést á nýjasta byssumorðingjanum að menn geta eignast heilu vopnabúrin eins og ekkert sé. Gaurinn átti þrettán byssur og allar löglegar.

Það er bara "gangur lífsins" þar vestra segja Donald Trump og skoðabræður hans, og þetta er réttlætt með því að hver maður eigi rétt á að vopnbúast til að verja sig.

En hvernig getur einn maður skotið af þrettán byssum í einu?  Er það eðlilegur gangur lífsins ? 

Donald Trump fær enn gríðarlegan stuðning fjölda manna við sín villtu viðhorf. Meðal þeirra, sem dýrka hann, eru sumir kunningjar mínir og vinir sem eru eins vel menntaðir og vel að sér um erlend málefni og hugsast getur.

Það er umhugsunarefni.


mbl.is Byssulöggjöf skiptir ekki máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er smá munur á Ástralíu & Kanada annars vegar, og USA hinsvegar.  Einsleitara fólk, fyrir það fyrsta.  Stærri millistétt.  Annað kerfi.

Svo skera Bandaríkin sig þannig frá þeim löndum þar sem flest morð eru framin per capita (og oftar en ekki, flest morð, púntur.) að þeir hafa mjög aktíva fjölmiðla sem básúna því út í hvert skipti sem einhver plaffar einhvern annan niður.

Aldrei heyrir maður svona frá Venezuela, þó þar séu framin þetta ca. 16.000 morð á ári, eða ~54/100.000 manns, á móti 14-15K morðum í USA, eða 4.7/100K.

Það eru ekki allir með CNN.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.10.2015 kl. 22:29

2 identicon

Bandaríkin er landið þar sem allir psychopatar landsins eru vopnaðir upp fyrir axlir og dauðlangar að skjóta blásaklaust fólk. Fyrst það er löglegt að eiga morðvopn, þá ætti Congress í USA að taka næsta skref, þ.e. að lögleiða morð.

En mikið væri það æskilegt ef einhver skyti Donald Trump til bana. Það væri þá bara gangur lífsins. Þá slyppum við hin við að hlusta á niðurganginn sem vellur upp úr honum. Því að hingað til hafa nær eingöngu verið "góðu gæjarnir" og annað saklaust fólk sem hefur verið myrt. Kominn tími til að breyta til.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 22:41

3 identicon

Charlton Heston, former president of the National Rifle Association: “You can have my guns when you take them from my cold, dead hands.” Jeb Bush: „Stuff happens.“

„...eru sumir kunningjar mínir og vinir sem eru eins vel menntaðir og vel að sér um erlend málefni og hugsast getur.“ „Og hugsast getur“, sure?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2015 kl. 00:05

4 identicon

Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það

US Intelligence Officer: “Every Single Terrorist Attack In US Was A False Flag Attack”

http://beforeitsnews.com/terrorism/2015/05/us-intelligence-officer-every-single-terrorist-attack-in-us-was-a-false-flag-attack-2453544.html

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.10.2015 kl. 00:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Homicide mechanism chart

Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 01:08

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu margar konur hafa framið fjöldamorð í skólum og kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum?

Þorsteinn Briem, 5.10.2015 kl. 03:50

7 identicon

Finnst þér að það ætti að setja kynjakvóta á fjöldamorð, Steini?

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband