"Stendur sig enginn betur en Íslendingar" ??

Í olíukreppunni sem brast á 1979 gripu Íslendingar til þess ráðs að fara út í hitaveitur og gufuaflsvirkjanir við Kröflu og síðar á Nesjavöllum.

Þótt með þessu væri stórlega dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis hefði þetta þó vart verið gert nema vegna þess að hin innlenda orka var miklu ódýrari og sparaði þar að auki gjaldeyri.

Síðan þessi miklu umskipti byrjuðu fyrir alvöru eru liðin 35 ár og því er það ansi billegt að gaspra nú: "Það stendur sig enginn betur en Íslendingar."

Í aðdraganda Hrunsins komum við okkur upp mest mengandi bílaflota í okkar heimshluta og erum aftarlega á merinni við að vinda ofan af því en fjarri því að standa undir þeirri síbylju fullyrðingu að enginn standi sig betur en Íslendingar um þessar mundir við að minnka notkun jarðefnaeldsneytis fyrir bíla- og skipaflotann.

Það er líka billegt að kasta sér á bak við heildarstefnu ESB og Noregs varðandi 40% minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda þegar ekki er vitað hvað kemur út úr því hvað varðar okkur sérstaklega.

Ég fer ekki ofan af því að það hafi verið full ástæða til þess að vekja með aðgerðinni "Orkuskipti - koma svo!" í sumar athygli á slakri frammistöðu okkar miðað við þá einstæðu aðstöðu sem við erum í til þess að taka raunverulega forystu á borði ekki síður en í orði.  


mbl.is Enginn í NY misskildi Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur Davíð Gunnlaugson er enginn forystusauður, hvorki í þessum efnum né öðrum.

Hins vegar má sjá forystusauð á Hverfisgötu 35 í versluninni Kind, sem selur eingöngu vörur sem framleiddar eru hér á Íslandi, til að mynda alls kyns hannyrðavörur.

"Pétur D" hefði gott af því að skoða þar aðra sauði en sjálfan sig.

Í næsta húsi er hins vegar svartur sauður, Hið dökka man, með verslunina Miss Miss.

"Pétur D" og aðrir nafnleysingjar hér hefðu einnig gott af því að líta þar inn þegar þeir kíkja út úr Framsóknarfjósinu í Miðbæinn einu sinni í mánuði, að eigin sögn.

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 03:14

2 identicon

Voru Þjóðverjar ekki að framleiða mest mengandi bílaflota sögunnar?  Milli þess sem þeir framleiddu sérstök svindltæki til að vinna allar mengunarmælingarnar?  Við getum vel við unað.  Það standa sig allir betur en Þjóðverjar.  Þeir eru eina þjóðin sem keppist við að svindla í meintu kapphlaupi.  Milli þess sem hún framleiðir reglugerðir fyrir alla hina.     

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 09:49

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við eigum mest mengandi bílaflotann þótt við framleiðum hann ekki. Með mengun er í máli forsætisráðherra átt við framleiðslu á gróðurhúsalofttegundum en aðal vandinn varðandi dísilbíla eru sótagnirnar, sem geta verið heilsupillandi.

Ekki liggur fyrir hvort eða hve mikið svindl Volkswagen verksmiðjanna var varandi gróðurhúsalofttegundir.

Ómar Ragnarsson, 6.10.2015 kl. 10:45

4 identicon

Einmitt.  Miðað við síðustu fréttir þá er ekkert að marka þessar mælingar.  Þeir sem koma best út svindla kannski mest.  Kannski að okkar bílafloti sé bestur þó gögn sýni e.t.v. annað.  Við jafnvel í fararbroddi án þess að vita það.  Og fáum ekkert nema skömm í hattinn :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 11:30

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rækta skóga, við getum það í stórum stíl. Besta leiðin

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2015 kl. 11:39

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... aðal vandinn varðandi dísilbíla eru sótagnirnar, sem geta verið heilsupillandi."

"The premature deaths are due to two key pollutants, fine particulates known as PM2.5s and the toxic gas nitrogen dioxide (NO2), according to a study carried out by researchers at King's College London.

The study - which was commissioned by the Greater London Authority and Transport for London - is believed to be the first by any city in the world to attempt to quantify how many people are being harmed by NO2.

The gas is largely created by diesel cars, lorries and buses, and affects lung capacity and growth."

Nearly 9,500 people die each year in London because of air pollution

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 13:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... framleiðir reglugerðir fyrir alla hina."

Ef
Elín Sigurðardóttir vill ekki að Þjóðverjar og aðrir í Evrópusambandinu samþykki reglugerðir fyrir okkur Íslendinga sem við tökum engan þátt í að semja er hún væntanlega í hinum gríðarstóra stjórnmálaflokki Jóns Vals Jenssonar, þar sem enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 13:49

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 13:53

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband