Eitt af mörgum atriðum til bóta í frumvarpi stjórnlagaráðs.

Athyglisvert hefur verið að sjá hvernig einstök atriði í frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár hafa með nokkuð reglulegu millibili komið upp í þjóðmálaumræðunni á sama tíma sem valdaöflin í landinu standa fast á móti þörfum breytingum.

Nú síðast eru það ákvæðin um kjör forseta Íslands.

Með þessu háttalagi er málinu drepið á dreif og það tafið.

Ferill þess hefur nú staðið í meira en sex ár án þess að nokkuð hafi enn fengist fram.


mbl.is Forseti þurfi meirihluta atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má velta því fyrir sér hvort Vigdís Finnbogadóttir hefði náð kjöri árið 1980 hefði þessi háttur verið hafður á þá

Julius (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 12:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Og í síðustu forsetakosningum fékk Ólafur Ragnar Grímsson atkvæði 35,7%, eða rúmlega þriðjungs þeirra sem þá voru á kjörskrá.

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 14:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson fékk hins vegar meirihluta greiddra atkvæða í síðustu forsetakosningum, um 52,8%.

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 14:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 14:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þjóðfundur um stjórnarskrá var haldinn í Laugardalshöll 6. nóvember 2010.

Fundinn sóttu 950 manns af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs, og kynjaskipting var nánast jöfn.
"

Niðurstöður Þjóðfundar 2010

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 14:40

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frumvarp Stjórnlagaráðs - 78. gr. Forsetakjör:

"Forseti Íslands er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarétt hafa til Alþingis.

Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði.

Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð.

Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti.

Ef aðeins einn maður er í kjöri, er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Að öðru leyti skal ákvarða með lögum um framboð og kosningu forseta Íslands."

Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 14:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 14:59

        8 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.10.2015:

        Píratar 35%,

        Samfylking 10%,

        Björt framtíð 6%,

        Vinstri grænir 11%.

        Samtals 62% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

        Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 10%.

        Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

        Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 15:30

        9 identicon

        Það er ýmislegt sem kemur með nokkuð reglulegu millibili upp í þjóðmálaumræðunni, mis gáfulegt og það að það komi upp er ekki mælikvarði á gæðin.

        Tillögur stjórnlagaráðs eru dauðar. Ekki tókst að sýna fram á þörf á breytingum og koma með breytingartillögur til batnaðar. Tillaga stjórnlagaráðs bar með sér að þar væri verið að breyta bara til þess að breyta. Og þá helst með sem mestu flækjustigi, óþarfa skrúðmælgi eða óskylgreindum hugtökum. Allir áttu að verða ánægðir og skilja meistaraverkið þó engir tveir legðu sömu merkingu í textan.

        Hábeinn (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 16:58

        10 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Sem sagt, ekkert málefnalegt frá nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frekar en fyrri daginn.

        Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 17:25

        11 Smámynd: Þorsteinn Briem

        19.5.2015:

        "Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:"

        Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.10.2015:

        Píratar 35%,

        Sjálfstæðisflokkurinn 24%.

        Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 17:38

        12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

        Að ekki sé talað um öll atriðin sem vantaði í tillögur stjórnlagaráðs sem hefðu getað verið til bóta, en urðu það ekki vegna þess að ákveðið var að sniðganga þau atriði í endanlegri útgáfu "frumvarpsins". Þar á meðal ákvæði um peningakerfið og fjármálastarfsemi, sem voru tilefni þess að ráðist var í endurskoðun stjórnarskrárinnar til að byrja með.

        Þegar lagt er upp með eitthvað af ákveðnu tilefni, en niðurstaðan inniheldur ekkert sem tekur á því tilefni, þá er sú niðurstaða markleysa.

        Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2015 kl. 18:59

        13 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Það er þín skoðun, Guðmundur Ásgeirsson.

        Og eins og aðrir hefur þú eitt atkvæði í næstu alþingiskosningum.

        Þorsteinn Briem, 6.10.2015 kl. 20:01

        14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

        Vissulega, og það mun (vonandi) verða svo.

        Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2015 kl. 20:09

        15 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:

        Píratar 28%,

        Samfylking 25%,

        Björt framtíð 8%,

        Vinstri grænir 11%.

        Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

        Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.

        Þorsteinn Briem, 8.10.2015 kl. 19:22

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband