"Gerbylting stjórnarskrárinnar" er röng skilgreining.

Það er alrangt að í frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár sé um einhverja "gerbyltingu stjórnarskrárinnar" að ræða.

Þessu hafa meira að segja menn úr háskólasamfélaginu kastað fram án þess að færa fyrir því nokkur rök, enda taldi einn þeirra í blaðaviðtali, að svonefndri "elítu", eins og hann kallaði innvígða og innmúraða í kunningjasamfélagi sínu, eina bæru menninga til þess að endurbæta stjórnarskrána.

Á fundi um málið fyrr á þessu ári hélt einn úr "elítunni" því meira að segja fram, að frumvarp stjórnlagaráðs færði stjórnarskrána frá stjórnarskrám Norðurlandanna og landa í Norður-Evrópu.

Þetta er fjarri lagi. Þvert á móti færðist stjórnarskráin nær stjórnarskrám landa eins og Finnlands og Þýskalands, enda var leitast við að taka það besta í þessum stjórnarskrám til fyrirmyndar.

Andstæðingar breytinga tóku það upp að Feneyjanefndin hefði talið hættu á óvissu í stjórn landins vegna þess hlutverks sem forsetanum væri falið í frumvarpinu og að hætta væri á átökum milli forsetans og annarra valdþátta.

Í þessum efnum er eina bitastæða atriðið það, að efni 26. greinar núverandi stjórnarskrár um málskotsrétt forsetans er látið halda sér, nokkuð sem hefur verið sérstætt í 71 ár í stjórnarskrá okkar.

En ekki er að sjá að mikil andstaða sé af hálfu þjóðarinnar og núverandi forseta við þetta vald hans, heldur er þetta eitt af mikilsverðum atriðum við að koma á þeirri valdtemprun, valddreifingu og skýrum valdmörkum, sem eru grundvallarforsenda farsæls stjórnarfars.

Á ytra borði kann frumvarp stjórnlagaráðs að þykja ólíkt núverandi stjórnarskrá af því að ný stjórnarskrá er sett upp í rökrétta röðun en því er sleppt að eyða 30 fyrstu greinunum eins og í núverandi stjórnarskrá að mestu í það að segja að forsetinn geri þetta og geri hitt en segja síðar í einni setningu síðar að hann láti ráðherra fara með vald sitt.

Núverandi stjórnarskrá Íslands er af þessum sökum lítt skiljanleg almenningi, enda voru allar þessar upphafgreinar hennar settar í dönsku stjórnarskrána 1849 til þess að friðþægja þáverandi konungi Danmerkur og Íslands.

Það er fráleitt að kalla það "gerbyltingu" að setja stjórnarskrána í aðgengilegt og rökrétt form með bestu erlendar stjórnarskrár sem fyrirmynd.

Síðan gleymist það í umræðunni að á undan starfi stjórnlagaráðs fór ítarleg og vönduð vinna sérstakrar stjórnarskrárnefndar þar sem færustu stjórnspekingar lögðu línur og gáfu upp mismunandi útfærslur á einstökum atriðum í um 800 blaðsíðna plaggi.    

 

  


mbl.is Tilkynnir um framboð í nýársávarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála honum varðandi Jóhönnu Sigurðardóttur.  Hún virkar orðið eins og Kim Jong un með hirð í kringum sig og einkennilega kvikmynd og sögufölsun.  Hálf óhugnanleg eitthvað.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.10.2015 kl. 14:49

2 identicon

Það er tæplega hægt að halda því fram að tillögur stjórnlagaráðs hafi verið skýrar og rökréttar miðað við það að engir tveir, utan stjórnlagaráðs, virðast geta skilið hana á sama veg. Og sú viðurlkenning að um bútasaum úr ýmsum áttum sé að ræða skýrir margan ruglinginn og þvæluna sem þar virðist grassera. Dýrin í Hálsaskógi gerðu betur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.10.2015 kl. 15:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 17:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:"

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.10.2015:

Píratar 35%,

Sjálfstæðisflokkurinn 24%.

Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 17:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Og í síðustu forsetakosningum fékk Ólafur Ragnar Grímsson atkvæði 35,7%, eða rúmlega þriðjungs þeirra sem þá voru á kjörskrá.

Hann fékk hins vegar meirihluta greiddra atkvæða í síðustu forsetakosningum, um 52,8%.

Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 17:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þjóðfundur um stjórnarskrá var haldinn í Laugardalshöll 6. nóvember 2010.

Fundinn sóttu 950 manns af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs, og kynjaskipting var nánast jöfn.
"

Niðurstöður Þjóðfundar 2010

Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 17:53

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 17:55

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:00

        9 Smámynd: Þorsteinn Briem

        kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

        "Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

        Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

        "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

        Og daginn eftir á Stöð 2:

        "Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:08

        10 Smámynd: Þorsteinn Briem

        1.4.2015:

        "12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

        Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:09

        11 Smámynd: Þorsteinn Briem

        17.8.2015:

        "Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

        Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

        Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

        Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

        Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

        Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:12

        12 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

        "The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

        Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

        10.2.2015:

        "Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

        Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

        Þessi lán eru óverðtryggð."

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:13

        13 Smámynd: Þorsteinn Briem

        25.8.2015:


        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:15

        14 Smámynd: Þorsteinn Briem

        1.9.2015:

        Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

        Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:17

        15 identicon

        Samfylkingin er að ganga í gegnum sitt hefðbundna kennitöluflakk.  Það skýrir fylgi Pírata.  Fyrir þá sem standa utan flokka þá er þetta endurtekið efni.

        Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.10.2015 kl. 18:22

        16 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Samfylkingin hefur sem sagt 45% fylgi, Elín Sigurðardóttir.

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:35

        17 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.10.2015:

        Píratar 35%,

        Samfylking 10%,

        Björt framtíð 6%,

        Vinstri grænir 11%.

        Samtals 62% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

        Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 10%.

        Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:37

        18 identicon

        Samfylkingin hefur ekki jafn mikið fylgi og flugvöllurinn.  Það hlýtur að vera pínulítið svekkjandi.  Kannski þess vegna sem þau reyna að taka pirringinn út á Útvarpi Sögu.  Eina miðlinum sem hlustar á fólkið og leyfir því að tjá sig. 

        Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.10.2015 kl. 18:38

        19 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:

        Píratar 28%,

        Samfylking 25%,

        Björt framtíð 8%,

        Vinstri grænir 11%.

        Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

        Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:51

        20 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:56

        21 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum.

        Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.

        Og næstu borgarstjórnarkosningar verða árið 2018.

        Haldi einhverjir því fram að borgarfulltrúi Pírata hafi svikið einhverja hefur fylgi Pírata samt sem áður aukist mikið í borginni.

        Og haldi þeir því einnig fram að fylgi Pírata hafi aukist vegna flugvallarmálsins eiga þeir að sjálfsögðu að sanna það.

        Þorsteinn Briem, 11.10.2015 kl. 18:58

        22 Smámynd: Júlíus Guðni Antonsson

        æi

        Júlíus Guðni Antonsson, 14.10.2015 kl. 00:41

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband