Latakia er 70 kílómetra frá landamærunum að Tyrklandi.

Vladimir Putin segir að herþotur Rússa hafi verið í aðgerðum "á svæðinu umhverfis Latakia."

Latakia er í 70 kílómetra fjarlægð frá tyrknesku landamærunum  og því er eitthvað í þessum máli sem gengur ekki alveg upp.

Putin segir aðgerðirnar norður af Latakia lið í því að hindra uppreisnarmenn til að komast til Rússlands.

Siglingaleiðin frá Latakia til Rússlands er hins vegar 1500 kílómetra löng.

Það þarf að skýra þetta mál og upplýsa betur.


mbl.is „Rýtingur í bakið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er athyglisvert kort:

https://www.craigmurray.org.uk/archives/2015/11/the-madness-of-war/

Matthías (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 16:13

2 identicon

Latakia er bæði nafni á borg, héraði og fylki sem nær alveg að landamærum Tyrklands.

Matthías (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 16:25

3 Smámynd: Aztec

Takk, Matthías. Þar kemur einnig fram, að þetta landsvæði sem rússneska vélin flaug yfir er aðeins 3 km breitt og er umdeilt. Landsvæðið, kallað Hatay, var upprunalega í Sýrlandi en var innlimað í Tyrkland árið 1939. Hugsanlega stafa deilurnar af því að Rússar og Sýrlendingar hafa ekki viðurkennt þessa innlimun. En hvort þetta hafi verið vísvitandi ögrun af hálfu Rússa er spurning. 

Aztec, 24.11.2015 kl. 17:01

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Á G20 funndinum kom Putin með skjöl sem sýndu hvernig einstaklingar og félög í 40 löndum fjármagna ISIS

Þar var efst á lista sonur Erdogans sem stjórnar og hangast á olíuviðskiftum ISIS.

Að loknum fundinum fór Putin heim og lét sprengja þennan bisniss í loft upp.

Erdogan var ekki skemmt að fjölskyldan skyldi missa sitt helsta viðurværi og beið færis til að hefna sín á Putin.

Erdogen notaði sem sagt tyrkneska herinn til að hefna fyrir ófarir fjölskyldunnar. 

Nú eru rússar og sýrlendingar að sækja norður með landamærum Tyrklands og Sýrlands og freysta þess að slíta á tengsl Tyrklands og ISIS.

Þessi tengsl hafa verið ákaflega gefandi fyrir Tyrkneska elítu svo þeir munu reyna allt til að koma í veg fyrir þetta.

Í þessu skáka þeir í skjóli NATO og treysta að að geta hagað sér að vild hafandi Evrópu í heljargreypum vegna flóttamannavandans og stuðning bandaríkjanna sem hafs dælt vopnum til ISIS í gegnum "moderete rebels" og hliðið sem er notað er Tyrkland.

Í ljósi aðstæðna geta rússar náttúlega ekki brugðist við með hernaði ,en ég spái að tyrkir muni flótlega verða búnir að tapa andvirði þessarar þotu sem þeir skutu niður. 

Borgþór Jónsson, 24.11.2015 kl. 18:28

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Athygisvert, Borgþór. Ástandið á þessu svæði er afar flókið. Þannig hafa Sádar verið tortryggðir leng varðandi það að bera kápuna á báðum öxlum, segjast vara í bandalagi til að kveða ISIS og önnur hryðjuverkasamtök niður á sama tíma og fjármunir streyma frá Sádi-Arabíu til hinna sömu hryðjuverkasamtaka.  

Ómar Ragnarsson, 24.11.2015 kl. 20:07

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af atburðarásinni er helst hægt að draga þá ályktun að Tyrkir hafi beðið eftir þessu tækifæri tilbúnir með fingurinn á gikknum.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2015 kl. 20:21

7 identicon

Eftir höfðinu dansa limirnir.  USA, ESB, NATO, ISIS og Tyrkirnir.  Ætli Björn Bjarnason tölti ekki þarna á eftir þeim.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 21:15

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er orðið svo flókið stríð, - að flækjustigið fer að nálgast kaos.

Sýrland hefur gert tilkall til Hatay héraðs.  Það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að vera hluti af Tyrklandi 1938.

Hinsvegar hafa rússneskar vélar a.m.k. 2 á undanförnum dögum farið alveg upp að landamærunum og jafnvel yfir.  Tyrkir hafa tvisvar brugðist við rúsneskum vélum eða sent á loft varnarvélar og bægt rússum þannig í burtu.

Sumir telja að tyrkir hljóti að hafa fengið leyfi Nato fyrirfram eða þessi möguleiki hafi verið ræddur fyrirfram.

Erdogan var undir pressu því það þótti niðurlægjandi fyrir Tyrkland að rússar væru að brjóta lofthelgina.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2015 kl. 23:29

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Síðast af öllu myndi ég treysta Tyrkneskum yfirvölum fyrir réttlætisins jafnréttisfriði á jörðu. ja, fyrir utan glæpsamlegu Sádi arabatoppana.

Jens Stoltenberg er treystandi sem persónu fyrir heimsfriði. En hvað gerir almenningur heimsins til að standa með þeim góða manni í fremstu víglínu?

Almættið algóða stýri og hjálpi þeim góða dreng sem Jens Stoltenberg í raun er.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.11.2015 kl. 00:38

10 identicon

Alveg náið þið Andri Snær Magnason saman Anna Sigríður Guðmundsdóttir.  Þessi flugvél var skotin niður í göfugum tilgangi.  Lengi lifi góða fólkið!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband