Svipað og fyrir austan.

Það sem gerðist á Austurlandi á tímum byggingar Kárahnjúkavirkjunar er um margt að endurtaka sig vegna framkvæmda í Þingeyjarsýslum, þótt ekki séu framkvæmdirnar eins tröllslegar og eystra.

Fyrirfram var talað um það að 80% vinnuaflsins vegna Kárahnjúkavirkjunar myndi verða innlent en 20% erlent. Þetta varð öfugt.

Tölur um þetta liggja ekki fyrir enn vegna framkvæmda í Þingeyjarsýslum, en umfang undirverktakastarfsemi með erlendu vinnuafli blasir við.

Til lítils er að kvarta yfir þessu og kveina. Fordæmið lá fyrir og menn fengu það sem þeir máttu vita að þeir fengju.


mbl.is Löglegt en pirrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Þetta fólk þiggur marg­vís­lega þjón­ustu af sam­fé­lag­inu en greiðir lítið eða ekk­ert fyr­ir“, segir formaður Framsýnar.

En hver er þessi þjónusta? Að fá að versla í okur sjoppum Samkaups; Kaskó og Úrval?

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 21:49

2 identicon

Besides the point; Eitt sem er vert að muna i þessu samhengi er að margir íslendingar njóta svipaðra forréttinda þegar þeir vinna í skemmri tíma erlendis.  Ekki kvarta þeir yfir því.

Jón Ákason (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband