Afreksmaðurinn sem vítamínskortur felldi.

Á árunum 1949-1951 áttu Íslendingar sex spretthlaupara sem voru í fremstu röð í Evrópu, Hauk og Örn Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson, Ásmund Bjarnason, Guðmund Lárusson og Hörð Haraldsson.

Nokkurn veginn öruggt er að aldrei aftur muni jafn fámenn þjóð leika þetta eftir.

Í 200 metra hlaupi 17. júní röðuðu fjórir menn sér í einu og sama hlaupinu inn á topp afrekaskrár ársins í Evrópu, Hörður Haraldsson, 21,5 (Íslandsmet), Haukur Clausen 21,6, Ásmundur Bjarnason 21,7 og Guðmundur Lárusson 21,8.

Þeir Hörður og Haukur voru til alls líklegir og seinna um sumarið náði Haukur besta árangri ársins í Evrópu, hljóp á 21,3 og setti Norðurlandamet, sem stóð í sjö ár og Íslandsmet sem stóð í 17 ár.

En hvað varð um Hörð Haraldsson? Jú, hann var í góðri forystu í 200 metra hlaupinu í landskeppni við Dani, næstu stórkeppni á eftir 17. júní mótinu, þegar hann tognaði í hálfnuðu hlaupi og haltraði í mark.

Keppti ekki meira það árið og jafnaði sig ekki fyrr en mörgum árum síðar þegar það var orðið of seint.

Þá náði hann þó, seint og um síðir, næst besta árangri Íslendings í 400 metra hlaupi fram að þeim tíma.

Hafði komist að því að skortur á B-vítamíni hafði valdið því, að ævinlega þegar hann var að komast í toppform á sínum bestu árum, tognaði hann.

Meginástæðan var fólgin í matarvenjum hans varðandi það að neyta ekki brauðs og annarrar fæðu sem gefur nauðsynlegt B-vítamín.


mbl.is Ertu með B12 vítamínskort?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Ásmundur Bjarnson er á Húsavík, setur góðan svip á bæjinn, hvers manns hugljúfi. Spilar golf hvern deg þegar veður leyfir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 14:18

2 identicon

Minni á að til eru 8 vítamín sem flokkast sem B vítamín, þó mjög ólík hvað uppbyggingu (structure) varðar. Flest ef ekki öll eru leysanleg í vatni en þola lítinn hita. Mörg B vítamín koma fyrir í sömu fæðu tegund.

Vitamin B1 (thiamine), B2 (riboflavin), B3 (niacin eða nicotnic acid), B5 (pantothenic acid), B6 (pyridoxine, pyridoxal, pydidoxamine), B7 (biotin), Vitamin B9 (folic acid), B12 (mismunandi cobalamins).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 19:48

3 identicon

Og úr því B vítamínin þola lítt hita en verða til við gerjun er ljóslega ekki annað í stöðunni en stórauka bjórneyslu. Hefur lyfjainntaka sú alla burði til að verða vinsæl, og vel heppnuð.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 21:47

4 identicon

X-B?sealed

Sókrates (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband