Einna erfiðast fyrir opinberan rekstur.

Áhrif mikilla kauphækkana koma að hluta til öðruvísi fram nána en á árum áður, vegna þess að miklu stærri hluti launþega vinnur við opinbera þjónustu en áður var.

Fulltrúar almennings sem stjórna þessum fyrirtækjum og stofnunum eiga erfitt með að draga stórlega saman þjónustuna til þess að geta borgað mun hærri laun.

Stundum er þetta brosleg hringekja: Sami fólkið og þiggur hærri laun, leggur til að það þurfi að borga hærri skatta eða hærri laun fyrir þjónustuna sem veitt er, - eða þá að draga þjónustuna saman á þann hátt, að við er ekki unað.

Áhrif af miklum launahækkunum eru að koma fram í opinbera geiranum, t. d. 13 milljarðar í heilbrigðiskerfinu, en fjölmargar opinbera stofnanir og fyrirtæki eiga eftir að endurskoða þjónustugjöld eða fá til sín skattahækkanir.

Stór hluti launahækkana á þenslutímum rennur í neysluskatta og draga úr nauðsyn á hækkun beina skatta, en engu að síður er ekki útséð um það, hvað verðbólgan verður mikil.   


mbl.is Stórlega ýktar fregnir af verðbólgu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Launahækkanir valda ekki verðbólgu.

Það gera hinsvegar verðhækkanir.

Verðtrygging veldur verðhækkunum.

Þannig veldur verðtrygging verðbólgu.

Og er í raun stærsta orsök hennar!

Til að draga úr verðbólgu þarf því að afnema verðtryggingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2015 kl. 18:45

2 identicon

Hér að ofan getur að líta hagfræði í hnotskurn. Verðhækkanir valda verðbólgu. Laun eru verðið sem greiða þarf fyrir vinnu. Launahækkanir eru því verðhækkanir. Þá hækkar tilkostnaður við vöruframleiðslu sem veldur því að framleiðsluverð vöru hækkar sem veldur verðbólgu, nema framleiðendur hækki ekki verð vörunnar. En það er ekki hægt vegna þess að þá minnkar hagnaður samsteypunnar og þess vegna hækkar varan í verði því vonandi er einhver annar framleiðandi svo fórnfús að hækka ekki vöruverð þegar tilkostnaður hækkar. 

Verðtrygging er til að tryggja það að hver sá sem fær að láni verð þriggja mjólkurkúa greiði lánið til baka með verði þriggja mjólkurkúa jafnvel þótt gjaldmiðillinn sem hann tók lánið í hafi lækkað í verði vegna þess að verðlag hækkaði. Og ég er fjármagnseigandi sem á verulegar fjárupphæðir í lífeyrissjóði. Skili lánin úr honum sér ekki til baka með verðtryggingu rýrnar lífeyrissjóðurinn minn og ég má snapa gams í ellinni og éta það sem úti frýs á sunnudögum. Það er ekki geðug framtíðarsýn. 

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 21:43

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þorvaldur. Vísitala neysluverðs mælir ekki laun, aðeins verð á vöru og þjónustu. Svo er dæmið sem þú tekur merkingarlaust, vegna þess að bankar lána ekki mjólkurkýr og útlánastarfsemi banka virkar allt öðru vísi heldur en ef ég og þú værum að lána hvorum öðrum raunverðmæti. Bankar eiga engin raunverðmæti og geta þess vegna aldrei lánað raunverðmæti. Ef þú lánar mér mjólkurkú er eðlilegt að ég skili þér til baka mjólkurkú. Þegar banki prentar krónu og lánar mér hana þá er eðlilegt að ég skili til baka krónu. Það er hinsvegar ekki eðlilegt ef hann lánar mér krónu að ég þurfi að skila til baka tveimur eða þremur krónum, því það er meira en ég fékk lánað. Þú myndi varla biðja mig að afhenda þér tvær kýr ef þú hefðir bara lánað mér eina? Kannski hefðirðu ekkert á móti því að fá meira til baka en þú lánaðir, en þá værir þú að hagnast á því og ég að tapa. Sumum þykir fínt að hagnast á því að gera ekki neitt, en öðrum finnst það ósanngjarnt og í þeim hópi er flest venjulegt fólk.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2015 kl. 10:12

4 Smámynd: Már Elíson

"Skili lánin úr honum sér ekki til baka með verðtryggingu rýrnar lífeyrissjóðurinn minn..."o.s.frv. - Þú sem sagt treystir ekki að lífeyrissjóðurinn þinn sem ávaxtar sitt pund (oftar en ekki erlendis, að þér forspurðum) ávaxti sitt pund á venjulegan hátt ? - ÞÚ vilt bara að hann noti þær leiðir að mergsjúga almenning (hinn partinn..ekki þinn part) svo ÞÚ þurfir ekki að éta það sem úti frýs ? - Þvílík mannleysa sem þú ert, og þvílíkur hugsanagangur. Hugsa sér, þetta er til ennþá. - En greinilegir Sjálfstæðismenn eins og þú eru og verða á undanhaldi í náinni framtíð skv. öllum tölum. - 

Már Elíson, 27.11.2015 kl. 10:30

5 identicon

Guðmundur skilur mig ekki eða vill ekki skilja mig. Það er hans val. Már Elísson vill heldur ekki skilja mig og kallar mig mannleysu. Það er hans val. Ég verð hins vegar ekki mannleysa þótt Már kalli mig það. Slík ummæli lýsa eingöngu þeim sem þeim beita, þótt vitaskuld sárni mér að Már kýs að lýsa sér eins og raun ber vitni, því ég hélt hann væri skynsamur maður.

En, verðtrygging er leið til þess að menn skili til baka jafnvirði þess sem þeir fengu að láni. Væri ekki verðtrygging næðist jafnvirðið með öðrum hætti, til dæmis með enn hærri vöxtum en raun ber þó vitni. Hitt má svo sem ræða hvort vextir ofan á verðtryggingu eru of háir, en það er annað mál. Og bara svo það sé á hreinu; ég er ekki eini maðurinn sem á von á lífeyri úr lífeyrissjóði. Jafnvel Már Elísson og Guðmundur Ásgeirsson munu fá lífeyri. Vilja þeir að lífeyrissjóðurinn þeirra brenni upp eða vilja þeir að hann haldi verðgildi sínu?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.11.2015 kl. 11:06

6 Smámynd: Már Elíson

Það er ljóst að þú skidir ekki hvað ég skrifaði, og að efast um að ég sé skynsamur skil ég ekki, því það skynsamlegasta var að benda á beinfrosinn eiginhagsmuna hugsanagang þinn, en það ergir hug þinn. - sannleikurinn er sárastur sumum. - Lífeyrissjóður brennur ekki upp ef sérvaldir hagsmunagæslumenn lífeyriseigenda ávaxta pundið á réttan, venjulegan og heiðarlegan hátt...Án þess að níðast á minnimáttar...Þetta sagði ég fyrr og stend við það. - það getur vel verið, Þorvaldur, að þér finnist að "mannleysa" sé gildishlaðið orð yfir þig, en hvað átti ég að kalla þig, manninn með þennan hugsanagang ? - Segðu mr.

Már Elíson, 27.11.2015 kl. 17:17

7 identicon

Enn bendi ég það að verðtrygging sér til þess að menn greiða lán til baka í jafnvirði þess sem þeir fengu að láni. Sé verðtrygging bönnuð verður ávöxtun lífeyrissjóða og annarra þeirra sem lána út peninga að fara fram með vöxtum svo háum að þeir haldi í við verðbólgu. Er það venjulegri, heiðarlegri eða réttlátari háttur en að hafa verðtryggingu? Muna menn virkilega ekki þá tíð þegar sparifé almennings brann upp á verðbólgubálinu? Ég er alltént nógu gamall til að muna það.

Og ef verðtrygging er óheiðarleg; hvernig telur þú þá að heiðarleg, venjuleg og réttlát ávöxtun fari fram? Eða hvað er réttlátt við það að maður sem fengið hefur andvirði þriggja mjólkurkúa lánað greiði aðeins til baka andvirði tveggja vegna þess að mjólkurkýr hafa hækkað í verði? Og á verðbólgutímum hækkar mjólkin reyndar líka í verði  hverrar andvirði nýtist m.a. til að greiða lánið með. Á sá sem lánaði að tapa en hinir að græða? Hvaðan heldurðu þá að lánsfé fáist? Verða menn sérlega æstir í að lána við slíkar kringumstæður? Myndi maður sem ætti andvirði þriggja mjólkurkúa sem hann þyrfti ekki að nota í svipinn lána það manni sem svo greiddi honum ekki nema andvirði tveggja vegna verðhækkunarinnar? Myndi hann ekki vilja fá andvirði þriggja? Er slíkur samningur eitthvað annað en samningur um verðtryggingu?

Á óverðtryggt lánsfé þá kannski að koma frá einhverjum sameiginlegum sjóði? Og tapið þá að greiðast af skattfé? Sem almenningur í landinu greiðir að langstærstum hluta? Eða hvernig ætti að leysa þau mál?

Og bara svo það sé á hreinu; mannleysa er gildishlaðið orð í munni og huga allra þeirra sem hugsa og tala á íslensku. Nú veit ég ekki hvað er rangt við þann hugsanagang að vilja í fyrsta lagi greiða til baka það sem ég hef fengið lánað og í öðru lagi að vilja fá greitt til baka það sem ég hefi lánað öðrum. Það eru ábyggilega til hugtök yfir menn sem ekki hafa þann hugsanagang en ég nota þau ekki í málefnalegri umræðu.

En byrjaðu sem sagt á því að fræða mig um hvernig rétt, venjuleg og heiðarleg ávöxtun lífeyrissjóða fer fram ef ekki má tryggja með samningum að verðmæti útláns skuli vera jafnt og verðmæti endurgreiðslu.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband