Eru starfsmenn Alþjóða veðurstofnunarinnar í hópi "40 þúsund fífla"?

Mikill söngur er nú kyrjaður af kuldatrúarmönnum, sem ég vil kalla svo, um að þeir 40 þúsund, sem fara muni til Parísar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, falli undir heildarheitið "40 þúsund fífl."

Væntanlega má þá telja vísindamenn Alþjóða veðurstofnunarinnar hrein fífl og mælingar þeirra hreinn fíflagangur, úr því að þær sýna að árið 2015 verði heitasta árið frá því að mælingar hófust og að síðustu 15 ár verði hlýjasta 15 ára tímabil í sögu mælingar.

Kuldatrúarmenn telja sig vita betur og að engin hlýnun hafi átt sér stað, heldur sé nú þvert á móti að "kólna hratt."

Er trú þessara "sjálfvita" eða "besservissera" vissulega mikil.


mbl.is Heitasta ár frá því að mælingar hófust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikill söngur er nú kyrjaður af saltfórekkimönnum, sem ég vil kalla svo, um að þeir 40 þúsund, sem fara muni til Parísar á saltverndarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, falli undir heildarheitið "40 þúsund fífl."

Væntanlega má þá telja vísindamenn Alþjóða hafrannsóknarstofnunarinnar hrein fífl og mælingar þeirra hreinn fíflagangur, úr því að þær sýna að árið 2015 verði selta hafsins minnst frá því að mælingar hófust.

Saltfórekkimenn telja sig vita betur og að saltmagn sé það sama og fyrr.

Er trú þessara "sjálfvita" eða "besservissera" vissulega mikil.

Mikilvægt er því leiðrétta þessa fáfræði og hefja strax verndun og söfnun á salti og hætta allri saltnotkun sem ekki telst lífsnauðsynleg.

Mælingar á hækkun eða lækkun segja þér ekki hver ástæðan er og ferð til Parísar breytir engu þar um. En ef ferðalög eru ein ástæða breytinga þá er heimskulegt fyrir þá sem ekki vilja breytingar að ferðast.

Hábeinn (IP-tala skráð) 27.11.2015 kl. 20:55

2 Smámynd: Þ. J.

  Hahaha. Alþjóða veðurstofan WMO = World Meteorological Organisation the UN weather body.  Þetta er ekki veðurstofa Ómar þetta er einn af örmum sameinuðu þjóðanna, klæddur sem veðurstofa.

 Þú ætlar seint að vakna og sjá þetta stærsta túrbínutrix veraldarsögunnar fyrir það sem það er, er gamla fréttanefið endanlega stíflað.

Þ. J., 28.11.2015 kl. 01:59

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svona er farið með vísindamenn sem voga sér að gera athugasemdir við óðahlýnunarofsatrúarmenn.

 http://new.spectator.co.uk/2015/11/i-was-tossed-out-of-the-tribe-climate-scientist-judith-curry-interviewed/

Þeir eru útskúfaðir og fá hvergi vinnu. Sumir vilja rannsaka þá örlitlu hlýnun sem orðið hefur á jörðinni undanfarin 150 ár, út frá öðrum sjónarhornum en eingöngu vegna aukningar co2.

Slíkir undanvillingar eru kallaðir "afneitunarsinnar" og fá ekki styrki úr opinberum sjóðum til rannsókna sinna eins og hinir sanntrúuðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2015 kl. 02:32

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Umræddur vísindamaður er Judith Curry og um hana má lesa hér: 

 http://new.spectator.co.uk/2015/11/i-was-tossed-out-of-the-tribe-climate-scientist-judith-curry-interviewed/

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2015 kl. 02:35

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sami linkur aftur óvart, fróðleikur á wiki um Judith:

 https://en.wikipedia.org/wiki/Judith_Curry

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2015 kl. 02:37

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Judith hefur m.a. sagt að global warming hysteríunni sé að mestu stjórnað af öfga umhverfisverndarsinnum og vinstrimönnum sem vilja helst skattleggja allt til helvítis.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2015 kl. 02:39

7 identicon

Otúlegt að lesa skrif þín Gunnar.

Það er ekki rétt að segja þú sért eins og srútur sem stingur hausnum í sandinn því srútar gera það ekki.

Hlýnunin er staðreynd og þegar freðmýrarnar í Síberíu og Cananda fara að þiðna þá verður anskotinn laus þegar metanið þar sleppur út.

Við lifum á viðsjárverðum tímum og eigum að fara varlega.

Mannskepnan er að eyðileggja umhverfi sitt og deyr út fyrir vikið.

Lífið á Jörðinni kemur þó örugglega til með að lifa af eins og það hefur gert í 3000 miljón ár.

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 06:27

8 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Já.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 28.11.2015 kl. 06:29

9 identicon

40.000 glópahlýnunarkjánar eru á leiðinni til Parísar haldnir ranghugmyndum um að þeir geti stjórnað loftslagi jarðar!

vademecum.brandenberger.eu/…/klima/rasool_schneider_1971.pdf

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 08:13

10 identicon

Ekki er nú hópurinn sem fer fyrir hönd Reykjavíkurborgar gæfulegur, enginn þeirra kann neitt í tölfræði og ekkert hefur komið fram um hvaða menntun hin svokallaði "loftslagsfræðingur" í hópnum hefur. Ekki leist Haraldi Sigurðssyni alla vega á þetta. Ætli samsetningin af restini, þessum 40.000, sé ekki eitthvað svipuð.

Ekki fór allt fjandans til fyrir 1.000 árum vegna þýðu freðmýra þegar lofthiti var 1,5 gráðum hærri en nú.

Merkilegt ef þetta verður hlýjasta árið frá 1875 (sem er líklega kaldasta ár síðustu 10.000 ára) því samkvæmt Moggabloggsíðu Ágústar H. Bjarnasonar hefur ís á norðurheimskautinu ekki verið meiri síðustu 10-15 árin.

Svo vaknar maður upp í morgun og það hefur aðeins 15 sinnum snjóað meira frá árinu 1949. Hin eðlilega endurhlýnun jarðar, frá kaldasta skeiði síðustu 10.000 ára, sem eru síðustu 300 árin, virðist ætla að láta standa á sér. 

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 13:00

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeir eru alveg ótrúlegir afneitunarsinnanir hér uppi.  Alveg ótrúlegir.

Eins og eg þreytist seint að benda á, þá er þetta mikið til sama liðið og ESB-hatarar, islam-hatarar og álíka rugluhausar sem eru í hópi afneitunarsinna.

Alveg merkilegt hve stór hópur þetta er.  Það er bara eins og margir innbyggjar hafi aldrei nokkru sinni gengið í skóla en ef þeir hafa farið í hann, þá er eins og þeir hafi aldrei lært neitt. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2015 kl. 14:37

12 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Hvað þurfa þessi 40.000 manns að planta mörgum trjám upp í kolefnisspor sín vegna flugsins til Parísar. Ég hlakka til að sjá þann stóra skóg sem kæmi í hlut íslendinganna. 

Stefán Þ Ingólfsson, 28.11.2015 kl. 17:06

13 identicon

Af hverju skyldu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna einir sitja heima, á meðan hinir fara á fullum dagpeningum í rómantíska jólaferð til Parísar, á kostnað skattgreiðenda um víðan heim?

Spurningin, eins góð og hún er, hvort þetta séu fífl, á því í raun ekki rétt á sér. Fyrst þurfum við að sannreyna hvort þetta eru raunveruleg fífl sem trúa á heimsendaspár, eða hvort þetta er fólk sem spilar bara með, fær dagpeninga og heldur starfinu.

Og Ómar Bjarki, auðvitað á athugasemd þín rétt á sér. Þú sem stuðningsmaður múslimskra hryðjuverkamanna og einræðis ESB rekur þú náttúrulega augun í það, að andstæðingar rómantískra Parísarferða á dagpeningum eru einning andstæðingar öfgafullra múslima og öfgafullrar ESB aðdáunar. Í hnotskurn, okkur er illa við allar þessar öfgar sem þú og þínir boða.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 17:22

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Málið er dautt. Það snjóaði mikið í morgun og það sýnir, að það er ekkert að marka meðaltal veðurmælinga um alla jörðina!

Ómar Ragnarsson, 28.11.2015 kl. 17:27

15 identicon

það er allavega ekki hlýtt hjá mér, búið að vera í kringum -10 til -15*C alla vikuna. sealed

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 17:36

16 identicon

Meðan glópahlýnunarkjánar tækla manninn tækla hugsandi menn vísindin :)

"Það stefnir í mestu snjódýpt í höfuðborginni frá stofnun Veturstofunnar. Skyldu Parísarfararnir skilja eindregna ábendingu náttúruaflanna?"

https://www.facebook.com/groups/gwhysteria/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 18:19

17 identicon

Málið er dautt. Meðaltal veðurmælinga um alla jörðina segja ekkert um ástæðuna eða hver þróunin verður í framtíðinni! Fljúgum því í þykkum mekki í óþarfa skemmtiferð til Parísar, Let it be done! Come on, let´s have fun, látum ekki mengunarbull stöðva okkar för!

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 18:30

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Hvers vegna hækkun hitastigs á jörðinni er miðuð við kaldasta tímabilið (Litla ísöld) í árþúsundir, er afar hentugt fyrir þá sem vilja sjá sem mestu hækkun.

Ágúst á Bjarnason, verkfræðingur, veltir fyrir sér "Hvað er eðlilegt veðirfar"

 http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2160742/

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.11.2015 kl. 13:06

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Björn J Guðjohnsen, þetta eru ekki "mín" skrif, heldur er ég að benda á að ekki eru allir vísindamenn sammála þessari warming-hysteriu.

Þú mátt alveg kæfa alla gagnrýna umræðu með því að segja að verið sé að stinga höfðinu í sandinn. Það er alþekkt taktík hjá þeim sem vilja ekki umræður, nema þær sem henta málstaðnum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.11.2015 kl. 13:10

20 identicon

Ég brenn í skinninu að lesa skðonair Steina Briem á þessu máli.

ocram (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 14:47

21 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar,það er ekki það sama að samþykkja hlýnun eður ei eða það hvort hún sé af mannavöldum eður ei. Svo er engan veginn hægt að samþykkja þetta trúarstökk, að hafi maðurinn átt þátt í hlýnun jarðar, þá verði hægt að "leiðrétta" það á einhverjum áratugum á jörðu að manns (þ.e. þínu) skapi.

Ívar Pálsson, 29.11.2015 kl. 14:51

22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ráðstefnan í París hefur lítið sem ekkert að gera með loftslagsbreytingar. það sem fer fram í París er hversu mikið eigum við að skattleggja hinn almenna borgara og hversu mikið er hægt að stjórna hinum almenna borgara með að skammta orku.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 18:34

23 identicon

100% rétt hjá Jóhanni

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 08:06

24 identicon

"Ég brenn í skinninu að lesa skðonair Steina Briem á þessu máli."

Yeah! Send in the clowns!

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.12.2015 kl. 09:49

25 identicon

Það er ánægjulegt, að innlegg fólks sem getur hugsað sjálfstætt og sem ekki gleypir við blekkingum loftslagsmafíunnar eru í miklum meirihluta á þessum þræði.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.12.2015 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband