Mikill munur á birtunni.

"Mig dreymir um hvít jól" söng Bing Crosby fyrir 70 árum og platan var lengi vel söluhæsta platan í Bandríkjunum.

Þó er veðurfar þannig í syðri hluta Bandaríkjanna að snjór sést sárasjaldan því það þarf kulda til að úrkoma sé í formi snjókomu.

En öll dýrkunin á jólasnjónum sýnir hve mjög menning og auður norðurríkja Bandaríkjanna mótaði þjóðlífið síðustu aldir.

En hvers vegna er fólk þá svona elskt að snjó? 

Líklega er það vegna þess, að í skammdeginu verður svo miklu bjartara umhorfs en í lágskýjuðu veðri og rigningu.

Og fátt er fallegra en tré þar sem greinarnar svigna undan snjónum eins og blasti svo víða við í dag.

Frostið fór að víðu niður í 10 stig en jólasvipurinn á umhverfinu margbætti það upp.

 


mbl.is Jólin minntu á sig í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alvöru kuldi er mínus 274 gráður. Allt þar fyrir ofan er hiti.

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband