"Að taka Júgga..."

Júgóslavía var með yfirburða landslið í handbolta árum saman fyrir rúmum aldafjórðungi. Þar fór allt saman: Stórkostlegt mannval, afburða þjálfunaraðferðir, agað og markvisst leikskipulag og mikið stolt þjóðar, sem þó hafði verið soðin saman af erlendum herveldum í lok Fyrri heimsstyrjaldarinnar og samanstóð af sundurlyndum og ólíkum þjóðum, eins og glöggt kom í ljós á tíunda áratugnum.

Frelsishetjan Tító átti ekki síst þátt í því að ná upp samstöðu út á við og inn á við á valdatíma sínum.

Hjá "Júggunum" var það allt eða ekkert, og ódrengileg lymskubrögð urðu hluti af því, jafnvel þegar þeirra var ekki þörf. Þetta snerist einfaldlega um það oft á tíðum að ganga eins langt og dómarinn leyfði eða dómarinn sá.

Arfleifð Júgganna lifir enn. Þannig er ein leikfléttan sem þeir beittu enn hluti af vopnabúri íslenska landsliðsins, eins og heyra má þegar þjálfarinn leggur upp fyrir íslensku leikmennina að "taka Júgga.." og síðar má sjá það gert oft á tíðum.


mbl.is Júgóslavneska bragðið í körfubolta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband