Nýjasta nýtt: Hlýnunin og koltvísýringurinn eru jörðinni að kenna!

Maður veit stundum ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar lesnir eru sumir pistlarnir á netinu um loftslagsmálin.

Síðustu misserin hafa flestir "kuldatrúarmannanna" verið harðir á því og nefnt fjölda "staðreynda" og niðurstöður "virtra vísindamanna" þess efnis að loftslag hafi ekki hlýnað neitt, og fari jafnvel "hratt kólnandi".

Sagt hefur verið að Alþjóða veðurstofan sé engin veðurstofa og allir visindamennirnir og þjóðarleiðtogarnir, sem séu í París, falli undir skilgreininguna "40 þúsund fífl."

Í kvöld brá hins vegar svo við að einn "kuldatrúarmaðurinn" kúventi á punktinum og kom fram með nýjasta nýtt, stórkostlega frétt:

Hlýnunin á jörðinni er af eðlilegum orsökum, skrifast algerlega á jörðina sjálfa og þessi hlýnun hefur valdið því að skammt er þangað til koltvísýringurinn í andrúmloftinu hefur tvöfaldast.

Þetta er ekkert smá afrek, að finna það út á dagstund að útblástur af mannavöldum hefur nákvæmlega ekkert að segja um magn gróðurhúsalofttegunda, heldur er það jörðinni einni að kenna.

Svona eiga vísindamenn að vera, snöggir að því að leysa vandamálið svo að allir sjái að málið er dautt, 40 þúsund fífl í París verða sér til skammar og verða vonandi fljótir að laumast heim með hauspoka.


mbl.is Segir stöðuna „jaðra við sjálfsvíg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótúlegt að einhver skuli halda því fram að mannskepnan hafi ekket um hýnuna að segja

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 00:40

2 identicon

Þú reynir oft að afla málstað þínum stuðnings og fá fólk til að skipta um skoðum með því að lítillækka það. En þegar eina vonin til árangurs er að fá fólk með sér en ekki á móti þá væri betra að þegja. Sannanir hefur þú engar og þeir sem eru mér ekki sammála eru fífl er ekki að virka.

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 01:23

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn snýrð þú hlutunum á hvolf, Hábeinn. Ég segi hvergi og hef hvergi sagt, að þeir sem eru ósammála mér séu fífl, en þeir hafa þulið í síbylju að undanförnu að ég og þeir sem eru á loftslagsráðstefnunni í París séu "40 þúsund fífl."

Ómar Ragnarsson, 1.12.2015 kl. 07:25

4 identicon

Og hver er þessi merki "kuldatrúarmaður". Þessi vísindi eru nefnilega ekki traustari en það að það er ekkert búið að sanna hvort koltvísýringur orsaki hærri hita eða hvort hærri hiti orsaki hærri koltvísýring. Það væri gaman að sjá rökin fyrir þessu aftur.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 07:43

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem sumir ,,kuldatrúarmenn" á Íslandi virðast ekki átta sig á er, að sá ,,málflutningur" sem þeir eru með er löngu úreltur.   En afneitunin einhvernvegin er svo sterk hjá þeim.  Uppleggið var þannig í byrjun.  Ofsa-hægrimenn gengur jafnvel svo langt, að þeir hélu að hlýnun jarðar væri bara einhver lygi Jafnaðarmanna!

Það segir ákveðna sögu um þetta efni, að enn í dag, eftir alla umræðuna, þá virðast sumir ekki ennþá vita hugmynd um hvað gróðurhúsaáhrifin eru.  Virðast aldrei hafa heyrt um það.

Ég hélt að þetta væri orðið kennt í öllum skólum, strax í grunnskólum.

Ég er 50 ára g þetta var kennt þegar ég var í skóla.  

En jú jú, sjallar og framsóknarmenn eru að vísu búnir að rústa menntakerfinu núna jafnt sem heilbrigðiskerfinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2015 kl. 08:33

6 identicon

Segi bara: Skábeinn og Skorsteinn eru meiri vitleysingar en ég og þá er nú mikið sagt

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 09:44

7 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 12:09

8 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 12:15

9 identicon

Ómar Ragnarsson spinnur upp ævintýrin :) Eins og venjulega stendur romsan uppúr Óra án þess að vísað sé í nokkrar heimildir. Það eitt útaf fyrir sig ætti að nægja fyrir þokkalega velgefið fólk til að brosa að flugmanninum fífldjarfa.

En aftur að órunum í Óra:

1. "...þess efnis að loftslag hafi ekki hlýnað neitt, og fari jafnvel "hratt kólnandi".

> Mælingar gervihnatta og könnunarloftbelgja staðfesta að ársmeðalhiti jarðar er að lækka. Framundan er nýtt kuldaskeið.

2. "...allir visindamennirnir og þjóðarleiðtogarnir, sem séu í París, falli undir skilgreininguna "40 þúsund fífl."

> Samkvæmt skilgreiningu eins merkasta vísindamanns heims eru glópahlýnunarsinnar kjánar:

It doesn't matter how beautiful your theory is, it doesn't matter how smart you are. If it doesn't agree with experiment, it's wrong.

3. "Hlýnunin á jörðinni er af eðlilegum orsökum..."

> Nákvæmlega! Það eru eðlilegar, vísindalegar skýringar á hitasveiflum í náttúrunni. Voodoo-vísindi sem byggja á tröllasögum um meinta skelfilega spilliefnið CO2 og meint geigvænleg áhrif þess á hitastig lofthjúps jarðar verða fyrst hættuleg þegar fólk fer að trúa vitleysunni.

4. "...að útblástur af mannavöldum hefur nákvæmlega ekkert að segja um magn gróðurhúsalofttegunda, heldur er það jörðinni einni að kenna."

> Útblástur koltvísýrings af mannavöldum er ekki nema brotabrot af útblæstri náttúrunnar. Koltvísýringur er lífsefnið sjálft, bráðnauðsynlegt fyrir uppbyggingu lífvera. Aukið magn koltvísýrings í andrúmslofti þýðir aukið gróðurfar og aukin velmegun. Það eru einungis kjánar, haldnir sjálfseyðingarhvöt, sem hópast til Parísar til að útiloka koltvísýring í andrúmslofti.

 

Að lokum vek ég athygli á því að kveikjan að þessu bloggbulli rafmagsreiðhjólaknapans er frétt um Frans páfa sem hefur blandað sér í glópahlýnunaráróðurinn. Ef einhver hefur efast um að glópahlýnunarboðskapurinn sé trúarbrögð er staðfestingin komin!

 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 12:22

10 identicon

Fyrst umræðan er komin á þetta plan þá læt ég það bara flakka, "Þetta er ráðstefna 40 þúsund heimsendafræðinga (kalla sig reyndar loftslagsfræðinga) sem eru í kósí jólainnkaupaferð í borg mikilla lista, menningar, veitinga- og skemmtistaða".

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 12:56

11 identicon

Loftlagsvitfirringarnir komu ekki frá Austurlöndum
og heiminum gefa þeir steina í stað brauðs.

Loftslagsfirran er heilkenni sem einkennist af svæsinni
þráhyggju og ímyndun um að heimurinn farist á næstu dögum:
loftsteinar og fastastjörnur falla af himni ofan,
trommlulausar þvottavélar notaðar sem njósnatæki og
handónýtar tölvur frá Kína sérstaklega stilltar á
kolefnissprengjur útum allan heim auk þess sem steindauðar
kýr verði æ meir notaðar í hátækni vopnaiðnaðarins og taki
alfarið yfir er kemur að lofthernaði.

Talið er að undirrót heilkennis þessa megi rekja til frumbrensku
og um sé að ræða ófullnægt sogviðbragð sem síðan umbreytist
í viðstöðulítil frekjuköst, yfirgang og sýniþörf.

Slíkir eru líklegir til að taka þátt í pýrmídasvindli
auk þess sem þeir eru plága í kirkjum landsins því
ekki skal bregðast að þeir falli þar ævinlega og alltaf
í yfirlið þegar kemur t.d. að jólaguðspjallinu til að geta
orðið miðpunktur athafnar.

Sjálfir eru þeir jafnan miðja alheimsins og ekkert gerist
í veröldinni nema þeir séu þar sjálfir miðpunkutur
atburðarásarinnar.

Enn hefur engin lækning fundist við heilkenni þessu.

Húsari. (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 14:00

12 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband