Illuga skipað á bekk með stjórnarandstöðunni.

Einu sinni skömmuðu Sovétmenn Kínverja með því að tala um Albaníu í staðinn.

Allir skildu sneiðina, af því að Albaníustjórn var eina kommúnistastjórnin í Evrópu sem aðhylltist útgáfu Maós af kommúnismanum.

Nú hellir forsætisráðherra sér yfir stjórnarandstöðuna og velur henni hin verstu orð fyrir það að vilja styðja frumvarp Illuga Gunnarssonar um óbreytt útvarpsgjald.

Þessi harða gagrýni SDG á augsjáanlega við Illuga Gunnarsson. 

 


mbl.is „Allt árásir og pólitískar aðfarir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er næsta víst að þessi ríkisstjórn verður kolfelld í næstu alþingiskosningum, eftir 16 mánuði í mesta lagi.

Í fyrradag:

Píratar halda á lyklinum að kosningabandalagi

Þorsteinn Briem, 17.12.2015 kl. 21:06

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er rangt hjá þér að Albanir, með Enver Hoxa sem leiðtoga lífs síns, hafi aðhyllst maoisma.

Albaníukommar voru hreinir Stalínistar og áttu þ.a.l. enga samleið með öðrum kommúnistum í veröldinni eftir að sannleikurinn um þann voðalega mann varð öllum ljós. Að vísu fundust og finnast enn, einstaklingar sem dýrka og dá Stalín, m.a.s. á Íslandi.

Rússar voru helstu vinir Albana en samskipti ríkjanna kulnaði þegar Rússar gengu af stalíns- trúnni. Sambandið við Kínverja var skárra, en það gerði Albani ekki að maoistum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2015 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband