"Írska aðferðin" er í frumvarpi stjórnlagaráðs.

Eftir könnun á fyrirkomulagi og framkvæmd forsetakosninga hjá erlendum þjóðum var það niðurstaða stjórnlagaráðs að það fyrirkomulag, sem Ólafur Harðarson nefnir "írsku aðferðina", hefði flesta kosti og fæsta galla

Hún laðar fram meirihluta að baki kjörins forseta án þess að það þurfi að kjósa tvisvar og þess vegna er lagt til að hún verði notuð.

Raunar sýnast einu líkurnar á að Ólafur Ragnar Grímsson telji sig tilneyddan að bjóða sig fram að gríðarlegur fjöldi frambjóðenda með lágt fylgishlutfall stefni kosningunum í óefni.


mbl.is Engin glufa hjá Ólafi Ragnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér Ómar að Herra Ólafur Ragnar Grímsson gæti hugsað upp á nýtt og þá með það í huga að bjóða fram að nýju.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 13:42

2 identicon

Það hræðir suma lýðræðið. Írar fengu forseta með 39% fylgi 1990, sá sem var með yfir 44% tapaði. Þannig virkar miðjumoð meðaltalsins.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 14:11

3 identicon

Það er ekki galli kerfisins, Hábeinn. Það er einmitt tilgangur þess. Hafi þessi með 44% fylgið tapað er það vegna þess að sá með 39 prósentin naut yfirburðastuðnings sem ,,betri kosturinn af þessum tveim" hjá þeim sem helst vildu fá einhvern annan.

Það þykir mér gott kerfi, og hefur ekkert með meðaltal að gera 

Alexander (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 14:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nokkrir dagar liðnir frá áramótaávarpi presidentsins og forsetakjörið eftir hálft ár stefnir nú strax í "óefni".

Og nú á Ólafur Ragnar Grímsson að verða "bjargvætturin", maður sem aldrei hefur bjargað nokkrum hlut, heldur þvert öfugt og stutt stórglæpamenn "með ráðum og dáð".

Öflugir frambjóðendur geta að sjálfsögðu komið fram á næstu vikum og mánuðum.

Mikið rýkur moldin í logninu hefði hún amma mín á Baldursgötunni sagt.

Frumvarp stjórnlagaráðs er hins vegar til mikilla bóta.

Þorsteinn Briem, 6.1.2016 kl. 15:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í síðustu forsetakosningum fékk Ólafur Ragnar Grímsson atkvæði 35,7%, eða rúmlega þriðjungs þeirra sem þá voru á kjörskrá.

Karlinn fékk hins vegar meirihluta greiddra atkvæða í kosningunum, um 52,8%.

Þorsteinn Briem, 6.1.2016 kl. 15:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 6.1.2016 kl. 15:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frumvarp Stjórnlagaráðs - 78. gr. Forsetakjör:

"Forseti Íslands er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarétt hafa til Alþingis.

Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði.

Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð.

Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti.

Ef aðeins einn maður er í kjöri, er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Að öðru leyti skal ákvarða með lögum um framboð og kosningu forseta Íslands."

Þorsteinn Briem, 6.1.2016 kl. 15:57

8 identicon

Sæll.

Vel má vera að írska aðferðin sé góð en vandamálið er að mjög margt í tillögum stjórnlagaráðs var endemis þvæla. Inn í stjórnarskrá stjórnlagaráðs voru að rata atriði sem eiga ekkert erindi í stjórnarskrá.

Þeir sem töldu stjórnarskrána hafa eitthvað með hrunið að gera komu aldrei með nein almennileg rök fyrir því. Af hverju olli stjórnarskráin hruni 2008 en ekki 2003?

Margir í stjórnlagaráði voru einhverra hluta vegna sannfærðir um að eitthvað í stjórnarskránni hefði valdið hruninu. Ekkert var auðvitað fjær lagi. Ýmsir í stjórnlagaráði voru sjálfskipaðir sérfræðingar með mikla athyglisþörf og sönnuðu margir þeirra að hæst bylur í tómri tunnu. 

Helgi (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 22:00

9 Smámynd: corvus corax

Svo virðist sem geðsjúklingar, einfeldningar og alls konar aðrir kjánar trúi því að eftirspurn sé eftir þeim til embættis forseta Íslands. Vonandi eigum við enn þann möguleika að Ólafur Ragnar tryggi okkur að einhver bjálfanna komist ekki á Bessastaði. Annað eins hefur nú gerst, t.d. í borgarstjórn Reykjavíkur og fleiri sveitarfélögum.

corvus corax, 7.1.2016 kl. 00:16

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfur ertu tóm tunna, "Helgi".

Þorsteinn Briem, 7.1.2016 kl. 00:20

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn sunnudag:

"Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður og formaður Pírata ætlar að bjóða sig fram til Alþingis á næsta kjörtímabili en Helgi var fyrir skemmstu valinn stjórnmálamaður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun."

"Píratar hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og flokkurinn hefur mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins í könnunum með yfir 30 prósent fylgi.

Verði það niðurstaðan í næstu Alþingiskosningum munu Píratar fá nítján þingmenn.

Helgi sagði í Sprengisandi að hann ætti von á því að fylgi Pírata myndi minnka en flokkurinn sé tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess.

"Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili.

Aðaláherslan á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnarmyndunarumboð yrði að koma á nýju stjórnarskránni, sem sagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.""

Aðaláhersla Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum frumvarp stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 7.1.2016 kl. 00:25

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.

Þorsteinn Briem, 7.1.2016 kl. 00:28

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihlutinn ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 7.1.2016 kl. 00:33

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 7.1.2016 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband