SOS, - Sjálfhverfir og sofandi.

Eitt af þúsundum dæma um sjálfhverfa og sofandi bílstjóra, skammstafað SOS, í íslenskri umferð:

Síðastliðinn föstudag þegar umferðin var sem allra mest síðdegis var bíl á undan mér ekið svo hægt í átt að grænu umferðarljósi á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar, að alllangt bil myndaðist fyrir framan hann yfir í næsta bíl.

Með þessu háttalagi hans stefndi augljóslega í það, að að minnsta kosti 2-3 bílum færri bílar kæmust yfir á grænu ljósi en ella hefði orðið.

Nú kviknaði gult ljós og blasti við að hvorki hann né neinn fyrir aftan hann kæmist yfir gatnamótin fyrr en mínútu síðar.

Þá brá svo við að þessi SOS-bílstjóri gaf allt í botn og í sömu svifum var kviknað fyrirsjáanlegt rautt ljós.

Hann lét sér ekki segjast heldur brunaði áfram á rauðu ljósi þótt á móti honum kæmi bílstjóri sem ætlaði að beygja þvert í veg fyrir hann´inn á Miklubraut.

Eitt augnablik stefndi í hörkuárekstur, en bílstjórinn, sem kom á móti, afstýrði því eftir sekúndubrots störukeppin með því að nauðhemla.

Hafði ekkert upp úr því annað en að lenda þvert fyrir umferðina, sem var farin af stað á grænu ljósi á Miklubrautinni og valda hættu og töfum.

Skömmu áður hafði einn SOS bílstjóri afrekað það að koma með sofandahætti í veg fyrir það á tvennum gatnamótum í röð að hann og bílarnir fyrir aftan hann kæmust yfir á grænu ljósi. 

Þegar svona aksturslag og enn verra rugl við beygjuljós tefur í hundruðum skipta á hverri klukkustund fyrir umferð, safnast þegar saman kemur, þótt hvert atvik útaf fyrir sig sýnist ekki stórvægilegt og úr verða miklu meiri umferðartafir, vandræði og leiðindi en ástæða er til.


mbl.is Sláandi hversu margir óku framhjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn úti að aka.

Þorsteinn Briem, 12.1.2016 kl. 07:05

2 identicon

Er von á öðru en fólk sé sofandi úti að aka. Liðið er ýmist blaðrandi í símann, drukkið eða uppdópað við stýrið. Sumir étandi pylsur og nokkrir lesandi blöðin og jafnvel að runka sér. Svei þessu liði!

Ólafur Kristófersson (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 08:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Frænka mín ein er enn ekki búin að ná sér eftir átta mánuðum eftir að maður, sem var að skrifa sms, ók svo harkalega aftan á hana þegar hún stöðvaði við rautt ljós, að hún axlarbrotnaði.

Ómar Ragnarsson, 12.1.2016 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband