Bjöllurnar hringja enn og aftur, - og hafa hringt í mörg ár.

Nú liggur mikið á að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og "losa um fjármagn, sem fæst við sölu hans og koma því í hendur ríkisins" eins og það er orðað.

Er því þá alveg sleppt þótt arðurinn af hlut ríkisins sé það góður að smám saman getur hann samtals numið söluverði bankans og dreifst þægilega yfir næstu ár.  

Og bjöllur hringja, bæði frá fyrri tíð og til þessa dags þegar valdaöflin sækjast eftir því að einkavæða hvaðeina.

Ef þetta verður gert verður það í annað skipti sem allir stærstu bankar landsins eru í einkaeign.

Hitt var á árunum 2002-2008 með afleiðingum, sem allir þekkja.

Það er ekki skynsamlegt að setja nær öll eggin að nýju í sömu körfu.

Bjöllurnar hringja líka varðandi það hvernig þjónustu heilbrigðiskerfisins er færð svo mjög yfir til einkageirans að þúsundir fólks eru á ógnarlöngum biðlistum og aðeins hinir ríku geta keypt sig fram hjá biðlistunum.

Og sparnaðurinn í heild verður enginn heldur oft tilfinnanlegt tap, bæði peningalega í sjálfu heilbrigðiskerfinu og í óbætanum legum skaða örkumla og dauða, þjáninga jafnt sem tekjumissis eins og biðlistinn vegna hjarta/gáttaflökts sýnir grimmilega og bent hefur verið áður áð á þessari bloggsíðu.

 

 


mbl.is Liggur ekkert á að selja bankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað. Í meðförum Ómars Ragnarssonar þýðir "Ekkert liggur á að selja bankann" "Liggur á að selja bankann" Ég verð að viðurkenna, að mig skortir getu til þess að heimska setninguna "Ekkert liggur á að selja bankann" frekar niður.

Annað atriði, að "þetta yrði" í annað sinn, sem bankar væru færðir í einkaeign, gefur okkur tilefni til spurninga, hvort ESB sinnar vilja fara eftir reglum ESB eða ekki. Það er nefnilega skýrt tekið fram í samkeppnisreglum ESB, frá 1999, að ríki skuli ekki ábyrgjast rekstur banka, enda fæli það í sér bjögun á samkeppni. Og ríkisbanki getur ekki verið ríkisbanki, ef ekki fylgir ríkisábyrgð.

Hitt er ekkert síður skemmtilegt, sú skoðun að einungis ríkið geti læknað fólk. Ef ríkið læknar ekki, þá deyr fólk. Jamm, þetta er skrifað anno 2016.

Nú er heilbrigðiskerfið ekki einkavætt, en það eru samt ógnarlangir biðlistar eftir lækningu. Hver ætli sé ástæðan fyrir því?

Hilmar (IP-tala skráð) 19.1.2016 kl. 23:54

2 identicon

Ef ég væri heilbrigðisráðherra og Oli mágur dugandi hjartalæknir, og hann og konan mín mundu stofna fyrirtæki um rekstur hjartaskurðlækninga, kaupa dýr tæki og hvað eina. Þau mundu ráða hjúkrunarfræðina þar sem þess væri þörf, annars sjúkraliða, þar væri ekki deildarstjóri yfir hverjum tveim mönnum sem hreifa sig, þar liðist ekki í bráðamóttökunni að starfsfólk hengi yfir skóauglýsingum, osofr. Osofr.  Sem sagt öll líkindi æ að konan mín mundi græða aur ef "viðskiptavinir" fengjust.

     Er þá nokkuð skrýtið þó èg í mínum ákvarðanatökum fyrir ríkið, ja svona frekar lengi biðlistana?

Vegna frétta um daginn.  Héðan flýja læknar og hjúkrunarfólk til Svíþjóðar og Noregs, vegna betri launa, aðstöðu og minni vinnuþrælkunar.

   Til að stitta biðlista hér var lagt til að sjúklingar færu þangað, enda sýst dýrara fyrir ríkissjóð???

  Sem sagt verðið hèr fer ekki eftir launum og aðstöðu læknna??

Gefur þaað ekki augaleið, að potturinn er brotinn í rekstri spítalana, og þar fær enginn roð við reist?

  Er ekki rökréttasta leiðin að einkavæða draslið til að reyna að koma að hagræðingu?

Guðjon Guðvarðarson (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband