Tvær bækur og ein ferð nóg í bili.

Þrennt er það einkum sem hefur áhrif á skoðun mína á því sem aflaga fer í Rússlandi.

1. Bókin "Rússland Pútíns" eftir Önnu Politovskaya, afar upplýsandi og áhrifamikil greining á því díki spillingar og kúgunar sem viðgengist hefur í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna. Fyrir bókina og störf sín sem hugrakkur blaðamaður galt hún með lífi sínu.  

2. Bókin "Sagan, sem varð að segja." Í henni er lýsing á sama fyrirbærinu og Politovskaya lýsir, en í þetta sinn er það Íslendingur, Ingimar Ingimarsson, sem lýsir umhverfinu í viðskiptalífi og undirheimum Rússlands. Bókin lýsir því vel, að til að ná markmiðum sínum í hinu spillta umhverfi, þarf að kunna á það og spila djarft. Gangi mótherjunum betur er það eingöngu vegna þess að þeir gengu lengra í beitingu óvandaðra meðala.

3. Stutt ferð sem ég fór til Rússlands 2006 og átti þess kost að vera í sambandi við rússneska menn, einn þeirra búinn að vera nokkur misseri á Íslandi, á ferð minni um Moskvu og síðar út í víðáttur rússneska vetrarins til bæjarins Demyansk nálægt Valdaihæðum fyrir norðvestan Moskvu. Allt það sem ég fékk að vita um Rússland Pútíns í þessari ferð rímaði við bækurnar tvær.

Pútín var í forystu fyrir KGB og er allra manna snjallastur í að fara út að ystu mörkum í valdasókn sinni án þess þó að ofkeyra sig.

Stalín geggjaðist á sínum tíma vegna þess að hann gat ekki stöðvað sig í hreinsunum sínum þar sem sjúkleg tortryggni hans krafðist dauða milljóna manna og þúsunda af hans nánustu vinum og samherjum.

Ef Pútín nýtir sér reynsluna frá KGB árunum og ber ábyrgð á morðum, er mikilvægt að bera ekki beina eða óbeina ábyrgð á drápi á fleirum en "brýn þörf" er á.

Stalín sagði: "Að drepa einn mann er morð. Að drepa milljón er tala."  


mbl.is „Pútín samþykkti morðið “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.dv.is/frettir/2010/9/20/helgi-var-kalladur-engill/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2016 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband