Að vera eða vera ekki frjálhyggjumaður í Pírötum, það er spurningin.

Fullkomnlega eðlilegar og fyrirsjáanlegar deilur eru komnar upp hjá Pírötum varðandi stefnu þeirra og fylgismanna þeirra og það, hverjir geti verið í flokki þeirra.  

Þær snúast um það hvort andstæðurnar frjálshyggja-félagshyggja, öðru nafni markaðshyggja-velferðarhyggja skipti máli fyrir flokk Pírata eða ekki.

Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata sagðist um daginn vera hætt við að bjóða sig ekki fram í næstu kosningum af ótta við að frjálshyggjumenn yrðu of sterkir í flokknum.

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður segir í gær að jafnt frjálshyggjumenn og félagshyggjufólk geti verið innan raða flokksmanna og nú segir formaður Frjálshyggjufélagsins óhugsandi að félagar í því geti stutt Pírata. 

Að vera eða vera ekki, það er spurningin, sagði Hamlet. Að vera eða vera ekki frjálshyggjumaður í Pírötum, það er spurningin núna.  


mbl.is Sögusagnir um yfirtöku frjálshyggjumanna úr lausu lofti gripnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sem sagt einhvers konar óttastjórnun hjá henni.  Frábær byrjun.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.2.2016 kl. 13:50

2 identicon

Það er kannski frekar að hægri-anarkistar geti stutt Pírata?

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2016 kl. 14:40

3 identicon

Að vera eða vera ekki frjálshyggjumaður í píirötum, það er EKKI spurningin. Kjánalegt allt þetta kjaftæði um frjálshyggju eða félagshyggju hjá Pírötum. Hér er um tvö hugtök að ræða, sem eru óljós og þurfa ekki að  vera andstæður. Með stóru gráu svæði, overlapping. Reynt er að koma Pítötum í vanda með umræðunni. Skil ekkert í Ómari að taka þátt í bullinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2016 kl. 16:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað í stefnu Pírata er vinstrisinnað og hvað hægrisinnað?

Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:03

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:06

        7 Smámynd: Þorsteinn Briem

        23.10.2015:

        "Samkvæmt nýrri könnun Gallup eru 55,5% landsmanna hlynntir því að ríki og kirkja verði aðskilin en 23,9% eru andvígir aðskilnaði og 21,5% tóku ekki afstöðu.

        Stuðningur við aðskilnaðinn hefur aukist umtalsvert frá því í september á síðasta ári
        þegar 50,6% vildu skilja ríki og kirkju að."

        Fleiri hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju


        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:07

        8 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar leggja áherslu á að í stjórnarskrá verði fest ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í náttúru Íslands."

        Stefnumál Pírata - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:08

        9 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar leggja áherslu á að í stjórnarskrá verði fest ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í náttúru Íslands.

        Ríkið skal bjóða aflaheimildir upp á opnum markaði fyrir hönd þjóðarinnar.

        Handfæraveiðar séu þó frjálsar fyrir þá einstaklinga sem kjósa að stunda þær.

        Allur afli skal fara á markað."

        Stefna Pírata í sjávarútvegsmálum - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:10

        10 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Stór fyrirtæki hafa fengið allt of mikla athygli á undanförnum árum, 99% fyrirtækja á Íslandi eru lítil eða meðalstór.

        Píratar vilja betrumbæta atvinnuumhverfi smáiðnaðar með einfaldara rekstrarumhverfi."

        "Píratar styðja við alla nýsköpun, við ætlum að standa vörð um atvinnufrelsið og að allir einstaklingar geti nýtt sér sína þekkingu sér til atvinnu."

        "Píratar vilja opna á bókhald ríkissjóðs og ríkisstofnana þannig að það sé aðgengilegt á tölvutæku formi að því marki sem sjónarmið persónuverndar leyfa.

        Kjósendur hafa rétt á því að vita hvernig peningum þeirra er úthlutað og hafa áhrif á gang mála."

        "Píratar vilja stytta vinnuvikuna, það er ósanngjarnt að íslendingar fái allt að helmingi lægri laun en nágrannaþjóðir okkar en þurfi að vinna jafn mikið eða jafnvel meira."

        "Nauðsynlegt er að aðskilja starfsemi innlánsstofnana og áhættufjárfesta þannig að ekki sé mögulegt að nýta tryggðar innistæður í áhættuviðskiptum."

        Atvinnu- og efnahagsmál - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:11

        11 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Enn eru mörg verk óunnin á sviði jafnréttis og margt sem þarf að gera til að jafna stöðu ólíkra hópa samfélagsins, þar með talin karlar og konur, börn, aldraðir, minnihlutahópar vegna kynhneigðar eða kynvitundar, innflytjendur og fatlaðir.

        Það er stefna Pírata að berjast gegn mismunun einstaklinga, hvort sem er á grundvelli kyns, kynhneigðar, aldurs, trúarbragða, uppruna eða [annarra] persónueinkenna.

        Leita skuli leiða til að sporna við og uppræta staðalímyndir og ranghugmyndir sem geta orðið til þess að einstaklingum sé mismunað eða frelsi þeirra skert.

        Ekki sé nóg að samfélagið sé umburðarlynt heldur sé mikilvægt að allir einstaklingar séu samþykktir, metnir að verðleikum og fái jöfn tækifæri til að njóta sín, vaxa og dafna.

        Ofbeldi skuli aldrei líðast, hvorki andlegt né líkamlegt, og huga þarf sérstaklega að stöðu ólíkra hópa og sníða fræðslu, forvarnir og meðferðarúrræði að ólíkum aðstæðum fólks.

        Hvetja skuli til opinnar og upplýstrar umræðu um jafnréttismál."

        Jafnréttismál - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:13

        12 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar vilja samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga sem er samhljóða frumvarpi Stjórnlagaráðs í öllum efnisatriðum."

        Stefnumál Pírata - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:14

        13 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar standa fyrir gagnsæi og beint lýðræði, því teljum við að allt viðræðuferlið [við Evrópusambandið] eigi að vera opið og allar upplýsingar eiga að vera uppi á borðum.

        Almenningur á síðan að fá að taka vel upplýsta ákvörðun í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

        Það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka að taka afstöðu með eða á móti aðild en aftur á móti eiga þeir að vera búnir undir hvora niðurstöðuna sem er.

        Ísland má aldrei gerast aðili að Evrópusambandinu án þess að aðildarsamningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að hann hefur verið kynntur þjóðinni með hlutlausum hætti."

        Evrópusambandið - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:16

        14 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar aðhyllast afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu á þeim forsendum að núverandi stefna, sem er stundum kölluð refsistefnan, geri beinlínis meira ógagn en gagn.

        Óháð skaðsemi fíkniefna er ljóst að sú aðferðafræði að refsa neytendum dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum fíkniefnamisnotkunar.

        Píratar vilja leitast við að hjálpa þeim sem eiga við fíkniefnavanda að stríða á mannúðlegan hátt.

        Í stað þess að beina fíklum inn í dómskerfið viljum við taka þá inn í heilbrigðiskerfið, hjálpa þeim að takast á við fíknina og að verða aftur heilbrigðir þátttakendur í samfélaginu.

        Píratar líta á fíkn sem heilbrigðisvandamál sem beri að leysa sem heilbrigðisvandamál frekar en með ofsóknum á hendur þeim sem eiga við stærstu vandamálin að stríða."

        Mannúðleg fíkniefnastefna - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:17

        15 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar vilja verkefnamiðaðra, lýðræðislegra, samfélagsmiðaðra og fjölbreyttara skólaumhverfi.

        Leggja skal áherslu á notkun frjáls hugbúnaðar og að allur sá hugbúnaður sem gerður er fyrir menntastofnanir sé gerður aðgengilegur undir frjálsu leyfi."

        "Menntakerfi Íslendinga eigi að taka frekari viðmið af finnsku leiðinni í menntamálum."

        "Kynfræðsla skuli lögbundin sem sérstök námsgrein í grunnskóla og samið verði efni við hæfi mismunandi aldurshópa."

        "Sérstaklega verði fjallað í kynfræðslu um klám og eðli þess sem afþreyingarefnis en ekki fræðsluefnis og að það gefi því takmarkaða innsýn inn í kynhegðun fólks.

        Sérstaklega verði fjallað um ábyrga internetnotkun, börnum bent á hættuna af því að setja of miklar upplýsingar á internetið, myndefni þar með talið.

        Stefna skuli að því hafa sérmenntaða kynfræðslukennara eins og kostur er.

        Áhersla verði lögð á gagnkvæma virðingu
        , samskipti og upplýst samþykki."

        Menntamál - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:18

        16 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar vilja lögfesta lágmarksframfærsluviðmið. Allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum í auðugu landi."

        "Leita þurfi leiða til að hluti af námslánunum sé styrkur."

        "Tryggja þarf að einstaklingar undir lögaldri eigi rétt á að taka þátt í félags- og skólastörfum óháð fjárhag foreldra.

        Tryggja þarf að allir hafi aðgang að íbúðarhúsnæði í takt við fjárhagsgetu, heilsufar og fjölskyldustærð.

        Gera þarf sértækar ráðstafanir fyrir einstaklinga með sérþarfir."

        Velferðarmál - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:19

        17 identicon

        Ætlar Birgitta að handvelja fólk inn í Pírataflokkinn, til að vera örugg um að enginn henni óþóknanlegur geti skráð sig, og tekið þátt í ákvörðunum?

        Eða sér Birgitta fram á það, að hún fái hvergi svona góða innivinnu, og noti frjálshyggjufólk sem afsökun fyrir að svíkja loforð um að bjóða sig ekki fram aftur?

        Birgitta hefur enga stefnu til að boða, en hún má eiga það, að hún hefur lært klækjastjórnmál upp á 10.

        Hilmar (IP-tala skráð) 4.2.2016 kl. 17:19

        18 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar eru ekki á móti höfundarrétti en þykir ljóst að uppfæra þarf hugmyndir um hann ef vel á að fara.

        Núverandi hugmyndum um höfundarrétt væri ekki hægt að framfylgja á Internetinu nema með því að vega gróflega að réttindum borgaranna.

        Það er ólíðandi að fjárhagslegir eiginhagsmunir trompi borgararéttindi og frjáls samskipti, sérstaklega í ljósi þeirrar ótrúlegu framfara, bæði menningarlegra og tæknilegra, sem Internetið hefur fært okkur öllum."

        Endurskoðun höfundarréttar - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:20

        19 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar vilja að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem hann þarf til að geta tekið upplýstar ákvarðanir og veitt stjórnsýslunni það aðhald sem hún þarf.

        Án gagnsæis er ekki alvöru lýðræði
        , ekki hægt að taka ákvarðanir um opinber fjármál, ekki hægt að koma í veg fyrir spillingu og ekki hægt að krefjast ábyrgðar.

        Með opnum ríkisfjármálum má betur koma auga á sóun á fjármagni og uppræta spillingu í stjórnsýslunni."

        "Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar."

        Gagnsæi - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:21

        20 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar nota kosningakerfi á Netinu til að greiða úr ágreiningsmálum og komast að niðurstöðu samhliða reglulegum málefnafundum og framkvæmdafundum í kjötheimum."

        "Stefnumál eru meðal þess sem kosið er um í kosningakerfinu og því má sjá þar yfirlit yfir öll samþykkt stefnumál Pírata."

        Kosningakerfi Pírata - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:22

        21 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Grunnstefna Pírata eru þær stoðir sem Píratar fara eftir í stefnumyndun innan flokksins."

        "Píratar þurfa að geta rökstutt skoðun sína með vísun til grunnstefnunnar til að mál geti orðið að stefnu flokksins."

        Grunnstefna Pírata - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:22

        22 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri.

        Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi.

        Til friðhelgi telst réttur til leyndar, nafnleysis og sjálfsákvörðunarréttar.

        Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er á til að vernda einstaklinginn og aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga.

        Nafnleysi hefur ekki þann tilgang að skjóta einstaklingi undan ábyrgð."

        Grunnstefna Pírata og friðhelgi einkalífsins - Píratar

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:23

        24 Smámynd: Þorsteinn Briem

        1.9.2015:

        Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

        Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

        Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 17:39

        25 identicon

        Hvernig er það Steini Briem, ert þú einhver útsendari fyrir Hannes Hólmstein Gissurarson að pósta fjölda misviðeigandi færslur við hverja umræðu á moggabloggsíðu Ómars með það að markmiði að eyðileggja spjallið?

        Það er bara lélegt hjá þér að geta eki bara látið eina færslu duga við hverja umræðu.

        Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2016 kl. 20:29

        26 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

         Steini Briem hefur ekki bloggað á eigin síðu frá árinu 2008. Sennilega hefur eitthvað skort á heimsóknir til hans og hann því gefist upp.

        En það má fullnægja egóinu á ýmsan hátt. Að velja vinsæl blogg og fylla athugasendarkerfi þeirra er ágætis leið til að koma sjálfum sér í sviðsljósið.

        Gunnar Heiðarsson, 4.2.2016 kl. 21:22

        27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

        Það tekur að vísu minna en 10 sekúndur að rúlla yfir athugasemdir Steina.

        Ég hef ekki tíma til að fækka þeim í þetta sinn er búinn að aðvara hann áður varðandi það að þegar einn maður er með 19 athugasemdir af 26 um einn pistil er það ókurteisi við aðra á spjallinu.

        Ómar Ragnarsson, 4.2.2016 kl. 23:00

        28 identicon

         Steini Brim er einn mesti bloggsóði sem sést hefur. Ekkert mál að fjarlægja hann af þínu bloggi. 

        HH (IP-tala skráð) 5.2.2016 kl. 06:59

        29 Smámynd: Gissur Örn

        Ég vil minna á nokkra hluti.

        1. Birgitta er ekki kafteinn Pírata í þeim skilningi að hún sé formaður flokksins, hún er þingmaður. Helgi Hrafn er núverandi þingflokksformaður. Ekki það að Píratar eru með flatan valdastrúktúr þannig að allir geta kallað sig það.

        2. Birgitta hefur ekkert vald til að segja neinum til um hver geri hvað eða hver fái að vera með eða ekki. Grunnstefna Pírata er mælistikan á hverjir eru Píratar og hverjir ekki. Hver sem er getur gengið í flokkinn og boðið sig fram í hvaða stöðu sem er svo lengi sem hann/hún vinnur eftir Píratagildum.

        3. Eins og allir aðrir þá þarf Birgitta að bjóða sig fram og fara í gegnum valferli Pírata ætli hún að bjóða sig fram aftur. Hennar staða er alveg jafn örugg og staða hvers annars frambjóðanda. Komist hún í gegnum prófkjör flokksins þá getur hún boðið sig fram. Hún handvelur engan. Ef hún myndi gera það eða reyna að neyða einhverja niðurstöðu fram gegn vilja flokksmanna þá væri hún að brjóta gegn grunnstefnu flokksins og þar með myndi hún stimpla sig út.

        4. Hver og einn Pírati talar fyrir sjálfan sig en ekki fyrir Pírata í heild nema sérstaklega sé tekið fram að um stefnu Pírata sé að ræða. Hún má segja það sem hún vill. Það gerir það ekki að stefnu flokksins né skoðun annara Pírata.

        Gissur Örn, 6.2.2016 kl. 08:11

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband