Hinar "hljóðlausu" virkjanir.

Nú þegar hafa verið reistar um 30 virkjanir á Íslandi, sem varla geta talist smávirkjanir, - á Tungnaár- og Þjórsársvæðinu er Búðarhálsvirkjun ný virkjun, og stækkun Búrfellsvirkjunar er stórvirkjun.

Þessar tvær rísa "hljóðalaust" ef svo má segja, - enginn sérstakur ágreiningur hefur komið fram um þær.

Af um 30 meðalstórum og stórum virkjunum, sem risið hafa, hefur verið eða er ágreiningur um um það bil fimm.

Nýju stórvirkjanirnar, og tilvist um 30 virkjana á undan þeim er á skjön við þá síbylju að náttúruverndar- og umhverfisverndarfólk á Íslandi sé "á móti öllum virkjunum," "á móti rafmagni," "á móti atvinnuuppbyggingu" og "vilji fara aftur inn í torfkofana."

Þjóð, sem hefur virkjað fimm sinnum meira rafmagn en hún þarf fyrir eigin heimili og fyrirtæki er ekki "á leið inn í torfkofana."   


mbl.is Virkjað á vormánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Náttúruverndar- og umhverfisverndarfólk á Íslandi er "á móti öllum virkjunum," "á móti rafmagni," "á móti atvinnuuppbyggingu" og "vilja fara aftur inn í torfkofana." Það að þeir skuli ekki vera með stöðugan hávaða og mótmæli á Austurvelli afsannar það ekki. Hugur þeirra er ljós. Rétt eins og Ómar Ragnarsson er sennilega á móti vegagerð í Gálgahrauni þó síðustu mánuði hafi hann ekki haft hátt um það og lítið farið fyrir mótmælum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.2.2016 kl. 09:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn setti öll sín fyrirtæki á hvínandi kúpuna með gríðarlegum lántökum "í góðæri flokksins" fyrir nokkrum árum og að sjálfsögðu hafði flokkurinn margreiknað að það margborgaði sig.

Og SÍS Framsóknarflokksins fór sömu leið.

Það margborgaði sig, enda margreiknað af flokknum.

Þorsteinn Briem, 10.2.2016 kl. 09:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Og ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson hafi verið á móti til að mynda álverinu í Hafnarfirði, Búðarhálsvirkjun, Bláa lóninu eða nýjum 57 kílómetra löngum Suðurstrandarvegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, eða einhverjir Íslendingar séu á móti raforku.

Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra, stóð fyrir því ásamt fleirum, meðal annarra þingmönnum Vinstri grænna, að reist yrði kísilver á Húsavík.

Til að það verði reist þurfa hins vegar að koma gríðarmiklar fjárveitingar frá ríkinu
vegna hafnarframkvæmda þar og jarðgangagerðar frá höfninni.

Þorsteinn Briem, 10.2.2016 kl. 09:54

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, þessar 25 líttumdeildu virkjanir væru varla til ef félagar þínir hefðu fengið að ráða: nóg er til að kvarta um við hverja framkvæmd. En svo vill til að langflestar virkjanir á Íslandi eru það skilvirkar og ganga vel upp í hálf- örfoka landi að aðdáun vekur um allan heim nema hér heima. En aðal- vandræðin eru flutningavirkin og þar erum við gersamlega sammála um að takmarka eigi frekari útbreiðslu þeirra verulega, sérstaklega ef tilgangurinn er í raun sá að flytja orkuna úr landi.

Ívar Pálsson, 10.2.2016 kl. 10:07

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef er verið að reisa fleiri virkjanir til að flytja raforku til Bretaveldis á jafnaðarverði EES/ESB, þá verður rafmagn á Íslandi of dýrt fyrir einstaklinga og fyrirtæki hér á landi. Þá taka torfkofarnir við.

Landsvirkjunar-forkólfar eru með dollaramerki í augunum þegar þeir tala um að að einkavæðing Landsvirkjunar skapi gróða á sama hátt og fiskveiðikerfið. Gróða fyrir Íslands-ríkið spillta, eftirlitslausa og hripleka, en ekki gróða fyrir heiðarlegan almenning og fyrirtæki innanlands.

Sjálfala fiskur upp úr sjó og út úr búð er dýrari en umdeilt útlent og innlent kjötið, sem sumir þreytast ekki á að fordæma á áróðursstýrðan hátt. Það er einhliða og ósanngjörn umræða svo ekki sé meira sagt. En það víst vel borgað fyrir sögufölsun og yfirhylmingu með valdníði spillingaraflanna innan útgerðarinnar, Landsvirkjunnar og bankanna. Ekki fyrir hvern sem er að keppa við þannig villimennsku-viðskiptahætti.

Útgerðar-valdníðið, banka-okrið og Landsvirkjunar-landníðið er af sömu spillingargræðgitegund. Bankaleyndin sér svo um kauphallar-ruglið. Kallað persónuvernd?

Og opinbera eftirlitið er er jafn hriplekt og IKEA-skeiðarnar, á spillingarhönnunar-landinu Íslandi.

Almenningur verður að vera gagnrýni-vaktin og aðhaldið, því það er ekkert annað eftirlit og aðhald í nothæfu og ókúguðu ástandi hér á landi. Það verður að stoppa þetta þöggunarstjórnsýslu-kúgunarbrjálæði með einhverju umræðu-móti, til að afstýra enn meiri spillingu og auknum afbrotum á öllum sviðum Íslands-kerfisins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.2.2016 kl. 11:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskur fiskur er holl matvæli sem íslenskir skattgreiðendur eiga sjálfsagt að niðurgreiða ofan í sjálfa sig og erlenda ferðamenn hér á Íslandi með margra milljarða króna beinum árlegum styrkjum til íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, að mati Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur.

Íslenskar mjólkurvörur innihalda mikinn sykur margar hverjar og eru því óhollar.

Þorsteinn Briem, 10.2.2016 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband