Eins og blökkudrengir í Afríku?

Meðan Safari-rallið í Austur-Afríku var eitt það magnaðasta í HM í ralli, var það háskaleikur blökkudrengja meðal áhorfenda, að hlaupa nokkrir saman út á veginn, standa þar þangað til keppnisbíll kom akandi og hlaupa ekki undan honum fyrr en á síðustu sekúndunum.

Þetta var keppni um það hver stæði lengst á veginum.Reynisfjara

Keppendur kvörtuðu undan þessu en rallvegirir voru langir og engin leið að koma í veg fyrir svona glæfraskap.

Þegar horft er á myndir af ýmsum atvikum í Reynisfjöru, eins og hérna við hliðina og litið á ferðamanninn neðst til vinstri, minnir það um margt á atferli ómenntaðra og bláfátækra blökkudrengja úr strákofum Afríku.

Munurinn er hins vegar sá að þeir ferðamenn, sem storka gæfunni á suðurströndinni á þann hátt sem myndirnar sýna, eru rígfullorðið og vel menntað fólk.


mbl.is Með heilu þorpin á flakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætli mörgum þyki ekki til að mynda rallökumenn og hnefaleikakappar meiri kjánar en sumir fjörulallar og ómenntaðir blökkudrengir.

Þorsteinn Briem, 10.2.2016 kl. 23:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mín reynsla er sú að leiksviðið hefur reynst mér hættulegra en flug og rallakstur til samans. Fjögur slæm meiðsli á sviðinu, þar af þrjú beinbrot.

Ómar Ragnarsson, 11.2.2016 kl. 09:06

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eitt í sambandi við hörmulega slysið í gær og hvað nákvæmlega gerist, að visir.is segir:  ,,Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið."  (visir.is)

Var þetta ólag?   Nei, ólag er allt annað, að mínu mati.

Það virðist vera að menn séu að tala um að aðeins ein alda, mun stærri en hinar, komi skyndilega uppúr þurru.  Ólag er allt annað.

Þegar fólk er að lýsa einni öldu sem komi skyndilega mun stærri en hinar, það minnir frekar á það sem kallað var Náalda.  Og var það trú manna að sjórinn ætlaði sér að taka líf og sagt var að mætti merkja það á rauðleitum lit sem slægi á sjóinn á undan.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2016 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband