Hentugt fyrir fátækt náms- og barnafólk?

Sagt er að mikil eftirspurn sé eftir húsnæði í 101 Reykjavík og að þar liggi miklir möguleikar til þess að leysa húsnæðisvanda náms- og barnafólks.

Ingó veðurguð tæpti aðeins á kjörum fátækra námsmanna í sérkennilegi lagi, sem ekki hlaut náð fyrir þeim sem völdu lag í síðasta Söngvakeppnisþætti.

Nú er borgarsjóðir Reykjavíkur rekinn með meiri halla en dæmi eru um og ljóst, að ef styrkja á fátæka námsmenn og barnafólk til að eiga heima í 101 Reykjavík eru engir peningar til að borga slíkt tuga milljarða verkefni, því að kostnaðurinn er fljótur að vaða upp þegar um svona dýrt húsnæði er að ræða.

Heyrst hefur um um allt að milljón krónu verð á fermetra á hærri hæðum blokka við Skúlagötu og íbúðaverð upp á hundruð milljóna fyrir hverja íbúð.

Ef ferðamönnum fjölgar áfram með svipuðum hraða og verið hefur verða þeir fyrr en varir orðnir fimmfalt til sexfalt fleiri en Íslendingar og ferðamenn þurfa líka húsnæði þann tíma sem þeir dvelja á landinu.

Við lifum á athyglisverðum tímum.


mbl.is Er þetta dýrasti fm landsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson heldur auðvitað að engir námsmenn í til að mynda Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Listaháskóla Íslands í Þverholti og Tækniskólanum á Skólavörðuholtinu hafi þurft að búa í til að mynda Breiðholti vegna þess að lítil eftirspurn hafi verið eftir húsnæði vestan Kringlumýrarbrautar þar til nú.

Í þessum fjórum skólum vestan Kringlumýrarbrautar eru um 20 þúsund nemendur.

Árið 1998 var íbúð auglýst til leigu í vesturbæ Reykjavíkur og þegar eitt hundrað manns höfðu hringt í eigandann á skömmum tíma til að spyrja hvort íbúðin væri ennþá laus tók hann símann úr sambandi.

Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 09:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvitað eru þetta allt saman milljarðamæringar:

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Í póstnúmeri 101 Reykjavík einu eru níu leikskólar og að sjálfsögðu eru einnig margir leikskólar í póstnúmerum 105 og 107 vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 09:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stúdentagarðar vestan Kringlumýrarbrautar eru Gamli Garður, Skerjagarður, Hjónagarðar, Ásgarðar, Vetrargarðar, Oddagarðar og Skuggagarðar.

Og á þessum stúdentagörðum búa rúmlega eitt þúsund nemendur.

Þar að auki er nú verið að reisa stúdentagarð fyrir eitt hundrað nemendur í Brautarholti 7, sem tekinn verður í notkun nú í haust.

Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 10:11

4 identicon

Er ekki hægt að fá sólarhringsvistun í leikskólum og skólum borgarinnar fyrir börnin?  Þá fá foreldrarnir næði til að stunda sitt háskólanám til fimmtugs eða jafnvel lengur ef með þarf.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 11:45

5 identicon

Við getum rétt af hallann á rekstri borgarinnar með samstilltu átaki.  Allir verða að leggja sitt af mörkum.  Mér finnst rétt að nefna það hér að þessi kona þarna uppi í Breiðholti sem var að smyrja nesti ofan í barnið sitt verður að hætta sínu einkaframtaki nú þegar.  Það verða allir að borga fulla mataráskrift ef ekki á illa að fara.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 13:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúðir ganga kaupum og sölum í öllum hverfum Reykjavíkur.

Og engum ber skylda til að kaupa nýja íbúð.

Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:33

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"
Meðal­kaup­verð 100 fer­metra íbúðar í fjöl­býli í 101 Reykja­vík á fjórða árs­fjórðungi 2015 var um 414 þúsund krónur á fer­metra."

Lítil þriggja herbergja sextíu fermetra íbúð í póstnúmeri 101 Reykjavík kostar því nú að meðaltali um 25 milljónir króna.

Og til að geta keypt þannig íbúð þarf par að hafa lagt fyrir 20% af kaupverðinu, 5 milljónir króna, eða 2,5 milljónir á mann.

Sá sem leggur fyrir um 100 þúsund krónur á mánuði í tvö ár hefur safnað þeirri upphæð.

Það eru nú öll ósköpin sem það kostar núna fyrir ungt par að geta keypt íbúð í póstnúmerinu 101 Reykjavík.

Verð á íbúðum í fjölbýli hækk­ar nú mest í Breiðholtinu

Þorsteinn Briem, 12.2.2016 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband